Færsluflokkur: Bloggar
3.4.2012 | 19:56
Ný könnun
Er eðlilegt að skera allan matinn sinn niður í bita áður en maður byrjar að borða?
Ég geri það ekki. Hef ekki þolinmæði. En mér finnst þetta áhugaverð pæling.
Soldið barnalegt kannski
hmmmmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2012 | 09:20
DK
All hell is about to break loose!
DK er að munda sig við að byrja að skríða.
Hann setur rassinn upp í loft
Það er oft merki um að menn eru að hugsa sér til hreyfinga
Annars er hann orðinn skemmtilega interactívur. Byrjaður að spjalla á fullu og kalla á mann þegar hann vill fá athygli
skemmtilegur tími
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2012 | 09:24
0
Fyrsti dagur í vinnu í 2 mánuði.
Sweet nectar of all that is sacred
Búinn að vera að telja niður
Það á ekkert sérstaklega við mig að hanga heima, þó það sé nú alveg indælt að vera með stráknum sínum. Þá er meira fjör í vinnunni.
Mælingar ofan á mælingar í dag
Allir að kaupa ný sett fyrir sumarið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2012 | 10:48
speki dagsins
Sá góða speki í dag
,,Ef ég myndi borða sjálfan mig, myndi ég verða tvöfalt stærri eða hverfa?"
Mindblowing stuff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2012 | 10:01
Casa Fatso
Busy Casio Fatso dagur í dag
Verðum í því að sjæna æfingarhúsnæðið, sem gengur undir nafninu, Casa Fatso.
Hengja upp teppi til að dempa hljóðið og svo gluggatjöld. Svo er æfing frá kl 19 til sirka 23/24
Good times
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2012 | 09:58
1 apríl
Í dag er gabbi gabbdagurinn. Ég náði Betu í sirka 5 mín með snilldar gabbi. Hún varð pínu reið og svo mjög fegin þegar hún fattaði það. Gabbið verður ekki gert opinbert.
Annars ætla ég að vera alveg laus við frekari göbb í dag
Þess má geta að gabbdagurinn á Spáni er ekki í dag.
Hann er alltaf 28.desember!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2012 | 09:55
Ljóð dagsins
Jæja, þá er komið að uppáhalds ljóðinu mínu
Það er hægt að fara með það einungis einu sinni á ári
Á þessum degi.
Ljóðið er eftir Andra Snæ og er svona:
1.apríl
Marsbúinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2012 | 17:13
aumur
Miðvikudags crossfittið skildi mig eftir hálf lamaðan
Ég er ennþá eins og T-Rex risaeðla

Handleggirnir á mér eru gjörsamlega useless!
Get ekki ennþá rétt alveg úr þeim. Það eru svo miklir strengir í þeim að ég gæti opnað gítarverslun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2012 | 14:10
Útskrifaður í Crossfit
Ég lauk grunnnámskeiði í Crossfit í gær
Djöfull voru þetta erfiðir tímar þessir tveir síðustu
Á miðvikudaginn þegar um 20 mín voru eftir af tímanum þá tókum við Wod-ið(workout of the day).
400m hlaup
21 ketilbjalla(henda þungu lóði frá ca klofi og uppfyrir haus)
12 upphýfingar
Þetta allt þrisvar sinnum
Ég var búinn á því. Það sem drepur mig eru þessi hlaup.
Svo í gær þá var wod-ið þannig að maður átti að taka 5 mín á fullu og hvíla í 1 mín, svo aftur 5 mín á fullu og hvíla í 1 og svo aftur 5 mín á fullu.
Og á þessum 5 mín þá tók maður:
1mín í Wallballs(kasta þungum bolta 3m upp vegg)
1mín í SumoDeadLift (lyfta þungu lóði frá gólfi upp að höku)
1mín í kassahopp (hoppa upp á 50cm stóran pall)
1mín í Push Press (taka lóð frá höku og uppfyrir haus)
1mín í róður (á fullu)
svo hvíla í 1 mín..........þrisvar í gegn!
Við vorum tveir saman og fyrst tók ég allt þetta og hann skráði niður og hvatti
Ég náði ekki góðu skori EN ég var lang bestur þarna inni í að hvetja minn mann áfram. Ég öskraði og öskraði á greyið strákinn. Enda skilaði hann mun betra skori en ég. Just sayin....
Núna er ég sem sagt gjaldgengur í opna crossfit wod tíma
Ætla að taka þriðju og fimmtudaga og stundum laugardaga. Kostar mig tæplega 6þ á mánuði. 2990 að vera í World Class og það sama að vera í þessu Crossfit.
Þetta gæti verið málið fyrir mig. Er strax farinn að sjá gífurlegan mun á þoli og líkamlega. Bara á einum mánuði.
Markmiðið er að komast í tveggja stafa tölu fyrir jólin!
eða ,,operation see the holy D before the holi-days" eins og verkefnið heitir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2012 | 21:56
Flott útskýring á því af hverju Barca eru bestir í heimi
Gary Neville MNF analysis of el clasico 10/12/2011 by elemenoelemeno1
Linkur ef myndbandið sést ekki
http://dai.ly/tEfpot
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar