Færsluflokkur: Bloggar
21.1.2009 | 16:18
Ricky Gervais
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 07:28
Songsmith
Ég fann skemmtilegt forrit á netinu frá Windows. Maður syngur einhverja laglínu sem manni dettur í hug og forritið reiknar út og kemur með undirspil við hæfi eftir á.
Allskonar möguleikar eru fyrir hendi og einkar skemmtilegt að fikta áfram. Gæti heldur ekki verið auðveldara. Meira að segja María er búin að gera tvö lög.
Forritið heitir Songsmith.
Ég sönglaði í húmi nætur inn nokkrar línur og út kom skemmtilegt undirspil. Svo breytti ég því og fínstillti og fékk einhverjar 5 mismunandi útgáfur af sama laginu/raulinu.
Elton John útgáfuna/R&B útgáfuna/blágrasa hillbillí útgáfuna/Stórbanda útgáfuna og ballöðu útgáfuna.
Ég setti blágrasa útgáfuna hér í tónspilarann á hægri hönd, og lét fylgja með smá bónus fyrir lengra komna.
Sebastian gerði nefnilega Teknó pönk útgáfu af bíb bíb á nebbann laginu. Ekki missa af þeirri útgáfu.
Lagið heitir Þegar ég var lítill strákur og hitt heitir Teknó Pönk Bastians
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2009 | 14:05
Nýjar myndir
Vek athygli á nýjum myndum í albúmi 09. Þær eru sjóðheitar að vana. Þar eru aðalleikendur kókódíllinn kókó og skrifstofa the iceman......újeeeee
að venju þá sendið þið mér bara línu ef þið hafið ekki lykilorðið. Allir velkomnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 12:56
Klassíker
Sebastian er að taka alla klassísku barnahlutina og stúta þeim. Hann krotaði á vegginn(sem er klassískt), hann eltir mjása með golfkylfu og lemur til hans (svo þykist hann vera að sveifla alvöru golfsveiflu ef hann sér að ég er að fylgjast með). Klassík.
Svo kemur hann stundum til mín þar sem ég sit við tölvuna og horfir á mig hvolpa augum og segir "papa minn, papa minn" með angurværri láróma englarödd.
Hann gerir þetta til að fá mig að leika því stundum er ég orðinn tregur til eftir sjöhundruðþúsundasta skiptið (á 12 mínútum).
Er enn að bíða eftir þessu rosalega sem átti að gerast í dag. Fann eitthvað á mér fyrir nokkrum dögum og veit ekki hvað það er. Kannski að María komi með eitthvað feitt fyrir mig að éta, kannski verður Obama sprengdur, kannski verða náttúruhamfarir einhvers staðar í heiminum, kannski voru þetta bara vindverkir......sjáum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 08:16
El gordo
Jæja, hvað skildi gerast í dag. Nær Obama að lifa daginn af.....ef ekki þá sé ég það allavega í beinni á La Primera.
Ef ekkert gerist þá má náttúrulega nefna að John Frusciante gaf út skífu í dag sem er nokkuð huge.
Er að hlusta á hana núna. Þetta er ekki það sem ég vildi frá honum. Þetta er koncept plata(sem boðar sjaldan gott) og er of listræn og langdregin. Nokkrir sprettir hér og þar en í heild sinni þá sé ég að þessi skífa verður ekki langlíf í tækinu[cue skot frá Pétri].
Bömmer.
Annars erum við strákarnir heima að jafna okkur. Erum betri en samt flæðir horið sem níl frá austur til vesturs.
Í dag er San Sebastian og fékk pungurinn því gjöf í tilefni þess. Hann fékk LaLa því sá stubbur er í uppáhaldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 21:55
Sanngjarnt
Nokkuð sanngjörn úrslit í derby leiknum í dag. 1-1 fyrir dómaranum.
Auðvitað átti LP að fá vítaspyrnu þarna en maður er ekkert að væla yfir því.
Til hamingju Neverton að ná að gera jafntefli við LP.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2009 | 19:53
By the way
Ég og Sebas erum búnir að vera einir heima síðan kl 8 í morgun að dunda okkur. Báðir soldið veikir, með flensu. María kom svo heim kl 19 í kvöld og kátt í höllinni.
Er að fara horfa á Liv rústa Neverton. Spái 3-0. JÓ GÓIN DÁÁÁÁN
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 08:45
Vanda sig mar
Vinsamlega dragið úr fjölda spurninga þegar einungis er verið að þylja upp staðreyndir eins og hér að neðan.
Neðangreint hljómar fáránlega...
"Er myndbandið, sem er við lagið Clangour and Flutes sýnt á vefnum pitchfork.tv, einslags undirvef Pitchfork. Fór það í loftið nú á fimmtudaginn."
Af hverju ekki bara skrifa þetta eðlilega eins og:
"Myndbandið, sem er við lagið Clangour and Flutes er sýnt á vefnum pitchfork.tv, einslags undirvef Pitchfork. Það fór í loftið nú á fimmtudaginn."
Tek þessa grein bara sem dæmi um ílla skrifaða grein, þetta viðgengst í flestum þeim greinum sem ég les á mbl.is
![]() |
Pitchfork elskar Sin Fang Bous |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 08:39
Nei hættið nú alveg
Hold the phone maður......eru fréttamenn og blaðasnápar gjörsamlega búnir að missa það. Ég veit að þetta lið er ekkert sérstaklega skarpt lið en fyrr má nú vera.
Ég hef talað um þetta áður hér og sé mig knúinn til að minnast aftur á þetta þar sem þetta hefur ekki verið leiðrétt.
Hvernig má það vera að þeir þylja upp staðreyndir í spurningaformi?
Hér eru dæmi:Er myndbandið, sem er við lagið Clangour and Flutes sýnt á vefnum pitchfork.tv, einslags undirvef Pitchfork. Fór það í loftið nú á fimmtudaginn.
ertu ekki að grínast......svona ætti þetta að hljóma
Myndbandið, sem er við lagið Clangour and Flutes er sýnt á vefnum pitchfork.tv, einslags undirvef Pitchfork. Það fór í loftið nú á fimmtudaginn.
Maður slysast oft sjálfur til að detta í þessa spurninga gildru en það er nú bara útaf því að ég dúndra einhverju á netið og pæli ekkert í því þó þeir 5 sem lesa þetta blogg undrist yfir því.
Gæjar sem skrifa fyrir morgunblaðið og fleiri miðla ættu hins vegar að vanda sig betur.
Það er ekkert sem pirrar mig meira en að lesa grein fulla af svona vitleysu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 21:10
Hjálpi sér hver sem best getur
Tjallarnir heilsa manni oftast með frasanum "hey zig, how are you?"
Auðvitað eru hin réttu viðbrögð að svara "hey, how are you" og málið dautt.
Ég get samt ekki gert að því nema svara spurningunni og segi þeim í kjölfarið hvernig mér líður. Ég er bara svo einfaldur.
Það sama má segja um þegar einhver spyr um golfið "hey zig, how did you play today?" Þar sem hið rétta væri að segja bara vel og málið dautt. Gæti líka sagt ílla en þá verður að fylgja mjög stuttorð einnar línu útskýring.
Ég brest stundum í einhverjar rosa útskýringar á þessu og hinu, þar sem mér finnst ekkert skemmtilegra en að tala um golf (sérstaklega mitt golf).
Svo lítur maður á manneskjuna og sér þennan svip. Þennan don´t give a rats ass svip. Þá snarþagnar maður og spyr sömu spurningu á móti.
Svona er þetta bara. Ég festi mig ekki í leim málvenjum sem ofangreindum heldur svara bara spurningum sem á mig er borið. Annað er bara shallow og pedantic.
KJ:"Hjálpi sér hver sem best getur"
vampíros locos:"Pétur"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar