Leita í fréttum mbl.is

Klósettferð dauðans

Fór í mál og menningu í gærkveldi að skoða bækur. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað....

Þar sem ég var staddur fyrir framan óvenju áhugaverðar bækur þá varð mér mál að, fyrir skort á betra orði, gefa til baka til samfélagsins, funda með gústavi, tvista til að gleyma eða hvað sem þið viljið kalla þetta. Held að það sé engin falleg leið til að segja frá þessu. Kúka.

Annað hvort að fara bara heim og klára málið eða tékka á hvort klósett væri til staðar í þessari annars ágætu búð.

Þar sem það voru óvenju skemmtilegar bækur þarna upp í hillu, loksins eftir allar þessar mundane jólauppstillingar, þá ákvað ég að kanna síðari kostinn því ég vildi vera þarna lengur og jafnvel fjárfesta í einni bók.

...Ég vildi vera lengur og borgaði dýru verði fyrir þá ákvörðun.

Ég fór til stelpunnar í afgreiðslunni og spurðist fyrir í veikri von hvort ekki væri klósett hérna á staðnum.

Viti menn, hún sagði ,,jú". Mér til mikillar furðu. Mér brá nánast við að heyra þetta jákvæða svar. Kom mér í opna skjöldu aftan frá.

Þetta var á efstu hæð og hún sagði mér að fara beint af augum og beygja svo inn til vinstri. ,,En" stamaði ég, ,,það eru bara bækur þarna".

,,Nei, nei, þú ferð inn á milli bókaskápana".

Ég leit hægt á hana og pírði í augu hennar. Ég var að reyna átta mig á því hvort hún væri annað hvort að grilla í mér eða þá svo innlifuð inn í töfraheim Harry Potters að hún vildi actually að ég treysti henni og færi á fullri ferð inn í vegginn eins og Harry á lestarstöðinni í mynd 1. Inn í aðra vídd!

Ég komst ekki að neinni niðurstöðu með það en sá að hún hélt andlitinu og mómentið var löngu búið. Það var annað hvort að kaupa eitthvað af henni eða drulla sér af stað.

Ég þakkaði pent fyrir mig og labbaði í átt að bókahillunum sem þarna stóðu. Í veikri von um að það væri í raun klósett þarna inn á milli bókana. Ég mjakaðist nær og nær.

Viti menn! Þarna var hurð!

Ég hef verið þarna inni í þessari búð sirka í fjögur ár samfleytt ef við tökum samanlagða veru og leggjum hana saman. Er alltaf þarna. En aldrei hafði ég tekið eftir þessari leynihurð.

Þarna fyrir innan átti að leynast klósett. Ég tók í handfangið og sveiflaði því hægt niður. LÆST!

Ég snéri lásnum og læddist smeykur inn í þessa vídd sem mér var áður ókunn.

Inn í þessari vídd var klósett fyrir fatlaða meira að segja. Þvílíkur lúxus.

Ég stóð sem sagt inni á einhverjum gangi, fjarri öllum hávaða úr búðinni og einn með hugsunum mínum. Innan þessarar hurðar hafði ég um aðrar sirka 4 hurðir að velja, allar merktar svo ekki var um að villast. Þetta voru klósett.

Ég valdi af handahófi hurðina sem var mér á hægri hönd. Fór inn um þessar dyr númer tvö(önnur vídd kannski þar bakvið).

Ekki svo. Bara venjulegt klósett. Eða svo virtist vera.

Ég reif mig úr buxunum og tók upp setuna. Goddem neðri setan var brotin! Djöfull var ég svekktur. En nennti ekki fyrir mitt litla líf að klæða mig aftur í og velja annað klósett.

Þar sem ég sat þarna með hálfnað verk á brotinni setunni sem hætti ekki að klípa skinnið og þessi örfáu hár á mínum annars hárlausu fótum, áttaði ég mig á því að fyrri hurðin sem ég fór í gegnum hafði verið læst. En ég hafði opnað hana með því að snúa lásnum utan frá og kom mér þannig inn! Þá gat ekki verið lás líka HÉRNA megin hurðarinnar!

Svitinn byrjaði að perlast niður ennið og yfir mig kom líka þessi gríðarlega vanlíðan. Svipað og þegar maður er staddur í bíó og í byrjun kemur þetta volduga THX stef sem gnýstir bassann inn að beini. Það stef vekur reyndar upp vellíðandi gæsahúð. Ekki þó í þetta sinn. Í raun svipað effect nema í neikvæðri merkingu. Og í þokkabót runnu á mig þessar tvær grímur sem svo frægar eru fyrir að renna á fólk í erfiðum aðstæðum.

ÉG HLAUT AÐ VERA LÆSTUR INNI!!!

* Áður en félagar mínir sem lesa þetta blogg ásaka mig um ýkjur, þá get ég fullvissað þá um að þetta er dagsatt. Oft ýki ég en ekki núna. Þið getið meira að segja farið þarna inn í mál og menningu á laugavegi 18 og tékkað á því hvort þið sjáið ekki þessa hurð á efstu hæð, inn á milli bókahillana.

Þarna var ég sem sagt staddur, í miðjum klíðum, sveittur, útklipinn af setunni, leið ílla og nýbúinn að fatta að ég var læstur inni á einhverjum leyni gangi inn í bókabúð. Ég var ekki einu sinni viss um að þessi leyni hurð væri ennþá þarna í búðinni, hún gat alveg eins hafa gufað upp um leið og ég fór þar inn. Eitthvað Harry Potter vúdú dæmi.

Framhald af þessari sögu fæst aðeins með því að senda mér póst með sönnun fyrir því að þú hafir hlaupið 5 hringi í kringum BSÍ á meðan farið var með "Oops I did it again" með Britney Spears, aftur á bak.

Framhaldið er ÞAÐ gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband