Leita í fréttum mbl.is

Hexia

Sebas vaknaði kl 8 í morgun. Ég er búinn að komast að því að pungurinn sefur bara í 11 klst sama á hvað dynur. Er að pæla að setja hann næst í bólið kl 23.

Við dunduðum okkur hér í tvo tíma og gömlu hjúin enn sofandi. Ég hlunkaðist svo aftur í rúmið kl 10 til að hvíla augun pínku og tók klassíska trixið á sebas.

,,Sebastian! farðu til afa og segðu honum að það sé kominn dagur, fljótur!"

Ég heyrði skilaboðin 10 sekúndum síðar öskruð af öllu afli (í eyrað á pabba frétti ég síðar).

Sebas kom svo aftur til mín skömmu síðar með skilaboð frá pabba. Þannig að ég sendi hann aftur tilbaka með enn önnur skilaboð.

Þannig gékk þetta í nokkra stund. Ég náði að kaupa mér heilar 30 mínútur uppí rúmi með smá trixum hér og þar. Láta hann finna brúna bílinn, hvísla einhverju að afa, segja eitthvað við pjakk og svo fram eftir götunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband