Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Sorg

Móði, Þormóður, var strákur sem var með okkur í MA og pínu á vistinni. Hann dó í dag.

Hann fékk heilablóðfall eða eitthvað álíka og mér skilst að þetta hafi tekið mjög fljótt af, nokkra daga.

Þetta slær mann soldið útaf laginu. Ekki það að þetta hafi verið sérstakur vinur minn, en samt svona strákur sem maður myndi heilsa.

Feisbúkkið er allt logandi.

Svona hlutir láta mann stoppa aðeins og hugsa.

Maður horfir aðeins lengur á Sebastian og Maríu þegar þau vita ekki af manni. Maður keyrir aðeins hægar. Maður talar aðeins lærra. Maður leikur aðeins lengur við Sebastian í bíló.


Rockson

Ég verð að koma aðeins inná þessi nöfn sem Pétur hefur komið með í gegnum tíðina.

Hann er die hard aðdáandi Everton og notar nafnið Neverton t.d. í fantasy leiknum.

Soldið skrítið því Neverton finnst mér vera soldið neikvætt gagnvart Everton.

Sérstaklega í ljósi þess að hann er með annað fínt nafn, Foreverton.

Hans rök eru að Foreverton er of hallærislegt og chísí.

Mér persónulega finnst annað nafn yfir þetta lið vera eiginlega betra og meira viðeigandi, hvað segiði um LÚSERTON!


Fifa10

Það er FIFA 10 íslandsmeistaramót í gangi. Pétur og Guðni eru með lið í keppninni og þeirra riðill var að keppa í gærkveldi. Tvö efstu liðin myndu komast áfram í úrslitakvöldið.

Ég mætti snemma til þeirra til að hita þá upp og æfa. Enda titlaður þjálfari liðsins sem þeir kalla Neverton. Ágætis nafn[segir liverpool maðurinn og glottir].

Þeir tveir á móti mér, ég LP og þeir Chelskí. Tókum tvo leiki og needless to say þá rústaði ég þeim. Ég reyndi að koma með uppbyggjandi komment á stundu sem þessari og minntist á að þeir hafi þá allavega fengið góða upphitun og æfingu í að vera í vörn.

Þessir tapleikir hjá þeim reyndist svo vera góð upphitun eftir allt því þeir mættu í mótið sem sært dýr og unnu fyrsta leikinn 6-0.

Tóku svo næsta leik einum manni færri.

Unnu svo þriðja leikinn einnig einum manni færri.

Á þessum tímapunkti voru þeir öruggir áfram í úrslitakvöldið og áttu aðeins einn leik eftir og nægði jafntefli til að tryggja sér fyrsta sæti riðilsins og verðlaun uppá tvo kassa af bjór og tvo leiki.

Þeir voru Chelskí og andstæðingurinn var LP. Staðan var 3-3 þegar 2 mín voru eftir. Stungusending inná Torres og hann skorar. 4-3 fyrir hinum og fyrsta og eina tapið staðreynd.

Þeir luku því keppni þetta kvöldið með 9 stig, jafnir í fyrsta sæti en með aðeins lakari markatölu. Þeir unnu liðið sem vann en þar sem markatalan gilti þá enduðu þeir í 2.sæti.

Þess má geta að það er alltaf innbyrðis viðureignir sem telja í svona riðlakeppni og eru þeir því hinir sönnu sigurvegarar, en þessar amatör reglur, settar af gæjunum í Game Tíví, eru total crap.

Hef aldrei séð Pétur jafn svekktan. Hann stormaði út, og dúndraði tyggjóinu í jörðina. Rosalegt.


Hugsjón Civilian Sigga

Ég sé þetta starf hjá Eymundsson sem eitthvað rómantískt hugsjónarstarf. Idealmente myndi ég vera þar á annari hæð, bakvið borð, ráðleggjandi þenkjandi fólki hvað það ætti að lesa.

,,hmmmm, brennandi áhugi á Tolkien en fílar ekki alveg svona mikið af hobbitum og vilt meiri húmor segiru!. Þá skaltu prófa Discworld seríuna eftir Terry Pratchett. Byrjaðu á the colour of magic."

BEM bókasölumaður dauðans fæddur.

Ætli þetta sé ekki meira svona kassastarf til að byrja með. Gæti trúað því. En mér er alveg sama. Vill bara komast í þennan downtown gír. Hjóla í vinnuna og slíkt, bara verst að ég drekk ekki kaffi og get því ekki qualifæjað í alvöru bóhem típu.

Vill bara komast í starf þar sem ég get sportað civilian clothes í fyrsta sinn. Var að átta mig á því að ég hef ALDREI unnið í starfi þar sem ég hef ekki verið í búning. Hef aldrei getað klætt mig eins og ég vill.

Alltaf verið í júníformi. Hótelstörf og bankamannaföt.

Kominn tími á smá Civilian Sigga.


Eymundsson

Man ekki hvort ég var búinn að segja frá því en ég fílaði mig engan vegin á Hilton. Tók bara tvær vaktir þar og ákvað svo að þetta gæti ég ekki verið að gera í einhverja mánuði þannig að það var betra að hætta strax heldur en að bíða í smá tíma og hætta svo.

Betra að vera heiðarlegur við fyrirtækið þannig að þau geti þjálfað annan upp í starfið áður en stelpan sem ég átti að taka við myndi hætta.

Hefði sem sagt getað verið eigingjarn og unnið þar þangað til að ég fengi eitthvað betra, en þá myndi ég setja Hilton í klípu.

Núna er ég sem sagt að leita að vinnu.

Ég er búinn að finna nákvæmlega það sem mig langar til að vinna við.

Mig langar að vinna í bókabúðinni á laugarveginum eða þá þarna aðeins neðar.

Bara spurning hvort þeir vilja ráða mig.

Ætla að fara í það mál um leið og pungurinn er orðinn nógu hress til að fara í leikskólann. Fer með hann til læknis núna kl 11 og svo sjáum við til.

Gaman að vita loksins hvað maður vill actually vinna við. En ekki bara taka því sem manni býðst.


bobbanum

Djöfull fíla ég steinda auglýsingarnar þar sem bobbinn kemur við sögu. Hann er frekar fyndinn þessi steindi, eða hvað sem hann heitir nú.

Bobbinn fékk sér candyfloss

Eftirpartí hjá bobbanum, bobbanum, bobbanum.


Pumpa í byssurnar

Fór í labbitúr til að fá smá hreint loft eftir massa inniveru sökum slappleika. Labbaði með gripmasterinn á fullu og er ánægður með þennan grip.

Labbaði með sigurrós í eyrunum sem er celestial í kyrrðinni í vesturbænum.

Labbaði inní 1011 og keypti 3 eins og hálfs lítra mjólkurfernur ásamt 1kg nesquick poka.

Í fyrsta lagi....rólegur með að nesquickið kosti yfir 1100 krónur allt í einu.

Í öðru lagi.....þarna var ég skyndilega kominn með 5,5kg lóð í poka og ég nýtti mér það.

Labbaði heim á leið pumpandi grænum 1011 poka. Upp og niður til að hlaða í byssurnar. Það var bara fínt.

Tók sem sagt gott upperbody workout á labbitúr um vesturbæinn. Bæði upphandleggsvöðvar og þessir fyrir neðan þá, sem ég veit ekki hvað heita.


rangt

Það heimskulegasta sem ég veit um eru íþróttakeppnir barna þar sem allir fá gullverðlaun.

Þrátt fyrir að liðið þitt tapi kannski 5 leikjum ílla, þá færðu gullpening.

Bíddu, vill maður ekki ala barnið sitt upp með að leiðarljósi að því meira sem þú leggur á þig, því betri uppskeru færðu?

Viljum við ekki ala upp sigurvegara? Það þarf ekkert að þýða að maður vilji að barnið berjist í blóðbökkum til að vinna no matter what, heldur að hugmyndin að leggja á sig erfiði uppskeri árangur.

Er ég á villigötum?

Ég bara spyr!


Hines

Hata ég Hines eða hata ég Hines. Leikmaður West Ham sem ég er með í byrjunarliðinu mínu í fantasy leiknum.

Hann kostaði mig 10 stig í þessari umferð.

Ef hann hefði ekki álpast til að láta skipta sér inná þegar um 20 mín voru eftir þá hefði ég fengið Hunt inná með 5 stig. Hines fékk svo gult spjald og fékk því 0 stig. Svo umturnaði hann spilamennsku sinna manna og átti þátt í mörkum sem WH skoruðu og mínusaði því 5 stig af Vermaelen, varnarmanni Arsenal. Hann fiskaði m.a. aukaspyrnuna sem varð að marki.

Öflugur skiptimaður, en í þessu tilfelli var hann mér dýr biti.


TORRES

OLÉ OLÉ OLÉ OLÉ ÁFRAM ÁSI, ÁFRAM ÁSI.

TOOOOOORRRRRRRREEEEEEEEEEESSSSSSSSSSS

Ég hef sjaldan öskrað jafn hátt og lengi yfir fótboltaleik. Það var nokkurn vegin svona: GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOLLLLLLLLLL TOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOORRRRRRRRRRRRREEEEEEESSSSS og svo nokkur yeah! í röð.

Var að stríma leiknum hægra megin á tölvuskjánum og vinstra megin var Castello Masters þar sem svíinn Jonson bar sigur úr bítum gegn Kaymer, Nilson og Garcia.

Hann setti loka púttið í til að vinna með einu. Púttið var sirka 6 mtr langt. Mjög flottur endir á tilþrifa miklu móti. Mjög mikið um gott golf og mörg tilþrif.

Góður dagur í dag. Fyrir utan að ég er að veikjast. Finn soldið fyrir húðinni í dag. Er reyndar á íbú en svitna samt þokkalega. Mjög mikið reyndar útaf leiknum. What the heck.

Nú vantar bara að Vermaelen skori fernu fyrir Arsenal til að bústa fantasy football liðið mitt aðeins upp og þá er þetta nokkuð fullkominn dagur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband