5.1.2010 | 12:47
Klisjur gerðar þar sem sólin sest
Mikið er maður kominn með leið á klisjum. Það mætti halda að fólk lifi bara í hollywood frösum og kvóti uppúr myndum meira en helming ævi sinnar.
Það sem ég meina með því er að við rökræður er svo algengt að fólk segi bara eitthvað sem það hefur heyrt og geri það að eigin skoðun. Lítil hugsun er oft að baki önnur en sú að þessi skoðun virðist vekja annað hvort (eða bæði) hrifningu annara eða almennt samþykki meirihlutans.
Svo er líka stundum einstaka fólk sem actually skoðar báðar hliðar málsins, vegur og metur hlutlaust án fordóma, hugsar aðeins meira um þetta og tekur svo sjálfur sína eigin afstöðu og kynnir hana eftir eigin orðalagi.
Oft skapast samt svona múgæsingur eins og t.d. núna í kringum þetta icesave mál. Og þá er ég bæði að tala um fólkið sem er með og á móti samningnum.
Núna eftir synjun Ragnars er allt vaðandi í klisjum hægri og vinstri. Þeir sem eru ósammála Ragnari grípa í gömlu tugguna um að þeir hafi kosið menn á þing og treysti þeim fyrir að taka ákvörðun. Geisp
Nei mér datt þetta bara í hug. Ég er fyrstur manna til að viðurkenna að ég er stundum þannig. Oft yfirlýsingaglaður og slíkt. Samt tel ég mig vera ofar en flestir í að geta vegið og metið hlutlaust flest málefni. Hvort sem ég get komið viturlega orðum að því er svo önnur saga. Oft er þá bara gott að kvóta í hollywood klisjurnar.
Skilgreining á Hollywood klisju er hvert það orðalag eða skoðun sem tekin er orðrétt frá öðrum en þeim sem segir frá, hvort sem hún kemur úr bíómynd eða úr þjóðfélaginu eins og það leggur sig. Að halda einhverju fram án þess að hafa vegið og metið hlutlaust án fordóma og kvóta svo bara eitthvað sem þú heyrðir einhversstaðar. Basic.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef ekki lesið mikið um þetta en finnst þetta snúast of mikið um Ragnar, ekki hvað hann var að gera.
Er þetta mál þess virði að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Fáum allavega núna að sjá kostina í stöðunni og samþykkjum þessi lög ef ekkert annað er í boði.
BL Pete
Pétur (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:53
Þetta er bara pappakassablogg hjá þér drengur.
Ragnar (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:24
Við Pete the meat segi ég......indeed.
Við Zordiac segi ég.....haltu þig á mottunni.
Við alla aðra segi ég.....sleikið hamstur.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 6.1.2010 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.