Leita í fréttum mbl.is

The regulars

Við Sebas erum orðnir svo miklir regulars í kringlunni að þegar við göngum inn um dyrnar öskra allir NORM!!!

Við hlupum um alla kringluna sem óðir værum. Þegar við tökum entrance á the bagel (eins og kringlan er kölluð in da húd) þá eru sem allir þarna inni fari úr fókus og aðeins við tveir erum til.

Ég leyfði Sebas að velja eina bók fyrir mig til að kaupa. Hann valdi Hitchhikers guide to the galaxy! Djöfull er hann skýr. Það er uppáhaldsbókin mín. Hann hefur skynjað það. Eða kannski átti ullandi broskallinn á forsíðunni einhvern þátt í ákvörðun hans. Hann var fyndinn að sögn.

Það var heppilegt að hann skildi velja þessa bók því mitt upprunalega eintak er á Spáni. Þetta var líka paperback version en ég á hardcoverið úti. Fínt að eiga bæði. Get ekki beðið lengur það er nefnilega kominn tími á sjöttu umferð í gegnum þessar 815 blaðsíður sem eru 5 skáldsögur eftir Douglas Adams.

Sebas hefur erft smekkinn minn. Sá er mjög einfaldur. Við viljum aðeins Sævar Karl!.........nei....bíddu......hvernig var þetta aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband