11.2.2010 | 14:03
Er í lagi að Dobbúl Dippa?
horfði á þátt af mythbusters þar sem þeir prófuðu goðsögnina um dobbúl dippið.
Hún segir að eigi skuli maður dýfa einhverju(brauðstöng,nachos,doritos) í ídýfuna, éta af því og dýfa svo aftur í með hálfétinni flögu(brauðstöng).
Þetta var gert ódauðlegt í Seinfeld þar sem George var gripinn glóðvolgur við að dobbúl dippa. Þar var þessu líkt við að setja bara allan munninn í ídýfuna.
Adam Savage og Jaime prófuðu þetta vísindalega.
Niðurstaðan var sú að það skiptir akkurat engu máli.
Í fyrsta lagi þá voru ídýfurnar, beint úr pakkningunni, morandi í bakteríum til að byrja með.
Í öðru lagi, þegar þeir tóku á ofangreindum vanda og voru með bakteríulausa ídýfu, þá fluttust nánast engar bakteríur með nachos-inu í ídýfuna við að dobbúl dippa.
Þessi goðsögn var gjörsamlega busted.
Pétur og Sverrir hafa lengi verið miklir advókatar gegn dobbúl dippinu. Það var með það að leiðarljósi sem ég gerði í því við öll helstu tækifæri sem ég komst í að dobbúl dippa í ídýfuna þeirra. Helst svo þeir sæju til.
Kemur á daginn strákar mínir að siggi litli sörensen hafði rétt fyrir sér. Eins og svo oft áður með málefni sem rædd eru í bachelor paddinu hans Sverris.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nánast!!! Segir allt sem segja þarf, ég myndi ekki vilja dobbel dippa með öðrum en nánustu (fólk sem ég veit að hefur sæmilega munnhirðu), hefði ekki áhuga á að deila þó ekki sé nema nánast engum bakteríum úr túlla annara.
SiggaSiss (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 14:15
Þú segir nokkuð. Nánast er mikilvægt orð hér.
Við erum að tala um að ef þú ert t.d. með geisladisk þá væri kannski eitt rykkorn á honum sem samsvarar bakteríufjölda sem kæmi við dobbúl dipp.
Það skiptir svo ekki máli þar geisladiskurinn var núþegar þakinn bakteríum. Eða um 20% af yfirborði hans. Og þetta beint úr pakkningunni.
Þannig að þú sérð að glæpurinn að dobbúl dippa er eiginlega ekkert meira en goðsögn.
Og svo sannarlega ekki eins og Seinfeld segir, samsvarandi því að setja allan munninn í ídýfuna.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 11.2.2010 kl. 14:31
"Double dip" er viðbjóður sama hvað þessir "vísindamenn" segja. Þetta er villimannsleg hegðun sem ég vil ekki sjá hér á hinu siðmenntaða Íslandi. Kemur ekki á óvart að Sörensen litli fagni svona ófaglegum vinnubrögðum enda mikill pappakassi sjálfur.
-R
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 15:50
Ragnar minn. Ert þú ekki að tala um eitthvað annað dobbúl D!
Engan sorakjaft hérna á þetta saklausa blogg.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 11.2.2010 kl. 15:58
Er að tala um "double dip" í öllum skilningi Sörensen litli... Þú ert greinilega ekki lengur jafn lítill og í gamla daga en lítill samt.
-R
Ragnar (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.