Leita í fréttum mbl.is

svefn og heilsa indeed

Ekki falleg nótt að baki. Svefnsófinn í lundinum er ekki gerður fyrir fólk stærra en 1.50cm því hann bognar niður á við og slíkt. Þannig svaf Sebas þar og ég á gólfinu á tveim næfuþunnum dýnum.

Ég skreið uppí til Sebas um kl 3 því hann lét þennan sófa líta svo girnilega út svona fallega sofandi. Mér snérist fljótt hugur og fór niðrá gólf útaf 300% aukningu á verkjum í baki.

Svo vaknaði Sebas um kl 6 og sagðist vilja lúlla hjá pappa sínum og var byrjaður að skríða niðrá gólf. Ég náði að stoppa hann og skreið þess í stað aftur upp í til hans. Það leið ekki á löngu þar til ég skreið aftur niðrá gólf á þessar næfuþunnu dýnur sem ég hafði á þessum tímapunkti hulið með æfingardýnunni hennar mömmu. Hún gerir kviðæfingar og armbeygjur á henni. GREIT.

Svo vaknaði hann aftur um kl 9 og þá skreið ég aftur upp í til hans í von um að geta framlengt svefninum aðeins lengur. Snar hætti við það þar sem bakið þoldi ekki meira. Svo var hann orðinn svo hress og samkjaftaði ekki þannig að þetta var búið spil.

Við fórum því á lappir, einn ónýtur í bakinu, stirður og lúinn og annar eiturhress, útursofinn og til í tuskið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband