Færsluflokkur: Bloggar
6.4.2009 | 22:44
quizzzzz dauðans
Allir að taka quizzið sem ég skóp á Facebook fyrir stuttu. Tja, allir golfarar það er að segja......
Smellið á neðangreindan texta:
http://apps.facebook.com/qhvaa-s-driver-dagef/
................og þá ættuð þið að detta inn á það. Ef ekki þá heitir quizzið "Hvaða ás (driver) ertu? og hægt er að finna þennan djöful á prófílnum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2009 | 12:03
garnir
er enn soldið skrýtinn útaf þessum djúsi, eða er þetta eitthvað annað. Undarlegur og skringilegur á sama tíma. Reyndi að semja við Gústav um að skila þessu í miðjarðarhafið en viðræður slitnuðu og formlegar aðgerðir eru ekki að skila árangri.
Við pungarnir vorum í sirka 2 tíma á röltinu í hverfinu. Þræddum alla rólóana. Litli á þríhjólinu sínu og ég með mjúsík í eyra. Nokkuð sweet. Portúgalskur veitingamaður gaf Sebas kex.
Erum búnir að borða og bíðum eftir mömmsu svo maður geti farið að testa R7 loksins.
Við förum norður í maí í giftingu. María búin að kaupa sér rokkna kjól og ég neita að máta Massimo Dutti fötin mín fyrr en viku áður en við förum. Geri það bara til að bögga maríu sem alltaf vill vera með tveggja mánaða fyrirvara á öllu slíku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 08:26
Gas
Gasmaðurinn kom í morgun. Þeir koma alltaf á mánudögum og fimmtudögum með gaskúta til sölu. Kosta núna 10,5.
Hef keypt sirka 4 sinnum síðan við fluttum hér inn og alltaf borgað akkurat. Núna kom annar gæji sem tók eftir því að ég er útlendingur og fræddi mig um að þeim sé alltaf gefið þjórfé.
Hann var mjög almennilegur og vildi kúltívera útlendinginn. Eða bara rippa mig off. Who cares, ég gaf honum 11
Þetta er nú meira vesenið með þetta fokkin gas. Maður er með tvo kúta, bíður eftir að sá í notkun tæmist(alltaf þegar maður er í sturtu), þá skellir maður hinum í og kaupir varakút af gasmanninum. Þannig er maður alltaf með backup.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 08:19
jútjúb
við sitjum hér og jútúbumst. Er búinn að byggja upp playlista fyrir Sebas með allskonar vídeóum sem fá bara að rúlla.
Gúmmí (reyndar orðinn soldið old)
Papa penguin (líka old news)
to the garden (uppáhald núna)
the magic job box (einnig uppáhald)
Cosmologic
Monkey see monkey do
Clay play
Dinos and pigs colide
Good Clean fun
Svo eru þarna nokkur vídeo með eftir Eric Herman sem eru skemmtileg fyrir börn. Elephant song, dance like an animal og fleiri.
Svo fellur hann alltaf fyrir spiderman vídeóum og mótorhjólum og bílum.
Henda þessu í playlista og þetta heldur honum uppteknum í eins mikin tíma og þú vilt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 17:15
Djús
Vaknaði í morgun og opnaði ísskápinn. jessss, sá opna djúsfernu og sturtaði í mig. Ekkert betra en djús á morgnanna til að vekja hálsinn.
Fór svo niðrí bæ með Maríu og Sebas í góða veðrinu. Byrjaði að líða skringilega í maganum. Sagði Maríu frá djúsnum og hún hló. Þessi ferna var búin að vera þarna opin í nokkra daga og sennilega uppispretta vanlíðan garna minna.
Búið að líða ílla í allan dag en er loks að koma til.
FOkkin djús.
Fyrir vikið fór ég ekki að testa nýja R7 seinni partinn. Kemst svo ekki á morgun þar sem leikskólinn er lokaður alla vikuna útaf Páskavikunni (semana santa). Verð heima með pungnum um morguninn þangað til að María kemur heim kl 14.
Stúta svo reinginu frá 14 til 20 ef ég hef þol í það. 6 tímar kannski aðeins of metnaðarfullt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 09:32
Seint koma sumir, en koma þó.
Hálfu ári eftir að ég vann titilinn Klúbbmeistari 2008 La Cala, officially stærsta golf Resort Spánar, sjá þeir sér fært að dúndra nafninu á vegginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2009 | 17:48
R7
Eftir hringinn fannst mér R7 vera soldið hávaxinn. Soldið hátt flug og boltinn að drepast niður.
Fór beint í Taylor Made og prófaði aftur R9 og Tour Burner til að tékka hvort þeir væru aðeins lægri.
R9 var nákvæmlega eins og R7, bara með meiri möguleikum til stillingar en dýrari. Ég skynsamur og afskrifa hann.
Tour Burner var jú lægri en R7 en spinnaði mun meira til hliðar á off hit höggum. Góðu höggin voru svipað góð með þessum þrem ásum en slæmu höggin voru best með R7.
Straujaði því kortið 322 fyrir R7 og leysti vandan með því að láta gæjann gefa mér tvö 8gr stykki.
Hvernig?
Í neutral stöðu er eitt 16gr stykki aftast í rassi haussins sem gefur honum þetta flotta háa flug og svo tvö 1gr stykki hvorum megin á tá og hæl.
Set því bara 1gr í rassinn og svo þessi tvö 8gr í tá og hæl til að fá þyngdina framar í hausinn og framkalla þannig aðeins lærra flug.
Málið dautt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 17:40
R7 dagur eitt
Spilaði hring á Lauro golf í dag með Gabriel sem Kaddí.
1-hraður blendingur fór í vatn. Of spenntur að byrja og klikkaði ílla þar. Aftur blendingur sem lendir fyrir framan tré. Lobba yfir tréið en skil eftir of erfitt pútt. Dobbúl.
2-óheppinn með að pw skoppaði meðfram stíg einhverja 40 metra fram yfir grínið. Skolli.
3-Snilldar blendingur, gott 60°, rétt missti fuglapútt.
4-olræt, fyrsta R7 upphafshöggið. Best að vera rólegur og alls ekki of hraður, here we go, nice and easy. Of hægur og mjaðmir á undan. OB. Þriðja af teig snilld. Svo réttir Gabbe mér fimmu og segir mér að leggja upp. Geri það. Réttir mér svo pw og segir mér að taka 5 metra af högginu, tek 3 og fæ lélegt skopp. Næ ekki up&down og tripple staðreynd.
5-Gabbe réttir mér 7 á par 3 sem er í sirka 5 metra upphalla 158 metrar. Tek alltaf sexu þarna. Treysti the G man. Hann segir mér að miða á mitt grínið og fá 5 % draw inn að pinna. Geri nákvæmlega það og fugl staðreynd.
6-Olræt, upphafshögg númer 2 með R7. Ekki vera of hægur í þetta sinn. Of hraður og byrja hraðaaukningu of snemma. Slæs í OB. Þriðja af teig snilld og dobbúl.
7-Þriðja upphafshöggið með R7 náði loks að smella en ýtti fimmu aðeins til hægri í innáhögginu og lendi í glompu og næ ekki sand save. Skolli.
8-Gabbe segir mér að miða á miðja braut og fá 5% draw til vinstri. Geri nákvæmlega það. Segir mér svo að taka beinan blending hægra megin á braut til að setja upp þriðja höggið fyrir 60°. Geri það. Segir mér svo að taka 25% af 60° og miða meter hægra megin við pinna. Geri það og set fuglapúttið örugglega í holu.
9-Blendingur á miðja braut. Feit nía í upphaf gríns í stað enda gríns. Á því 20 metra pútt fyrir fugli sem endar 2 cm frá holu eftir daður við barminn. Piperinn að koma sterkur inn. Par
Vissi ekkert hvað skorið var (+7) og hafði ekki áhuga að vita það. Spilaði bara högg fyrir högg. Það er kosturinn við að hafa kaddí að maður er mun meira einbeittur og í raun slétt sama um allt annað en næsta högg.
Hélt haus og enn með barmafullt sjálfstraust á öllu sem ég var að gera, þó það sé skrýtið miðað við skor.
10-Snilldar R7. Einu mistök Gabbe á hringnum þegar hann segir mér svo að reyna við grínið í tveim á þessari upphækkandi par 5. Tek tré þrist en dreg það 5 metra til vinstri og lendi í glompu. Hefði sennilega tekið auðveldan blending og lagt upp annars og fengið auðvelt par eða jafnvel fugl. Skolli eftir erfitt pútt.
11. Snilldar R7. Feitur 60° og skilur eftir 20 metra pútt. Daðra aftur við barminn og piperinn er heitur. Par.
12.Gabbe segir mér að miða 5 metra hægra megin við pinna á par 3 166 metrar og draga hann smá inn að pinna. Geri það og flott flókið fuglapútt beint í holu. Fugl.
13. Solid R7. Feit nía og lendi hálfan meter stutt af gríni og lek í glompu. Gott glompuhögg en skil eftir erfitt niðurhallandi 3 metra pútt. Set það í fyrir góðu pari og piperinn að rokka.
14. Solid blendingur. Góð nía sem er meter of stutt og mitt fyrsta vipp lítur dagsins ljós. Auðvelt par.
15. Púllaður R7 en samt á braut. Ýttur Pw en pútta samt fyrir fugli og auðvelt par.
16. Tek vanalega blending hér en fokkit. Rippa R7 á miðja braut. Plana svo 54° og ætla að yfirskjóta pinna og spinna 8 metra tilbaka á þessu spinnvæna gríni. Spinna bara 3. Rétt missi púttið. Auðvelt Par.
17. Par 3 og lek í glompu á tight pinna. ekkert til að vinna með en lobba kúlunni úr bönkernum snilldarlega (högg dagsins) og auðvelt par.
18. Síðasti R7 í dag og ákveð að grippa og rippa hann á þessar niðurhallandi par 5. Snilldar högg á miðri braut en undir tréi (á miðri fokking brautinni). Get ekki reynt við grínið og pönsa 5 járn á 80 metra. 54° festist í jörðu og fæ óvart pöns effekt sem fer 20 metra yfir pinna. Fuglapúttið gríðarlega erfitt og delicate sem ég pútta mjög vel en fær tvö óheiðarleg skopp sem afvegaleiða línuna og skil eftir nastí pútt yfir gamalt ílla lagað holufar. Kræki í farið eftir gömlu holuna og línan breytist um 5° og missi púttið fyrir pari. Ósanngjarn skolli.
+7 og +1 samtals +8 og 30 punktar. Geng frá hringnum viðbjóðslega sáttur og brimmandi af sjálfstrausti sem er skrýtið miðað við mistökin sem ég var að gera í upphafi hrings.
Veit einfaldlega að þetta var smá fín tjúning á R7 sem kostaði mig Tvö OB (4 högg), einn nervus hraður blendingur (2 högg) og svo ein óheppni með síðasta púttið. Fokkin vallarstarfsmenn, laga holurnar almennilega. Segi svona. Svona er bara golfið. Þarna eru 7 högg. Restin bara snilld.
R7 8/10, blendingur 8/10, járnin 9/10, Piperinn 10/10.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 16:21
R7 Limited IT IS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 153672
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar