Leita í fréttum mbl.is

Sundferðin

Við feðgarnir fórum í sund kl 11:30

Fórum í laugardalinn. Þar er fínt að vera. Fullt af dóti í lauginni fyrir Sebas. Það var bara svo fáránlega kalt að við erum núna í afþýðingu. Er rétt farinn að finna fyrir eistunum á mér aftur.

Það sem þetta er mikil gróðrarstía fyrir hor. Ég sá það bara á mínum að hann byrjaði skyndilega að framleiða hor í kassavís. Hefði getað farið í útrás ef árið hefði verið 2007. Bottle it and sell it.

Ég fór í stóru rennibrautina við mikin fögnuð Sebas, sem beið niðri í pössun Sigga, kærasta Sigrúnar systur. Hitti hann og Úlf í lauginni.

Svo sendi ég Sebas upp á bakkan til að fara í litlu rennibrautina. Hann var mjög spenntur fyrir þessu. Hann þaut upp á bakkan en svo sá ég skyndilega að hann hægði verulega á sér eftir tvö skref og stoppaði loks eftir um 10 skref. Leit til baka með skeifu og orðinn blár í framan af kulda. Hann gat varla labbað til baka sökum kulda, hann kjögraði eins og mörgæs. Seig niður í fangið á mér og ofan í heita laugina og ældi.

Ekkert smá sjokk fyrir þennan litla búk.

Sem sagt...hor og æla. Gaman að vera í sundi með okkur! Þetta var reyndar lítil æla og engin tók eftir þessu(sem gerir þetta allt í lagi :)

Svo þegar það var búið þá bara hélt hann áfram að sprikla sem óður væri. Fáránlega skemmtilegt hjá okkur. Fyrir utan þegar kork-krókódíllinn kom fljótandi í átt að okkur, þá varð minn hræddur. Við ýttum honum bara í sameiningu í burtu og tókum gleði okkar á ný.

Hann var ekki sáttur við að fara upp úr. Er strax byrjaður að plana næstu sundferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband