Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Ninja

Ég skutlaði lítilli ninju á leikskólann í dag

Við vorum eitthvað seinir og hlupum því að hurðinni. Hún var læst. Allir krakkarnir komnir í húsið við hliðiná.

Í þessu kom lítill Svampur Sveinsson

Þar sem allir voru að flýta sér þá sagði ég þeim bara að hlaupa

Það voru því lítil svört Ninja og lítill gulur Svampur Sveinsson sem hlupu í morgunsárið inn um hliðið á leikskólanum.

Mér fannst það fyndið


gaur

Gaurinn glaðvaknaði kl 1 í nótt

Var ekkert að nenna að sofa lengur

Þannig að ég fór fram með hann og leyfði honum að sprikla

Reyndi að svæfa hann aftur kl 2

það tókst með herkjum

Það hefði ekki verið neitt mál nema hvað að í kjölfarið byrjaði mig að dreyma að ég væri með Alzheimer og mundi ekki hluti

Það tók undarlega mikið á

Ég er allvega ógéðslega þreyttur


Mælingar

Skrepp aðeins úr orlofi í dag til að mæla fólk í Golfskálanum.

Er með bókaða tíma frá 10 og eitthvað frameftir degi

Gaman af því


CX er málið í dag

Dropbox er out.....CX er inn

Ef þú ert eitthvað að deila myndum, músík eða stöffi með öðrum á netinu þá er CX málið í dag. Maður fær strax 10GB af plássi (10.3 GB ef þú notar linkinn minn hérna að neðan).

Sé ekki í fljótu bragði af hverju fólk ætti EKKI að vera með þetta stöff.

Maður bara skráir sig. Fær 10.3GB af plássi. Niðurhleður 3mb forriti sem maður lætur á desktoppið. Þá er maður kominn með möppu á desktoppið. Lætur hluti þar inn. Málið dautt.

Svo stýrir maður bara hverjir mega skoða hvað. Stofnar grúppur. Músík grúppa fyrir bandið. Ljósmyndagrúppa fyrir fjölskylduna o.s.frv.

https://www.cx.com/mycx/referral_signup/XXnOxVznEeGUyBIBOBMgIA

Notið þennan link, þá færð þú auka 300mb og ég líka :)

DO IT


Tyler og ungu böndin

Er með kassa fullan af gömlum gítarblöðum inn á klósetti. Gríp í blöðin við tækifæri.

Tók mér Metal Hammer frá 1991 í hendur og rakst á eitt helvíti gott komment frá Steven Tyler úr Aerosmith

,,The difference between Aerosmith and young bands is that they are in it to jerk off, while we are in it to fuck."

21 ára komment

Ennþá stálhart


Draumar

Mig dreymdi drauma í nótt. Báðir vondir. Einn samt verri.

Fyrst dreymdi mig að mér var rænt af hryðjuverkamönnum í Kringlunni. Ransom og læti. Ég slapp samt eftir að hafa verið sniðugur og snar í snúningum. Stoltur af sjálfum mér.

Svo dreymdi mig að ég væri að reyna að finna online stream af golfmóti sem mig langaði að horfa á. Það gekk ílla. Ekki nóg með það því það var fullt af fólki í húsinu að bíða eftir að ég fyndi mótið á netinu þ.m.t. tveir asískir gaurar!

Það var mjög stressandi, því eins og flestir vita, þá eru asískir gaurar ótrúlega klárir á tölvur og var þetta því gífurleg pressa!

Needless to say þá var síðari draumurinn mun verri

Bíð þess ekki bætur


farangur

að eiga krakka er algjört operation

Ég man þá tíma er maður gat parkerað bílnum, stigið út, og labbað tómhentur upp í íbúð.

Núna er maður alltaf klifjaður af allskonar dóti. Skiptitösku, bílstól, sofandi Sebastian, oftast bónuspokum og svo einhverju random one-time drasli.

Það er alltaf eitthvað

Normið virðist vera að rétt komast í einni ferð, og oft þarf tvær


Samræður

Þegar ég næ í Sebastian eftir að hafa ekki séð hann í nokkra daga þá eru fagnaðarfundir.

Hann samkjaftar ekki. Það er svo mikið sem hann vill segja mér. Ég kemst vanalega ekki að nema bara til að segja ,,mhm", ,,Já" eða ,,ok".

Til að gefa dæmi þá er þetta nokkra sekúndna brot af 20 mín bílferð þegar ég náði í hann áðan:

,,pabbi?"
,,mmmm"
,,veistu hvað?"
,,mmmm"
,,það eru margar sólir"
,,nei, það er bara ein"
,,fyrir alla?"
,,já"
,,það er ekkert gaman. Ég vil sól fyrir alla"
,,nú? ef það væru margar þá myndi jörðin bara brenna"
,,ok þá bara eina fyrir hvert land"

Svo allt í einu

,,pabbi?"
,,mmmmm"
,,veistu hvað?"
,,mmmmm"
,,sumir hundar fæðast mjög hægt"
,,dafuq!!!!"

Hann segir ,,pabbi veistu hvað" sirka sjöhundruð sinnum á 20 mínútum

Það er allt og ekkert sem er rætt skal ég segja ykkur. Alltaf gaman að hlusta á hann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 153717

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband