Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Staðfesting

Gaman að heyra hvað Billy hefur að segja um lífið

Athyglisvert að við tónum frekar vel saman

Á ýmsum sviðum

Í þessu viðtali http://vimeo.com/44390873 þá kemur fram að uppáhaldslagið mitt af nýju plötunni er nokkuð áhugavert

Howard Stern velur þetta lag til að spila og þeir byrja að spjalla um það á mín 58:50

Lagið heitir Violet Rays

Hlustið hvað hann segir á mín 59:36

just sayin.........

Það er engin tilviljun að ég fíla tónlistina frá þessum manni. Við erum frekar svipaðir í þankagangi tónlistarlega séð.

Elska að heyra svona inside scoop

Elska líka hversu Howard Stern er einlægur í aðdáun sinni á Billy

Þetta er í raun viðtal sem ég sé sjálfan mig vilja framkvæma. Spurja um allskonar hluti. Myndi spurja kannski meira út í tónlistina og hver þessu June væri.

oooooooog svo bónus á mín 1:04:18

oh men, djöfull var ég ánægður að heyra þetta. Bara nákvæmlega útaf þessu sem ég fíla þá ekki lengur. Svo ánægður

1:06:30........svo satt

anyhú

Besta viðtal sem ég hef heyrt síðan.............gaurinn í sjónvarpinu þarna sem komst lífs af eftir að báturinn sökk


mæli með þessu viðtali

http://vimeo.com/44390873

Næsta gigg

Casio Fatso heldur næsta gigg þann 4.júlí á Þýska Barnum

Fyrst á svið eru eftirfarandi:

Ásgeir Trausti
https://www.facebook.com/asgeirtrausti
Tinna Rós
https://www.facebook.com/rostinna
John Singh McAnger
https://www.facebook.com/john.mcanger

Þau taka accoustic sett um kl 21:30

Ásgeir þessi á eitt mest strímaðasta lagið á gogoyoko um þessar mundir. Svaka hæp.

Svo kemur hljómsveit sem heitir Ásjón
https://www.facebook.com/asjonice

Þau stíga á svið um kl 22:20

Casio Fatso lokar svo kvöldinu um kl 23 með rokki og róli

Þýski barinn er neðri hæðin á Gamla Gauknum fyrir þá sem ekki vita

Þetta er miðvikudagskvöld og þú hefur ekkert betra að gera!

B dere r b skvere


Duff ,,The king of Beers" McKagan

Er að lesa ævisögu Duff Mckagan bassaleikara Guns N Roses, Velvet Revolver, Ten minute Warning og Loaded.

Held eiginlega bara að hann sé minn uppáhalds gaur úr GNR

Elska að lesa um þessa gaura. Búinn með Slash, Steven Adler og tvær bækur um Axl. Á bara eftir að lesa um Izzy, sem náttúrulega gerist aldrei þar sem hann er intróvert og of cool fyrir skóla.

Duff var frægur fyrir að drekka eins og moðerfokker. Mikinn bjór. Á einu gigginu kynnti Axl hann til sögunar sem Duff ,,the king of beers" McKagan. Það var sýnt frá þessu í einhverjum þætti á MTV minnir mig. Skömmu síðar fær Duff hringingu frá einhverju artsí fartsí liði sem var að starta teiknimyndaverkefni. Þau báðu um leyfi frá honum að kalla bjórinn í teiknimyndinni ,,Duff" eftir honum. Hann bara ,,je whatever, einhver teiknimynd, ekkert mál". Turns out að þetta voru gaurarnir úr The Simpsons.

Allavega, frábært að fá að heyra sögu GNR frá þessu sjónarhorni. Allt annað og miklu skynsamlegri vínkill en frá hinum vitleysingunum.


english muff

Mikið finnst mér enska landsliðið vera hálf slappt eitthvað

Gone are the days of Beckham og félagar

Núna er þetta bara lame ass Paker, Milner og félagar

Jú, að vísu er Gerrard, Johnson og Carroll þarna en men...það er ekki eins og þeir hafi átt neitt draumatímabil

Ég spái tapi í næsta leik


in seattle

ó men....af hverju geta börn ekki bara sofið á nóttinni!!!!!!!!!!!!

umferð

Komst að því að það tekur bara 20 mín að keyra til Keflavíkur. Það er, að keyra sjálfa Reykjanesbrautina. En svo tók aðrar 10 mín að keyra frá Sprengisandi á R.brautina....What gives!

Djöfull taka þessar beygjur og ljós hérna í bænum langan tíma

Ég ætla að biðja alla ökumenn vinsamlega um að drífa sig næst þegar þeir sjá mig í baksýnisspeglinum. Eða þá bara að víkja.

Takk


and so it begins

Sebastian tók þátt í sínu fyrsta fótboltamóti í dag

Breiðablik á móti Keflavík

Hann er búinn að vera spenntur fyrir þessu í nokkra daga

Það var yfirlýst markmið að sóla gaura og skora mörg mörk

Sem hann og gerði!

Stóð sig eins og hetja. Átti m.a. mark mótsins (að mínu mati). Fékk boltann við marklínu síns liðs og sólaði sirka 6 keflvíkinga upp allan völlinn og þrusaði í markið. Ekkert lítið fagnað af mér.

Þeir unnu alla leikina nema þann síðasta. En það var pólitík í spilinu. Þeir voru þrír langbestir á vellinum. Sebastian og tveir aðrir. Þar sem þetta voru nú bara litlir krakkar þá setti dómarinn einn gaurinn í mark, og bað hina um að reyna ekkert allt of mikið á sig. Svona rétt til að leyfa greyið Keflvíkingunum að hafa pínu gaman af.

Je whatever.....við fögnuðum mörkunum frá þeim, enda allt gert í góðu tómi.

Sebastian var gjörsamlega í skýjunum með þetta allt saman

Góð byrjun á farsælum fótboltaferli?


Vil óska Sir Paul til hamingju með afmælið

Uppáhalds dæmið mitt með honum(samið af honum) 


rip off

jæja......hver er alltaf að stela hugmyndunum mínum?

Það var fyrir einhverjum tíma sem ég kom með færslu um þetta nkl sama nema bara í gegnum youtube. Byrja á einhverju vídjói og þurfa að klikka sig áfram þangað til maður endar á fyrirfram ákveðnu myndbandi notandi myndböndin til hliðar.

Óh well.....svo lengi sem pöpullinn skemmtir sér 

 

Það mætti segja að ég sé the godfather af wiki wars 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband