Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bílaleikurinn

Ég og Beta fórum í hinn hefðbundna hljómsveitaleik á leiðinni í bílnum í gær.

Ég opnaði leikinn með Casio Fatso...þá kom náttúrulega klassískur leikur frá Betu.....Oasis......ég setti í vörn og sagði......Smashing Pumkins.

Þannig gekk þetta. Við fórum sterk inn í S-in og N-in

Svo kom ég með snilldar leik

André 3000

Maður hafði tíma til að hugsa en þó ekki meira en 5 bíla á móti sem við mættum. Og ef ég náði að taka frammúr þá gilti það sem tveir bílar.

Beta fékk því fram að hún mátti nefna hljómsveit sem héti 0 í bókstöfum. Ok, ekkert mál, I pity the weak hugsaði ég.

Nei, nei, þá fór hún bara á google og kom upp með einhverja obscure indverska folk grúppu sem hét Zero!

Svindl af hæstu gráðu!

En ok, for the love of the game þá hélt ég áfram.

Beta reyndi að króa mig af með því að segja Sniglabandið

Ð!!!!!!

Það er bara til ein hljómsveit í heiminum sem byrjar á ,,ð"

Og þar sem ég er hokinn af reynslu þá kom ég náttúrulega með

ðe lónlí blú boys

Snilldar move

Beta reyndi svo aftur að króa mig af með því að segja Strax

Ég var ekki lengi að svara og kvótaði hina víðfrægu New Wave grúppu frá Swindon á Englandi sem gerði garðinn frægan árið 1975.......XTC

Nei, nei, mín bara vildi hringja í vin til að tékka á hvort þetta stæðist!

The nerve!

Hún fékk símtal og auðvitað var henni tjáð að þetta væri indeed hljómsveit

Ég hefði getað sagt xxx rottweiler og fleira en ég vildi láta hana hafa fyrir þessu.

Svo kom sá tími er við sáum skyndilega á sjóndeildarhringnum að við myndum mæta 5 bílum í röð. Nei,nei, mín bara strategísk og bíður með svar þangað til alveg frammá síðustu sekúndu þar sem við erum að fara mæta þeim.

Ég fæ stafinn L og hef 0.9 sek til að bjarga mér

Hef aldrei hvorki fyrr né síðar elskað Lihmal jafn mikið og þarna 0.8 sekúndum seinna.

Ég króaði hana svo af með X-i og hún var frekar sniðug og nefndi XX, sem við bæði fílum. Nú voru góð ráð dýr. Þar sem við vorum búin með öll helvítis x-in.

Ég beitt því bara hennar ráði og þóttist kannast við obscure en gríðarlega efnilega sveit sem nefndist Xtra.

Hún vildi ekki bekena það. Ég sagði henni þá bara að fara á google og tékka!

Nei, það var ekki Xtra Hot an Israeli cable television channel
Nei, það var ekki x-tra! A gay magazine published in Canada

Heldur einhver hljómsveit sem ég hef aldrei heyrt um en er samt til. Ef marka má google.

Til að gera langa sögu stutta þá vann ég þetta á

EAST 17

P.s. Beta mín.....það borgar sig að hlusta á:

....cover band from Wichita Ks that leans towards 80's rock but also loves to sprinkle in more modern stuff. Whatever the era, the goal is the same; To keep the dance floor jumpin. We are the "7 year itch".
https://www.facebook.com/pages/Seven-Year-Itch/137482018688?sk=info


Ferð

Erum komin til Akureyrar í faðm fjölskyldu Kristjáns Sturlusonar. Fer vel um okkur hér.

Er að mæla Norðlendinga fyrir nýjum golfkylfum. Það var allt uppselt í mælingar í dag. Svo eru bara tveir tímar eftir á morgun. Þetta rokgengur. Mjög ánægður með það.

Lögðum af stað kl 12 frá bænum

Surguðum í okkur nammi, hamborgara á dósinni og allskonar vitleysu á leiðinni. Þannig að þegar við silgdum í hlað þá þurfti minn svona líka að þrusa í klóstið.

Af virðingu við Kristján og frú þá ætlaði ég bara að gera það niðurfrá þar sem við myndum mæla fólk.

Kom þangað og menn bara mættir í biðröð. Enginn tími.

Kit kattið, Prins pólóið, þristurinn, hamborgarinn og allt sullið fékk að bíða þangað til heim var komið kl 22:30

Af 7 manns hérna inni á heimilinu er ég einn eftir á lífi eftir þessa klósettferð og skrifa þetta sem neyðarkall.

Nei, en án djóks þá var þetta törn.

Og enn meira á morgun þar sem ég gleymdi að bóka mig í matarhlé.

Good times


Strákurinn með svörin

Eftir dágott spurningarsession einn daginn þá var ég farinn að brosa bara til Sebastians.

Hann bara........,,af hverju ertu að brosa?"

,,Af því að ég vildi að ég væri aftur svona lítill strákur eins og þú"

,,ha? af hverju viltu það?"

,,Af því að það er svo gaman að vera bara frjáls að gera eitthvað skemmilegt alla daga. Leika sér með bílana sína, fara í fótbolta með vinunum, hanga með pabba mínum, borða nammi, leika allan daginn með vinunum sínum á leikskólanum og bara ekki hafa áhyggjur af neinu"
.
.
.
.
.
.
.
.
.
,,farðu þá bara að væla"

,,hmmmmm?...........af hverju segiru það?"

,,farðu þá bara að væla eins og lítill strákur og þá ertu aftur orðinn lítill strákur"

sagði Sebas sniðugur og brosti út í annað þar sem hann sat kúkandi á klóstinu.

Þar með endaði enn eitt gott spjall okkar á klósettinu. Hann kallar nefnilega alltaf á mig löngu áður en hann er búinn. Bara til að spjalla. Og halda áfram að spurja spurninga. Ég elska þennan strák svo mikið.


rational

Mér finnst svo gaman að hlusta á Sebs vera lítill strákur.

Endalausar spurningar um allt og ekkert.

Litlir mundane hlutir eru honum rosa mikilvægir.

Dæmi: Hann á erfitt með að sætta sig við að bíll sé t.d. rauður.

,,Nei, það er líka smá svart í honum. Þá er hann ekki bara rauður!"

,,Já vinur en það er langmest rautt í honum og þannig er bara auðvelt að segja að hann sé rauður"

,,já en hann ER ekki bara rauður"

SARG!!!!

Hann leitar af útskýringum við alla mögulega hluti. Ef hann fær ekki fullnægjandi svar þá býr hann sjálfur til eitthvað sem meikar sens.

,,Af hverju eru rútur stærri en strætó?"

,,uuuuuu er það? eru þeir ekki bara svipað stórir?"

,,JaaaaaaÁ það er útaf því að þeir keyra lengra"

,,mhm....ok"


Lífið sem lítil strákur

Við Sebas erum búnir að ræða mikið um Star Wars myndirnar. Þó ég sé ekkert brjálað fan þá er sonurinn allavega að missa sig þessa stundina.

Ég hef verið að útskýra fyrir honum hvernig kvikmyndir eru bara plat og eitthvað sem einhver tekur upp á myndavél og lætur fólk leika.

Þetta segir sig náttúrulega ekkert sjálft. Litlir drengir vita ekkert hvað er að gerast inn í þessum litla skjá sem sjónvarp er.

Þannig hef ég verið að útskýra fyrir honum að þetta séu leikarar. Han Solo heitir t.d. í alvörunni Harrison Ford. Og hann leikur líka Indiana Jones og svo framvegis.

Ég sýndi honum svona backstage/behind the movie myndir af Star Wars þar sem leikararnir eru að gantast og slíkt.

Honum fannst þetta mindblowing

Svo fórum við í gangafótbolta

Allt í einu spyr hann mig

,,Pabbi"
,,Já vinur"
,,hver ætlar að leika okkur?"

Ég sé að ég á enn soldið í land með að útskýra hlutina


einfalt

planet

SIRZENEGGER

Djöfull er ég ánægður með sjálfan mig. Byrjaði fremstur í upphitunarhringnum í Crossfit áðan. Það tóku bara 1/4 frammúr mér. Sem er mikil framför síðan fyrir viku.

Eftir hringinn átti svo að koma inn í sal og sippa 50 sinnum og taka:

10x push eitthvað (man ekki)
10x eitthvað stöff
10x eitthvað

Þetta þrisvar sinnum.

Ég var fyrstur!

Ég vil meina að þetta sé mitt Rocky móment. Ég var sirka hoppandi og öskrandi af gleði. Inní mér.

Svo gerðum við tækniæfingar og í lokin var æfing dagsins. Hún var þannig að þú varst með tvo æfingar-þyngdarbolta. Maður átti að squatta niður með rassinn á fyrri boltann sem var á gólfinu og spretta svo upp, haldandi á hinum boltanum við brjóstið, og negla honum 3 metra upp vegg.

Kallast Karen þessi æfing. Áttum að taka hálfa Karen sem eru 75 sinnum. Ef maður gat það á undir 3:30 þá átti maður að halda áfram og taka fulla Karen sem er 150 köst.

Vorum tveir saman og hinn gaurinn var ungur og sæmilega massaður. Hann tók 75 á 3:55

Einhverra hluta vegna þá var ég gríðarlega pumped up og brjálaður í að gera þetta.

Ég reif þessa æfingu í mig og kláraði á 2:14!

og nelgdi boltanum niður í gólfið að því loknu. Ég var í svo mikilli adrenalín vímu.

Ég átti þá að halda áfram en metnaðurinn var þá klárlega að dvína því ég nennti ekki fleirum en 100.

Ég vil meina að þarna hafi golfarinn í mér stigið upp. Við erum sterkir í öxlum og höndum.

Sorrí...smá mont póst


sans svefn

DK með kvef......vorum vakandi frá kl 4.....erum þreytt.....sérstaklega Beta sem er sú eina sem ekki hefur getað lagt sig aftur...........so........beware!

framtíð

Davíð Kári hefur áhuga á Danmörku. Hann tjáði mér það í gegnum dulin skilaboð. Hann komst nefnilega í sjónvarpsfjarstýringuna og uppá skjáin kom allt í einu leitarglugginn á voddinu. Svo komu stafirnir ,,mön"

Ég leit á minn mann. Hann bara eitthvað kjammsandi á fjarstýringunni. Frekar glaður með þetta óvanalega frelsi til að handleika forboðin hlut eins og fjarstýringu.

Ég ýtti svo á ,,ok" eftir á til að sjá hvort eitthvað H.C. Andersen eða eitthvað álíka kæmi upp.

Það fannst ekki neitt

WHAT DOES IT ALL MEAN!!!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband