Leita í fréttum mbl.is

Gærkvöldið

Kíkti út með strákunum í keilu og drykk. Það er ávallt góð skemmtun að hitta Pétur og Bjarna Bjarna (betur þekktur sem gull gulls).

Við erum æskuvinir og sögur fljúga hægri og vinstri sem enginn væri morgundagurinn. Alltaf gaman að rifja upp þá gömlu góðu.

Við byrjuðum sem sagt í keilu þar sem Pétur var ótrúlega sterkur. Við tókum 3 leiki og hann vann fyrstu tvo sannfærandi en svo vann ég þann þriðja (ásamt pétri, jafntefli). Bjarni tapaði öllum viðureignunum.

Svo fórum við á rúntinn og strákarnir byrjuðu að rökræða um hvert ætti að fara. Það er alltaf hitamál hjá þeim. Þar sem ég var bara að keyra þá gat mér ekki staðið meira á sama. Bjarni hafði lokaorðið og believe it or not þá vildi hann fara á Sólon. Eða skink-on eins og það er kallað.

Við vorum þarna inni ásamt skinkum og nokkrum hnökkum. Það sem kórónaði þetta svo var þegar ein skinkan tók upp eitthvað krem og bar á sig. Heyrðu!, ég lýg þessu ekki, ég SVER það, þetta var brúnkukrem! Ekkert djók hér á ferð. Ég hélt ég yrði ekki eldri. Oft ýki ég en þetta er dagsatt.

Pétur var í þröngri skyrtu og í hvert sinn sem hann brosti þá sprungu tölurnar nánast af skyrtunni. Hann er með svo massívan kassa. Hann gékk undir viðurnefninu ,,Bulky" þetta kvöldið.

Bjarni lenti í orðaskaki við einhvern huge gæja á klóstinu (sem var btw grenjandi) því Bjarni er svo mikill fæter.

Pétur þurfti svo skömmu síðar á klóstið en pældi svo í því hvort hann þyrði á klóstið útaf þessum gæja. Ég reyndi eitthvað að hjálpa honum og telja í hann kjark með því að viðurnefna hann ,,Bulky McFearless". Það virkaði ágætlega um stund. Hann stóð upp, tók tvö skref í átt að klóstinu en snéri sér svo við í átt til okkar aftur og sagði eftirfarandi instant klassísku setningu:

,,Ég er kannski Bulky McFearless, en ég er samt með lítið hjarta".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband