Leita í fréttum mbl.is

Ferðin á heimsenda

Settist uppí bílinn. Setti í gang og byrjaði Road trippið með tónlist í botni. Stoppaði í N1 og lenti aftur á Paolo afgreiðslumanni. Ég hélt fyrst að hann væri frá máralandi en hann var svo hress að ég spjallaði aðeins við hann.

Kemur á daginn að hann er portúgali og er einn hressasti afgreiðslumaður sem ég hef kynnst. Hann kvaddi mig og bað mig góðrar ferðar eins og honum er einum lagið.

Ræsti bílinn aftur með nesti í för og gott skap í fórum eftir samtalið við vin minn.

Fór framhjá Esjurótum. Stoppaði í Borganesi og skellti nýjum þurrkublöðum á bílinn og spjallaði við gamla manninn um veðrið.

Söng hástöfum og týndi röddinni uþb í háa C-inu í ,,hole in my soul" með Aerosmith.

Reyndi að finna gamla staðarskálann en án árangurs. Botnaði ekkert í þessu fyrr en á bakaleiðinni þegar ég fattaði að það var búið að færa veginn fyrir neðan skálann. Duh!

Taldi Vatnsdalshólana á korteri. þeir eru 42.

Kom við á dósinni og heilsaði uppá Afa.

Brenndi inn á Akureyri, þreif bílinn því erfitt var orðið að greina litinn sökum skíts. Fór á Gellunesti og tók tvist.

Tók memory lane á þetta þar sem ég var staddur í vöggu menntaskóla Akureyrensis.

Brunaði svo tilbaka í dag, fann Staðarskála, endurtaldi hólana, ennþá 42.

Málið, eins og þeir segja í sveitinni, dautt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband