Leita í fréttum mbl.is

WW3

Þriðja heimsstyrjöldin byrjaði í síðustu viku. Eða svo virðist allavega vera því það er nánast stríðsástand í lundinum hjá ma&pa.

Þau eiga kött að nafni Pjakkur. Hann er með sína eigin lúgu þar sem hann fer út og inn eins og honum sýnist.

Núna hefur einhver feitur köttur vanið leið sína þar inn einnig og lagt allt heimilislíf í rúst.

Pjakkur er hræddur við hann og feiti stelur matnum hans í þokkabót.

Pabbi hannaði fallhlera til að króa feita köttinn inní þvottahúsi.

Hann er búinn að leiða spotta alla leið úr þvottahúsinu inn í svefnherbergið og heldur í hann þegar hann sefur.

Planið er að vakna við lætin í feita kettinum og kippa í spottann, þá lokast hlerinn og þar með kötturinn inni.

Ná svo í feita og skamma hann duglega í þeirri von um að hann komi ekki aftur.

Gangi öllum aðilum vel segi ég nú bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband