18.1.2010 | 13:49
Endurskoðun forgjafar
Núna fer fram endurskoðun á forgjöf allra kylfinga á landinu. Þetta er árlegt fyrirbæri. Reglurnar eru hér að neðan.
Mitt meðaltal af helming betri hringja hjá mér er 36.41667. Eðlilegt væri að meðaltalið væri 33 punktar. Og þar sem ég er 3.41667 yfir það, ætti forgjöfin að lækka.
Reikna nú samt ekki með því. Þar sem oftast er lítil nenna hjá klúbbum að actually framkvæma eitthvað af viti og á réttum tíma.
reglurnar:
Ástæða til lækkunar á forgjöf:
Meðalpunktafjöldi úr betri helming skráðra skora á tímabilinu er hærri en þrír punktar yfir gráa svæði leikmanns
Eftirfarandi er tafla sýnir hvaða skor (Stableford punkta) kylfingur í viðkomandi forgjafarflokki má að meðaltali vænta þegar hann leikur 18 holur:
0 til 2,4 . . . . . . . . . . . 34 Punktar
2,5 til 5,4 . . . . . . . . . 33 Punktar
5,5 til 9,4 . . . . . . . . . 32 Punktar
9,5 til 13,4 . . . . . . . . 31 Punktar
13,5 til 18,4 . . . . . . . 30 Punktar
18,5 til 26,4 . . . . . . . 29 Punktar
26,5 til 36,0 . . . . . . . 28 Punktar
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú þarft að vera með yfir 36,4 til þess að fá lækkun. Ég er í svipaðri stöðu, meðaltal betri hringja hjá mér var 36,3. Helvítis fokk.
Binni Bjarka (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 14:42
en......skv þessum leiðbeiningum þá ættum við að lækka!
ert þú kannski að meina að við yrðum að vera þá með 4 punkta?
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 18.1.2010 kl. 15:08
36,4 er námundað niður, 36,5 er námundað upp. Þannig að já, við þurfum fjóra punkta.
Binni Bjarka (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 15:23
Á maður semsagt að taka alla hringina sína fyrst og finna meðaltalið,
Svo finna meðaltalið af helmingnum (bara velja bestu skorin)?
Gerði þetta hjá mér og þetta er niðurstaðan:
Meðalpunktar allir hringir: 34.85
Meðalpunktar bestu hringir (helmingurinn): 36.93
Ertu að segja að ég eigi að lækka fyrir þetta? :)
Ace (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 09:46
Bíddu....kemur þér það á óvart!!!
Þú ert svo vangefið góður!!!!!!!!!!
Ættir eiginlega að lækka í allavega -4
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 19.1.2010 kl. 09:52
Hvað á maður að lækka mikið þá??
Ace (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 09:55
nei bíddu, þú þarf 34 punkta(fgj 0-2,4) og svo meðaltal uppá 34+3=37 til að lækka.
þú stendur í stað skv þessum leiðbeiningum.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 19.1.2010 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.