Leita í fréttum mbl.is

Draumur í dós

Fyrst dreymdi mig að ég væri út á djamminu með Pétri og einhverjum. Við reittum einhverja gæja til reiði og þeir voru alltaf að reyna að slást við okkur. Ég var sem sagt hálfa nóttina að berja einhverja gæja í andlitið eins og tuskubrúður.

Það var auðvelt að berja þá og ég man ekki eftir að hafa fengið högg í andlitið á móti. Bara bögg að standa í þessu allt helvítis kvöldið.

Svo dreymdi mig að ég varð heimsmeistari liða í golfi. Við spiluðum við Japani í úrslitaviðureigninni en samt ekki í golfi, heldur í knattspyrnu!

Ég man að þar sem Biggi L var bestur okkar þá var hann settur út á vinstri kant! Við skoruðum fyrst, svo skoraði einhver í vörninni hjá okkur sjálfsmark (kom aldrei fram hver það var). Svo skoruðum við sigurmarkið í seinni hálfleik og leikurinn endaði 2-1 fyrir okkur.

WHAT DOES IT ALL MEAN!

Náið í draumráðningarbækurnar ykkar og ráðið þetta por favor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

draumur.is mun segja það sama og ég um þetta... Þú ert pappakassi.

Ragnar (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 13:37

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

ef þú heldur þig ekki á mottunni þá pappakassa ég ÞIG í öxlina við næsta tækifæri.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 8.1.2010 kl. 13:43

3 identicon

Fyrri draumur

Draumurinn gefur til kynna að þú munt ganga í gegnum breytingar á næstunni. Breytingarnar verða ekki sérstaklega erfiðar en þeim fylgir eitthvað áreiti engu að síður. Breytingarnar munu gera þig að sterkari einstaklingi.

Seinni draumur

Það er ljóst að þessi draumur gefur greinilega í skyn að þú ert samkynhneigður, sbr þú spilaðir með vitlausu liði! Við þetta má bæta að þú ert ástfanginn af Bigga L.

Ég vil að lokum benda þér á að á draumar.is getur þú haldið úti draumadagbók og flett upp draumahugtökum til að ráða drauma þína.

Dreymi þig vel.

Kær kveðja,

Rögnvald Harald

Rögnvald Harald (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 01:35

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

nau nau nau, þvílíkur heiður! Rögnvald Harald! Ég hef lesið allar bækurnar þínar. Bestar fundust mér bækurnar um ,,svaðilfarir Estebans Oliviero á suðurskautslandinu". Svo framhaldið af þeirri bók ,,Esteban Oliviero strikes back: with a vengance."

Allavega

ég gúddera fyrri ráðninguna en sú seinni er eitthvað á skjön. Ég er soldið áttavilltur. Ég er klárlega ástfanginn af ,,the Big L" eins og ég kalla hann undir rós en átti ég þá ekki að spila fyrir Japani?

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 9.1.2010 kl. 11:02

5 identicon

Ég þakka hlý orð í minn garð og það gleður mig að þér hafi líkað bækurnar um Esteban Oliviero.

Það er ekki fyrir hvern sem er að ráða drauma þar sem skilaboð draumanna eru oft dulin. Í seinni draumi þínum spilar þú fyrir knattspyrnulið en þitt sport er golf. Þú spilaðir því fyrir knattspyrnuliðið þegar þú áttir að spila fyrir golfliðið. Með öðrum orðum spilaðir þú fyrir vitlaust lið eða í vitlausu sporti eftir því hvernig það er túlkað. Skilaboðin eru óvissa með liðið þitt sbr óvissa með kynhneigð. Auðvitað er möguleiki á að ég sé að ekki að ráða skilaboð draumsins rétt en ég er engu að síður fagmaður fram í fingurgóma og hef góða tilfinningu fyrir þessari draumráðningu. Tek samt fram að í draumráðningum er ætíð einhver óvissa með skilaboð drauma.

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur að þessari samkynhneigð. Ef þér líst ekki á hana eru stofnanir og einstaklingar sem hjálpa fólki við að fá lækningu gegn henni. Ég tek fram að margir af mínu bestu vinum eru samkynhneigðir og gera meðal annars ofsalega góðan mat.

Dreymi þig vel.

Góðar stundir,

Rögnvald Harald

Rögnvald Harald (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 12:02

6 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Í einhverjum af þessum fréttamiðlum, hvort það var bloomberg,cnn eða N4 á Akureyri, sá ég að þú sérð enn um að afhomma fólk þrátt fyrir atvikið þarna um árið. Er það rétt?

Ef svo er, gætiru átt lausan tíma fyrir mig seint í janúar?

Ég hef nefnilega heyrt að það sé bölvað vesen að vera hinsegin. Alltaf að fara í skrúðgöngur og slíkt. Og ég sem er hræddur við fólk sem labbar í takt, svokölluð taktuslabbasófóbía.

ps. Þá gæti ég líka komið með bækurnar og fengið þær loksins áritaðar.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 9.1.2010 kl. 12:34

7 identicon

Já ég tek enn að mér afhommunarverkefni þrátt fyrir að hafa minnkað við mig á því sviði. Þú getur fengið tíma í lok janúar og þér er velkomið að mæta með bækurnar. Ég get líka farið yfir draumaráðningafræðin með þér.

Dreymi þig vel.

Hafðu það frábært,

Rögnvald Harald

Rögnvald Harald (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband