Leita í fréttum mbl.is

Dedos

Ég veit hvernig hægt er að laga allt það sem mis fer á Spáni. Get lagað óskilvirknina, rauða teipið á öllum skrifstofunum, siestuna, af hverju fólk talar bara hærra þegar maður skilur það ekki, heilsugæsluna og vesenið með þessa leikskóla.

Allt þetta get ég lagað á einu augabragði.

Jú sjáðu.....spánverjar gera engan greinarmun á tám og fingrum.

Tær og fingur heita bæði ,,dedos" á spænsku.

Hvernig er hægt að fara í gegnum lífið án þess að geta greint þarna á milli.

Dæmi: ,,mér er svo íllt í tánum". ,,Ha! er þér íllt í puttunum?". ,,Nei, ég sagði tánum!". ,,Ha! puttunum?".....etc...etc....

Þið sjáið hvernig þetta gæti skapað ringulreið og vesen.

Laga þetta og málið dautt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband