11.1.2010 | 10:38
Bemrúda
Fór í smáralindina í gær með Sebas til að hitta stórvin minn Egil Arnars.
Ég hafði ekki séð hann síðan 2004 eða eitthvað álíka. Hann er sami gamli Egill nema bara pínu hávaxnari, ég sver það.
Það var gott að sjá hann og gaman að spjalla. Áttum mikið eftir að tómatsósast(catch up). Bada bing.
Sebas lék sér á meðan í tækjunum og hélt sér uppteknum. Svo fórum við í hagkaup nánar tiltekið, dóta sectionið. The Shitmúda ring. En Sebas var með bleyju þannig að mér var alveg sama.
Við vorum búnir að vera þar í dágóðan tíma að spjalla þegar ég sé í skottið á Sebas, hlaupandi á harðaspretti í átt að útgönguhliðinu. Hann var kominn sirka hálfa leið eða svo og ég sá glitta í eitthvað blátt og glansandi í annari hendinni hans.
Ég tók á sprett og náði honum rétt fyrir framan útgönguna. Honum fannst þetta ógeðslega gaman og var skellihlæjandi þegar ég tók hann upp og henti upp í loftið.
Kom á daginn að hann var með einhverja Latabæjar lyklakippu og ætlaði bara að láta sig hverfa í reyk og láta gamla um að borga hlutinn og róa gæjana í öryggisgæslunni.
Ég ætlaði þá bara að kaupa þetta handa honum þar til ég sá verðmiðann. Lítil Latabæjar lyklakippa kostar 890kr í hagkaup. Sæll. Ekki séns að ég blæði slíku í svona crap. Ég lét þetta þá bara hverfa þannig að Sebas tók ekki eftir neinu.
Ég er að segja ykkur það.....þegar Sebas dettur inn í þennan Bermúda hring í hagkaup, þá koma ótrúlegustu hlutir fyrir.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.