Leita í fréttum mbl.is

Smásjá=bíll=flugvél

Fórum í sund í morgun. Ég hafði ekki hugmynd um hvort drengurinn myndi fljóta eða ekki. Ég slakaði honum varlega oní vatnið og beið eftir viðbrögðum. Sem utanborðsmótor frussaðist hann áfram og algert vanmat mitt deginum ljósara.

Hann er nánast alsyndur miðað við aldur og fyrri störf. Ekkert smá gaman hjá honum. Hann lét sem óður væri og við skemmtum okkur konunglega.

note to self: Fara oftar í sund með ,,the merman" eins og hann er kallaður í lauginni.

Fórum svo á kentucky í mosó og hömruðum í okkur tjúlla. Hann saknaði þess að hafa ekki frænkur sínar þarna með sér því hann var pínu oggu of lítill til að klifra uppí rennibrautirnar. Áður höfðu þær hjálpað honum upp.

Það reddaðist því hann fékk leikfang.

Við settum það saman eftir þrautarinnar leiðum. Sátum sveittir og skrúfuðum þetta völundarhús, að er virtist, saman.

Svo tók það á sig mynd. Þetta var smásjá. Frekar óspennandi fyrir tæplega þriggja ára pung. Hann leit á það og hafði ekki hugmynd um hvað þetta drasl væri og hvað væri svona skemmtilegt við það.

Hann tók þá bara executive ákvörðun á staðnum og sagði:

,,papá, þetta er bíll!"

Ég samþykkti það bara og þá sá hann eitthvað gagn í þessu dóti. Þar sem þetta umbreyttist í bíl á svipstundu þá fór það beint í notkun og varð brátt líka að flugvél.

Þessir krakkar þurfa svo lítið í hendurnar. Dash af drasli og rest er bara ímyndunarafl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband