Leita í fréttum mbl.is

Sagan af mér og mohammed á bensínstöðinni

Ég tók bensín á bílinn sem er ekki frásögu færandi nema hvað að maðurinn inn á stöð var svo með'etta.

Gæjinn af erlendu bergi brotinn, um fertugt og kannski frá marokkó eða einhverju öðru mára landi. Honum stökk ekki bros alla afgreiðsluna og augun hans lýstu sorg og vonbrigðum með hvernig lífið hafði farið með hann hingað til.

Hann talaði bjagaða íslensku en ég kross á milli íslensku og friðrik þór friðriks-ísku.

Eftirfarandi er samtal okkar:

Ég: Góðan dagin
Gæjinn:.........
Ég: Borga dælu 10
Gæjinn: Var það eitthvað fleira VINUR!
Ég: Nei! (sagði ég, enn skjálfandi yfir því að hann hafi kallað mig vinur)
Gæjinn: Þá eru það 8700 krónur

Ég rétti honum kortið, hann tekur það og svæpar í gegn. Réttir mér það ekki heldur hefur það hjá sér.

Gæjinn: Kvitta hér

Ég kvitta og horfi svo á gæjan og bíð eftir frekari leiðbeiningum um hvort ég megi yfirgefa stöðina og kannski með kortið þá með mér.

Í einni svipan tekur hann eitthvað framandi múv og rennir kortinu eftir endilöngu borðinu í átt að sér, pikkar það loks upp og réttir mér með neutral sad-svip dauðans.

Ég:Takk fyrir
Gæjinn: Takk fyrir og vertu velkominn aftur. Eigðu góða ferð og njóttu dagsins í dag!
Ég: uuuuuuujá! takk..........uuuuu sömuleiðis.....hehe.....

á þessum tímapunkti var aðeins eitt eftir að gerast. Það var minn uppáhalds þáttur í þessari tragedíu dagsins. AÐ FARA. Í nokkrar sekúndur tókst mér samt að gera allt annað en akkurat það.

Hefði ég verið lag á þessum tímapunkti, væri ég andstæðan við ,,ertu þá farinn?"

Hefði ég verið drykkur, sæti ég þéttingsfast í lófa James Bond. Shaken, not stirred.

Shaken indeed.

Varla þurfa starfsmenn stöðvarinnar að segja þetta við alla! En samt, ekki séns í helvíti að hann sjálfur hafi actually viljað segja þetta óneyddur.

En allavega, gæjinn sýndi lítil sem engin svipbrigði. Var hann bara svona svalur eða svona drepleiðinlegur?

Það sem er samt á hreinu er að ef hann á sér eitthvað uppáhalds lag í þessum harða heimi þá hlýtur það að vera Pokerface með Lady GaGa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband