Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Víti

Hvað var málið með enska boltann um helgina? fjórar eða fimm varðar vítaspyrnur!

Er það ekki full mikið. Aðeins yfir meðallagi.

Lampard klikkaði á einni slíkri og kostaði mig um 10 stig í fantasí leiknum.

Fiskur í súpunni! mysa í maðknum!


,,Ég vaska þá bara upp"

Mamma er ein margslungnasta manneskja sem ég þekki. Hún er svo mikill refur. Virðist vera voða saklaus á yfirborðinu en er með allt á hreinu og fær oftast sínu framgengt.

Fræg er orðin setningin hennar ,,ég vaska þá bara upp", sögð með titrandi augnhvarm og angurværum rómi.

Með því að segja þetta fann maður ávallt til sektarkenndar og rauk til handa og fóta og vaskaði helvítis draslið upp.

Svo man ég eftir því að á þeim tíma sem maður var unglingur þá var mikilvægt fyrir foreldrana að taka ,,the talk" um kynlíf og slíkt. Nú til dags held ég að unglingar séu svo vel upplýstir að þetta talk sé óþarft, eða hvað? kemst að því seinna með Sebas.

Þetta var náttúrulega eitt það sem maður forðaðist hvað mest. Nánast sem heitan eldinn. Að þurfa að sitja undir þessu tali hjá foreldrum sínum. Gerðist bara ekki vandræðalegra.

Ég var búin að koma mér hjá þessu lengi vel. En svo kom að því að mamma náði að narra mig.

Hvernig fór mamma að þessu í mínu tilviki? Jú, hún lokkaði mig í bíltúr undir þeim formerkjum að við værum að fara að kaupa eitthvað. Svo átti ég náttúrulega enga undankomuleið, lokaður inn í bílnum, þegar mamma tók þetta ,,vangefna" tal.

Man nefnilega að allt var ,,vangefið" hjá manni þegar maður var unglingur.

ÞETTA ER VANGEFIÐ! öskraði ég örugglega og engdist um í farþegasætinu þar sem hún rúntaði um hverfið og sagði mér frá smokkum og einhverju stöffi sem ég var náttúrulega löngu búinn að kynna mér.

Man ekki hvort þetta endaði með því að ég hafi verið fróðari um þessa hluti að bíltúrnum loknum eða hvort ég hafi einfaldlega stokkið út á ferð. Síðari kosturinn finnst mér eitthvað vera aðeins líklegri.


Nyko

Nyko!
Eitt sinn vorum við í bílnum og Sebas kominn á power tripp sem lýsir sér þannig að hann vill ráða hvert skal farið. allíííííí,,,papá,,,,,þangað....og slíkt.

Hann var kominn með svarið. Hann vildi bara og eingöngu fara í Ikea. Allt annað var rugl og var tilbúinn til að berjast til síðasta blóðdropa. Grátandi.

Þá datt mér í hug að afvegaleiða hann með því að segja honum að það væri miklu skynsamlegra að fara í aðra búð. Hún væri í vesturbænum og héti NYKO. Mjög spennandi búð með allskonar stöffi.

Þetta gerði ég svona rétt til að bjarga því að þurfa ekki að fara í Garðabæinn eða hafa grátandi power tripp barn í aftursætinu. Sem er allt í lagi....bara böggandi. Maður reynir oft að lágmarka allt bögg.

Svo náði ég rétt að afvegaleiða hann þegar loks kom svo að því að fara bara actually heim eins og planið var ávallt hjá mér.

Mission accomplished!

Þetta var fyrir þrem vikum.

Heyrðu! hann er ENN að tala um að fara í NYKO. Hann skilur ekkert í þessu í raun. Hvað taki svona langan tíma!


Sabes

Sebas situr límdur yfir óruglaðri dagskrá stöðvar 2. Mjög hentugt. Ég náði að sofa út til 11 fyrir vikið.

Átti erfitt með að sofna í gær sökum ýmsa hluta þ.á.m. skort á kvöldmat. Fékk mér óvart bara eina brauðsneið. Var því með hausverk og slíkt. Poppaði tveim verkjatöflum og datt út samstundis kl 2 og vaknaði kl 11.

Ætlum að borða heima hjá mö&pa á eftir um kl 17


ÍþróttaSebas

Sebastian segir ekki ,,einu sinni fyrir langa löngu" þegar hann er að segja pabba sínum sögur. Hann talar alltaf lágróma röddu, eins og sannur sögumaður, byggir upp spennu og segir ,,einu sinni fyrir langa afa".

Núna er hann Íþróttaálfurinn. Hleypur útum allt, hoppar, gerir armbeygjur og hnébeygjur.

Armbeygjurnar hans eru aðeins öðruvísi. Soldið exótískar.


Sebas

Er heima að passa sebas og mjása. Sá fyrrnefndi er límdur við skjáinn að horfa á Tomma og Jenna inní herberginu sínu. Ró og friður. Ætla að trufla hann núna og leika við hann. Ekki ideal að láta greyið horfa á skjá í fleiri klukkutíma.

Mjási er annars bara á sama stað og hann var kl 15. Sofandi oná stofuborðinu, liggjandi á útijakka Sebas, hann er svo mjúkur.


BBC textalýsingar

Þegar maður er ekki með sport stöðvarnar þá strímar maður bara boltann. Hefur svo fantasy síðuna opna ásamt live text bbc síðunni sem uppfærir mann um hvað sé að gerast í öllum leikjum samtímis.

Oft koma skemmtilegar lýsingar þar inn. Misvitrir tjallar að tjá sig og slíkt.

Hér að neðan eru þrjú textabrot frá chelsea-man city.

From Mete, London, via text: "Re Chelsea goal: It shouldn't have been a corner. Which can only mean Man City now get to go to the World Cup."

1733: And there's Mark Hughes, his hand unshaken for a whole week. Poor Mark Hughes' hand.

BBC Sport's Phil McNulty at Eastlands: "Technical area watch. Mark Hughes and Carlo Ancelotti standing well apart and no indications of any harsh words between the pair so far. All on course for a good old-fashioned firm handshake at the final whistle."


rrip

LP sökkar í augnablikinu. Gerði jafntefli við Blackburn(lið félagsmanna KKK).

Strímaði 30 mín af leiknum og sá bara mellem lið í gangi. Ekkert þarna í gangi. What gives!

Eins gott að þeir sömdu við íslenska strákinn sem er tveggja ára. Hann mun bjarga þessu. Þeir eiga fullt af þannig gæjum en sárafáa sem geta eitthvað.

Þessi pirr færsla er í boði scottie pippen.


kringur

Hef fengið áhugaverðar heimsóknir á síðustu tveim dögum. Í gær komu vottar jeeeehóvar og kynntu okkur fyrir kærleik. Eða reyndu það.

Ég kom með gítarinn til dyra í vinstri hendinni og sebas í hægri. Þær höfðu þetta bara stutt og réttu mér bara bækling. Málið dautt. Ég bauð þeim að koma inn ganginn til að bögga hina í húsinu. Þær tóku því.

Og nú rétt í þessu komu tveir KR hnokkar að betla pening eins og sannir kr-ingar. Þeir voru eitthvað stressaðir greyin þannig að ég létti á þeim með smá custom made húmor (sem gerði þá bara enn stressaðari).

Þeir sögðust fyrst vilja gjafapappír! ég bara...what!....viljið ÞIÐ að ÉG gefi ykkur gjafapappír? nei, uuuuu....við ætlum að gefa ÞÉR gjafapappír.

Ég bara.....GEFA MÉR!

Þá rönkuðu þeir loks við sér og sögðust vera að selja pappír til styrktar kr. Ég sagðist vera Valsari og henti þeim út.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 153685

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband