Færsluflokkur: Bloggar
2.10.2009 | 13:09
neighbours
Þú veist að þú ert kominn í vesturbæinn þegar Páll Óskar býr í bakgarðinum. Tryggvi Guðmunds fótbolta legend við eldhúsgluggann, Ingibjörg Sólrún hinum megin við götuna og svo einhver háttsettur framsóknarmaður í húsinu við hliðiná.
Hversu töff getur maður verið! ég bara spyr.
María er samt ekkert sérlega hrifin af því að vita af Páli Óskari í bakgarðinum mínum [hilarity ensues]
...and the joker strikes again.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 11:55
Getraun Lausn
Þar sem serverinn fraus af öllum þeim fjölda svara sem barst vegna getraunarinnar að neðan hef ég ákveðið að koma strax með svarið.
Ég get ekki tekið við fleiri svörum því pósthólfið er fullt og mig langar að halda áfram með lífið.
Ég fann sem sagt undurfagran, rauðan........wait for it......Grip Master.
Grip Master, Medium Tension, framleitt af prohands.net
Þetta er tæki til að þjálfa handleggsvöðvana.
www.prohands.net
Mjög flott. Sérstaklega frábært fyrir golfara.
Þarna lá þetta á miðri gangstéttinni. Ég leit í kringum mig til að sjá hvort einhver væri í nágrenninu sem hafði misst þetta. Nei, ekki svo....FINDERS KEEPERS, LOOSERS WEEPERS.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 11:50
Gulur
María er að fara í sumarbústað með vinkonum sínum og ég og pungurinn því einir alla helgina.
Hann mun samt fara í heimsókn í skógarlundinn á morgun þar sem ég er að fara á fögnuð afrekshóps Gkg.
Þetta heitir Blái open þar sem fólk er hvatt til að vera klætt í blá föt. Ég mun að sjálfsögðu mæta í rauðu peysunni minni og gefa öllum snafs af vodkaskots pelanum sem ég keypti í gær í ríkinu. Sá snafs heitir Gulur.
The joker strikes again.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 11:47
aðlögun
djöfulsins skítaveður. Ég er farinn til Spánar aftur.
Fórum á gullborg og skemmtum okkur vel.
Hittum Hilmi,Hörpu og Emil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 17:45
Getraun
Það er svona þegar maður lætur gott af sér leiða. Þá fær maður það til baka. Þar sem ég og pungurinn löbbuðum í átt að hagkaup þá sá ég eitthvað rautt á miðri gangstéttinni.
Ég beygði mig niður og tók það upp.
Viti menn! Þarna var komið tæki í hendurnar á mér sem á eftir að gjörbreyta golfinu mínu. Til hins betra?
Það fellur vel í hendi. Er skrásett vörumerki. Er amerískt. Er með nokkrum gormum.
Hvaða tæki skildi það vera?
Sá sem getur upp á því fær verðlaun.
Þetta er ekki djók
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 15:01
stoppi stopp
Við pungarnir fórum á Gullborg í morgun og líkaði vel. Fórum svo í milljón mínútna gögnutúr.
Ákvað nefnilega að skreppa á tveim jafnfljótum útí hagkaup og kaupa okkur eitthvað til snæðings.
Þetta er 10 mín göngufæri en fór fljótlega úr böndunum.
Ég leyfði pungnum að fara á þríhjólinu sínu og men ó men, þvílíkan tíma sem þetta tók.
Stoppandi hér, stoppandi þar. Keyra frekar á grasinu því það er meira spennandi. Keyra inn í aðra hverja heimkeyrslu því það er spennandi. Þreytast og leyfa pabba sínum að halda á þungum burðapoka úr hagkaup og þríhjólinu í einni og Prinsinum í annari.
Það sem maður gerir ekki fyrir þennan skemmtilegasta dverg í geimi.
Eins gott að kjeppinn sé líka í Boot Camp segi ég nú bara. Hell JEEEEEEEEEEEE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 08:46
Poolmeister 3000
Gé-leymdi alltaf að minnast á að ég skrúppaði gólfið með snjáldrinu á Pétri í pool fyrir tveim dögum.
Hann kom með voða yfirlýsingar um að hann ætlaði að rústa mér. Ný tækni og allur pakkinn. Tæknin fólst í því að hugsa sig ekki tvisvar um og láta hugboðið og fyrstu tilfinningu fyrir miði ráða.
Needless to say þá vann ég 5 leiki gegn measlí 2
Ég tók hann sem sagt á pinpoint precisement golf einbeitingu og miði to die for.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2009 | 18:09
Skoðanakönnun
takið þátt í skoðanakönnun hér til hægri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 17:58
Mest pirrandi ökumaður umferðar dagsins í dag
Hverjir eru mest pirrandi ökumennirnir í umferðinni í dag?
The Reddí McLöller. Það er gæjinn sem sér rautt ljós framundan og byrjar að hægja óþarflega mikið á og löllar síðustu 200 metrana og allir fyrir aftan hann þurfa því að reikna út hans hentusemi?
The Sans Mcblikk. Það er gæjinn sem gefur ekki stefnuljós? Er kannski á hringtorgi og kemur öllum í uppnám með því að láta engan vita um brotthvarf sitt úr torginu.
The Golden McOldies. Gamla fólkið?
The Newbie McSpeedy. Unglingurinn sem nýkominn er með próf?
The Cabbí McLeðurvesnus. Leigubílsstjórarnir?
The Lane McDriftus. Sá sem ber enga virðingu fyrir teiknuðum línum á götunum og svífur frá einni akrein inná aðra án þess svo mikið sem að blikna(eða vita af því yfir höfuð).
Skoðunakönnun McKjósið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2009 | 15:44
Er HÆGT að gera betri trailer! (sennilega óþarfi að sjá myndina núna)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar