Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

?

Hvort segir maður
Einhvern vegin eða Einhvern megin eða hvorugt?

Hjólalabbi

Fór út að hjóla í gærkveldi með Peter Gabriel og Skin á eyrunum. Sweet.

Löllaði í hægagangi niðrí miðbæ og tók nokkra rúnti þar. Still sweet.

Fann skyndilega eitthvað hrærast í maganum og ákvað eftir drykklanga stund að halda heim á leið. Not so sweet.

Hafði gúffað ónefndu nammi í mig í massavís rétt áður en ég fór út.

Það veit aldrei á gott.

Ég tók sjóleiðina heim. Grandaleiðina. Var kominn að ánanausti þegar allt stefndi í ógöngur. Þetta átti klárlega ekki eftir að halda.

Tíminn var ekki á mínu bandi.

Countdown to disaster

Mér leið eins og Jack Bauer í 24. Nema hvað ég hafði ekki þann munað að hafa 24 tíma, heldur sirka 2,4 mín til að koma mér heim á Gustavsbergið.

Ég setti í fimmta gír. EN. Ég þurfti að passa mig á því að reyna ekki of mikið á mig í leiðinni.

Ég köttaði í gegnum grandahverfin. Eftir því sem ég átti minna eftir, því meiri þrýsting fann ég.

Það er alltaf þannig einhvern vegin. Því nær sem maður er loka áfangastað því meira áríðandi verður þetta. Eða....því hraðar hleypur maður.....þið kannist við þetta.

Ég henti hjólinu inn, bankaði, því ég hafði ekki tíma í að ná í lyklana, reytti af mér fötin og rétt náði að skutla mér á setuna þegar......já......sagan endar hér.

FIN


Húkkarinn feilar

Er að lesa ævisögu Péturs Kristjánssonar. Húkkarans. Hvar og hvernig sem er, ekki stendur á mér, ég er kominn í gamla formið. Eins og skáldið sagði.

Sæmilega áhugaverður maður en my ó my hve ílla þessi bók er skrifuð. Það er varla hægt að pára sig áfram í henni.

Það er eins og bókin sé skrifuð með það eina markmið að koma Pétri í gegnum purgatory. Hann er svo lofaður að það er fáránlegt.

Hann er bara besti maður sem uppi hefur verið skv höfundi. Gott og blessað, en hræðilega leiðigjarnt að lesa lofgjörð til lengdar.

Svo til að toppa léleg skrif þá notar hann mikið af þessu misfyndna slangri sem Pétur notaði. Grílna jakki, sjúk grimmheit og slíkt sem er mjög leiðinlegt aflestrar.

Ég hangi samt enn í þessari bók, einvörðu til að lesa um bransasögur. Manni grunaði nefnilega að Pétur hefði að geyma góðar sögur úr senunni.

Svo er líka bara ekkert annað bitastætt að lesa.

Ég nota hana sem klósettbók.


Brandarinn sem aldrei varð

Fór í ljós þar sem ég á þriggja mánaða kort. Ég spurði konuna hvenær það myndi renna út og hún sagði mér að það yrði ekki fyrr en 27. desember.

Hún sagði þetta og brosti til mín, svona alveg eins og hún væri að fara hlægja. Ég brosti á móti, hugsandi, því það var eitthvað við þessa dagsetningu sem kallaði á brandara. Veit ekki af hverju.

En mér datt ekkert í hug og henni ekki heldur. Við létum því bara nægja að brosa og brandarinn varð aldrei að veruleika.

En það var pottþétt brandari þarna ef vel var að gáð.


siggi.is

hvet alla sem vetling geta valdið að heimsækja hina veraldarvönu og geipi framsæknu heimasíðu........www.siggi.is

Djöfull er hún skemmtileg.

Einhver flugáhugamaður að byggja flugvél.

Greit. Gat þetta ekki verið at least remotely skemmtileg síða.

Slæm kynning fyrir mig.

Ekki þó jafn slæm og www.petur.is Mæli með flipanum ,,hugleikið"


Fatl

Við erum öll heima í dag. Ég í vaktafríi, María að hvíla bakið og pungurinn sökum hósta (virðist samt ekki vera með hita og líður ágætlega).

Búið að vera kósí.

Fór á rúntinn með Pedro og Emilio Vasques. Sáum mikið af fötluðu fólki í miðbænum, enda eitthvað stórt sundmót hér í gangi. Það var verið að taka sjónvarpsviðtal við eitthvað lið og við flautuðum. Svo 200mtr neðar var annað viðtal í gangi, við flautuðum aftur.

Bara svona til að hafa gaman af þessu.


Labbi

Tók labbitúr í gærkveldi í staðin fyrir bíóferð. Labbaði í 1klst og 10 mín um vesturbæinn með Skin á fóninum. Endaði svo í Peter Gabriel.

Báðir vanmetnir listamenn, sérstaklega skin. Peter er aðallega frægur fyrir sledgehammer vídeóið sitt hjá öllu þessu mainstream liði. En hann á perlur inn á milli s.s. Don´t leave, sky blue og eitt að mínum uppáhaldslögum I grieve.

Skin hefur sent frá sér tvær sólóplötur eftir skunk anansie verkefnið. Báðar mjög góðar. En þú þarft að fíla þessa sérstöku rödd hennar til að þetta gangi. Sum lögin eru viðbjóður, eins og lag 1 og 2 af seinni plötunni en ég fíla aðallega rólegu lögin hennar.

Svo við snúum okkur nú að labbitúrnum. Þá var þetta helber snild. Ég labbaði mjög rólega og bara naut þess að sikk sakka um öll gömlu húsin í vesturbænum. Náttúrulega skemmtilegasta hverfi Íslands til að labba um.

Ég var með gripmasterinn á fullu allan tímann. Svissaði yfir úr hægri í vinstri ótt og títt. Frábært tæki til að þjálfa the forearm flexors (kann ekki ísl. heitið).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband