14.1.2010 | 15:38
Hero
Ég get ekki mælt með því að hlaupa upp í móti, á móti vindi OG í friggin HÁLKU!
Ég byrjaði með bros á vör. Og hló reyndar smá upphátt þegar Hero kom í mp3 spilarann minn með Foo Fighters. Akkurat byrjunin sem ég þurfti.
,,það var rétt sem þeir sögðu, það er svo fallegt veður og enginn vindur. ahhhhhh þetta er fallegur dagur(eins og bubbi söng)." hugsaði ég með mér fyrstu hundruði metrana.
Svo byrjaði smá uppí móti í hálku. Okey. Smá töff. Ekkert mál, er með Hero í eyrunum.
Var kominn sirka helming leiðarinnar þegar ég áttaði mig á því.
,,Ég er sem lengst frá húsinu, meirihluti leiðarinnar sem eftir er er upp í móti í hálku OG SVO ER FRIGGIN MÓTVINDUR", hugsaði ég þar sem svitinn rann niður rassaskoruna.
Gerði nefnilega crucial mistök. Ég áttaði mig ekki á vindinum og hélt að það væri logn. Nei, nei, þá var ég bara að hlaupa MEÐ vindinum.
Ég komst þó á leiðarenda, henti mér niður og gerði 20 löturhægar armbeygjur alveg niður í gólf með bringu.
Note to self: Alltaf að byrja á móti vindi. Og ef þú ert of heimskur til að átta þig á að það sé actually vindur úti, haltu þig þá bara inni.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú breggst ekki haha!
Tinna, 14.1.2010 kl. 16:09
I aim to please.
Tók langa sturtu á þetta. Langt síðan ég hef verið eins þreyttur eftir workout. Friggin hálkan mar, hún tekur á.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 14.1.2010 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.