Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Ástríða

Það eru milljón krakkar sem búa hérna í íbúðunum í kring. Géggað stuð oft útí garði, fótbolti, skylmingar og slíkt.

En það er einn strákur sem er sirka 9-10 ára og býr við hliðiná okkur.

Þegar allir krakkarnir eru að gera hluti út í garði þá eltir hann þau með ímyndaðri kvikmyndavél

Hann á sér ástríðu um að verða kvikmyndagerðamaður

Hann er að safna sér upp í alvöru græju

Mér finnst þetta svo virðingarvert

Mig hálfpartinn langar að gefa honum það sem vantar uppá svo hann geti byrjað að taka upp.

Oft er aðdáunarvert að fylgjast með honum. Hann þreytist ekki að þykjast taka upp. Eltir krakkana og tekur upp frá mismunandi sjónarhornum og slíkt.

Svo á hann einhverja crappí vél sem hann notar við að gera þætti. Fær vini sína og leikstýrir þeim.

Það er oft sem maður er að koma heim og labbar upp stigann og sér þá hann vera að segja krökkunum til.

Ég hef mikla trú á honum. Vona innilega að hann eigi eftir að vinna við þetta í framtíðinni.

Elska svona karaktera


navn

Harris English er í lokaráshóp í kvöld með Rory McIlroy en Dicky Pride féll niður í sjöunda sætið!

Johnny Vegas er í 63.sæti

Gaman að þessari fjölbreytni. Ekkert gaman ef allir hétu John Smith


Demó frá Casio Fatso

http://soundcloud.com/casio-fatso

Hér gefur að líta nokkur demó lög frá Casio Fatso

Misvel mixað. Mæli með ,,I bleed".
Er skotinn í því

Ætlum að æfa eitthvað af þessu, gera nýtt stöff og bjarga mannkyninu í kjölfarið

Markmiðið er að gera Fözz-skotið-Epic-Rokk. Niðurstaðan kannski ekki alltaf þannig en svona er þetta bara


upphafið að endanum?

Ég sat rólegur í sófanum. Beta inná baði að meika sig.

Allt í einu heyrist:

,,KRASSSLJ$#&%)&SDÆFIEJFL&/%$%KJÆEI!!!!!!!"##$$##""##Q$))$/"

Við stukkum bæði upp og runnum á hljóðið

Sáum DK á ganginum með ,,it wasn´t me" svip í göngugrindinni sinni.

Honum hafði tekist að ná taki á tveggja metra spegli og sveiflað honum eitthvað þannig að hann afhúkkaðist af veggnum og smallast á gólfinu!

allt í glerbrotum en til allrar hamingju sakaði DK ekki

Kallinn kominn með 7 ára ógæfu svona strax í byrjun

Óheppinn


Casio Fatso

Erum að prófa gítar- og bassaleikara fyrir Casio Fatso

Einn búinn og eigum eftir að taka 3 í viðbót í prufu

Erum niðrí TÞM að spila

Helvíti gott stuð

Erum að leita að bassaleikara sem skilar þykku og dirty sándi. Ekki svona uppfyllingar gaur, heldur gaur sem aktuallí spilar rullu í bandinu.

Svo þarf gítargaurinn að vera minimalískur. Litar lög með effektum en ekki gítarhetju sólóum upp og niður hálsinn á ljóshraða. Minna er betra.

Stefnan sett á headline á Lollapalooza innan 5 ára

Þið heyrðuð það fyrst hér!


áhugavert.....að mínu mati

plenty af reverbi og kórus effekt 


vesen

HVAÐ ERU ALLIR ÞESSIR FRIGGIN BOXMASTERAR AÐ GERA Í ÍSSKÁPNUM!!!!!!!

Jei

Ég vaknaði í morgun og leit á Betu. Hún sprakk úr hlátri

Greinilega þá er þessi nýja klipping að láta mig líta út eins og mix af söngvaranum úr Flock of Seagulls og Matta Matt í Eurovision

Æðislegt

Ég er að reyna að bjarga þessu einhvern vegin

Með fullt af geli og stöffi


Like a bás

Mögulegur arftaki Roberts Rock um svalasta nafnið í golfheiminum í dag?

http://en.wikipedia.org/wiki/Harris_English


Hitler

Fór í klippingu

Fékk mér eitt stykki Hitler Hairdoo

Vantar í raun bara svarta málningu í kringum augun til að vera átentic gothic hipster

En þegar skeggið er farið þá verð ég snyrtilega fallegur aftur. Stefni á að raka mig í tilefni dagsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband