Færsluflokkur: Bloggar
11.4.2012 | 21:07
labbakútur
Fór í bæjarrölt um Alicante. Labbaði af mér sokkana. Mældi þetta á google earth áðan og í beinni línu þá var þessi leið 5.6km
Þannig að þetta voru örugglega um 10km allt í allt. Því maður var náttúrulega að skoða og spígspora út um allt.
Fann tvær mjúsíkbúðir. Ekkert merkilegt þar inni. Þannig að ég keypti bara eina jacksnúru á 1000kr til minningar. Kostar örugglega um 3þ hérna heima.
Fór í hina obligatory H&M heimsókn. Það var hins vegar ekki barna- né herradeild þarna þannig að ég keypti bara eitthvað fallegt handa Betu.
Fór svo í Springfield og keypti mér killer bol
Labbaði svo í um 3 tíma í leit að kaffihúsi með wifi access. Fann um þrjá bari. Allir með wifi eeeeen virkaði aldrei neitt. Þannig að ég át bara hamborgara og fór. Versti hamborgari sem ég hef fengið.
Á morgun er svo fullur golfdagur. 36 holur. Golfbíll. Tan og læti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2012 | 14:27
1.dagur
Kominn til España
Fór í háttinn eftir ferdalagid kl 5 ad stadartíma
Átti svo teig kl 8:30
Sjénsinn
Ég svaf frekar út og maetti ferskur kl 13
Tók bara 9 holur thví ég gleymdi ad taka med mér drykki og var thví adframkominn
Spilamennskan var lala midad vid ad hafa spilad sídast í ágúst eda svo
+4
Thad sem var ad voru púttin. 3púttadi sem enginn vaeri morgundagurinn
4 skollar og rest par
Aetla svo núna bara ad fara ad leika mér í púttum og vippum
Flott vedur. Smá gola. Sem er fínt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2012 | 23:57
Endur fyrir löngu
Við fórum að gefa öndunum í dag
Með fullan brauðpoka af dýrindis brauði
Röltum upp að öndunum og byrjuðum að henda brauði
Engin sýndi áhuga!
Ekki einu sinni eitt einasta augnaráð!
nei, nei.............helvítis endurnar voru bara SADDAR!
Ég hef bara aldrei heyrt annað eins rugl
Hef sjaldan verið eins móðgaður
Hér erum við komin. Með brauð í poka. Öll að vilja gerð. Ætlum að GEFA þeim að borða. Litlu skinnunum.
Ég verð eitthvað að endurskoða þessar heimsóknir niður að tjörn!
Búm TISS!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2012 | 11:03
........
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Farið varlega þarna úti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2012 | 10:58
Dagurinn
Allir nýbaðaðir
Töffaraföt
Rölta niður laugaveginn með DK í vagni
Pulsuát
Almenn blíða
Syngja í bílnum
Vöfflur
Vor í lofti
Heimsækja ömmu og afa
Casio Fatso æfing
Hljómar eins og plan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2012 | 22:48
ofmat
Er að fylgjast með Masters á netinu. Þulirnir eru góðir. Fyrir utan eitt atriði.
Þeir tala eins og þessi grín og þessi völlur séu það erfiðasta sem þessir kylfingar eiga eftir að gera í lífinu.
Jú, það er erfitt að pútta þarna og slíkt. En só fokking what! Þetta er bara leikur. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað mikilvægt eða skipti máli í lífinu. Þannig séð.
úúú grínin eru hröð.....úúú þetta horn er erfitt
Whatever
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2012 | 11:47
Sebas
Er eðlilegt að verða læs áður en maður byrjar í grunnskóla?
Sebas stendur sig vel í lestrinum. Getur stafað sig í gegnum orð og lesið með herkjum. Ef hann er í stuði.
Sem hann er akkurat núna
Okkur fannst gríðarlega merkilegt þegar hann allt í einu las á bolinn minn
við bara VÓ!
Þá fór hann að slá um sig með því að nefna að Indland væri í Asíu
Þá sprungum við úr hlátri
Sem frekar kynnti undir ,,the natural showman" sem hann er. Staðreyndir flugu, flestar eitthvað um Indland og flestar viljandi rangar.
Það er ekkert mál að fá athygli. En það er annað mál að halda henni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2012 | 10:42
páskar
Eggið fannst inn í þvottavélinni
En svo er athyglisvert að sjá að Sebas hefur engan sérstakan áhuga á súkkulaðinu
hann var ekkert brjálæðislega spenntur fyrir að opna eggið
Svo fékk hann sér bara 2-3 bita og done
Það þýðir bara eitt
.
.
.
.
.
.
.
Helvítis súkkulaðið á eftir að enda utan á mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2012 | 23:45
er til betra lag í heiminum í dag?
linkur ef hitt draslið virkar ekki http://www.gogoyoko.com/song/446564
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2012 | 20:51
Sölutölur dagsins
Dauður Nokia E65 seldur á 4þ
Dauður Blackberry seldur á 4þ
Nokia snertisími seldur á 10þ
Ryðgað útjaskað grill selt á 5þ
Snilldar magnari á 29þ
Snilldar box á 14þ
Ipad 1 seldur á 30þ
Samtals 96þ
Ekki slæmt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 153713
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar