Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

mæliaf

Héldum uppá afmælið hans Sebastians í Ævintýragarðinum í dag

Það gékk vel.

32 fimm ára börn í sykurvímu en engin slys. Sem hlýtur að vera eitthvað heimsmet

Við Beta gerðum súkkulaðikökurnar sem Sebas bað um svo var boðið uppá pitsur og nammi

Allt étið

Sebs fékk fullt af pökkum, það sem stóð uppúr var beyblade, star wars skutla og Hulk kallinn.

Ég reita þetta afmæli sem algjört success


Er rangt að þykja sitt eigið lag best?

Mustang by Casio Fatso

Mér er spurn....

Er þetta eins og með prumpið?

Sumir segja að öllum finnist sitt eigið prump best. Ég er reyndar ósammála því mér finnast öll prump ógéðsleg.

En allavega, þetta er lagið Mustang. Mér finnst það gott og dramatískt og ég skammast mín ekkert fyrir að segja að mér finnst það best í heimi.


Bauhaus

Hafið þið séð Bauhaus auglýsingarnar?

,,Bauhaus...Opnar bráðlega"

Bíddu....bráðlega!

Eru þetta ekki þjóðverjar?

Bráðlega!

Hvað varð um þýsku nákvæmnina?

Hefði haldið að þarna myndi standa

,,Bauhaus...opnar á slaginu 10:00 þann 5 júní"


ert þú næntís barn?

Ég veit það ekki. Ég þekki allt þarna en í raun var þetta allt beneath me nema atriði 3 og 4. Hafði engan áhuga á öðru þarna. Ég er samt pottþétt ekki eitís barn 


.

Til hamingju með föstudaginn.

Q?

Would Handball also be called football if it was played in the USA?

Plakatið

Ég, Beta og DK snæddum í dag á Búllunni á Bíldshöfða. Er við vorum að panta rak ég augun í plakat upp á vegg inn á kaffistofunni hjá þeim. Úr allra augsýn og klárlega ekki fyrir almúgan.

Verandi þessi gríðarlegi spekúlant og grúskari þá kallaði þetta plakat á mig.

Það stafaði nánast pínu bjarmi af því og gott ef ég sá ekki pínu geislabaug umkringja það.

Við átum góðan mat en allan tíman var ég að hugsa um þetta plakat

Ég fann hvernig þessir fimm einstaklingar sem á því voru ákölluðu mig.

Á endanum stóð ég upp og fór rakleiðis að afgreiðslumanninum og pantaði sheik.

,,Það gera 690 kr" sagði hann

,,Ég skal borga þér 1000kr ef þú hendir þessu plakati með í dílinn"

Gaurinn soldið hissa leit í kringum sig og fann ekkert plakat

,,þetta þarna inn á kaffistofunni ykkar, þarna bakvið"

,,hehe þetta eldgamla úr Æskunni?"

Gaurarnir á grillinu komu aðvífandi og tóku þátt í þessu samtali. Fannst þetta mjög áhugavert. Sennilega hápunktur dagsins hjá þeim.

Þeir þrír gegn mér í rökræðum um plakatið, virði þess og ágæti. Ég talaði það niður en þeir upphófu það, eins og sannir kaupmenn.

Þannig gékk það í smá tíma þar til aðalgaurinn sagði loks

,,ég verð að fara og spurja eigandann"

Á meðan gaurinn fór inn á skrifstofuna þá horfðu þessir fimm einstaklingar á plakatinu á mig. Biðu spenntir eftir framvindu mála. Einn af þeim pottþétt á móti allri sölu á meðan hinir örugglega fegnir því að komast í burt á nýjan stað.

Eigandinn kom út af skrifstofunni og brosti í kampinn

Kíkti á plakatið og sagði

,,ég skal gefa þér þetta plakat"

,,nau! takk fyrir það"

,,Ekkert mál, skal gefa þér það því ég hef aldrei þolað þennan söngvaraskratta. Dillandi sér eins og hommi um sviðið"

,,hehe ok, það mun sóma sig vel upp í æfingarhúsnæðinu, takk kærlega fyrir"

,,ekkert mál, passaðu það vel því plakatinu fylgir reyndar mikil sál og dulúðlegur blær"

,,ég spái því að það muni spila stóra rullu í því að gera okkur heimsfræga"

,,gangi ykkur vel"

Með það, rétti hann mér plakatið í hendur og mér fannst sem ég fyndi mátt minn aukast. Hendur mínar fylltust af dularfullri spennu

Mér datt ,,Kalli í knattspyrnu" strax í hug. Gömul myndasaga, gott ef hún var ekki einmitt úr Æskunni

Kalli þessi átti skónna hans Hemma Gunn sem stýrðu honum til sigurs og færðu honum lukku.

Þetta plakat mun gera slíkt hið sama fyrir mig

Ég finn það í loftinu

Skynja það

Gaman er frá því að segja að plakatið er frá áttatíuogeitthvað úr Æskunni og aftan á því eru Rokklingarnir

Þessir fimm einstaklingar á plakatinu spiluðu aftur saman um síðastliðna helgi eftir rúmlega 20 ár í sundur. Allir nema söngvarinn hommalegi og gítaristinn hægláti.

Það er núþegar komið upp á vegg í æfingarhúsnæðinu

Ég reikna með að ég muni spila líkt og ég væri með sprengjur í höndunum á næstu æfingu.


Hologram

Tupac Shakur kom fram á tónleikum um daginn, 16 árum eftir að hann dó.

Hann performeraði sem hologram á sviðinu

ok

Þið vitið hvað þetta þýðir

Brátt mun allt verða stútfullt af tónleikum með dauðu fólki

Bítlarnir
Queen
Elvis
Nirvana
Jimi Hendrix
Rolling Stones......no....wait

Finnst það bara gaman. Verður spennandi að sjá hvort þetta muni verða eitthvað


ammæli

Sebas hringir sumarið inn þetta árið. Hann á afmæli á morgun.

Óskalistinn:

Beyblade dót
Star Wars kall
Thor kall
Hulk kall

Djöfull hefði ég átt að geyma alla kallana mína sem ég lék mér með sem gutti

Action Force
He-Man

Ég átti Skeletor kastalann. Sá hlutur er flokkaður sem besta jólagjöf sem ég hef fengið. Ever.

Eigum enn eftir að kaupa gjöfina fyrir Sebas. FOKK!


Fyrirliðinn SIR

Ég man sem gerst hefði í gær þegar ég var gerður að fyrirliða Hvatar á Blönduósi.

Þ.e.a.s...............B-liðs Hvatar í pollaflokki

Það var mjög mikil skömm, að mínu mati.

Að meika ekki A-liðið..........algjör skandall

Allir vinir mínir voru í A-liðinu. Nema ég.

Mér til varnar var sú staðreynd að ég var aldrei neitt sérstaklega góður í fótbolta.

Ég man að Auðunn, sem þá var að þjálfa okkur, sagði á síðustu æfingunni fyrir þetta stóra pollamót sem var í vændum að enn væri séns að hann myndi breyta um og færa menn á milli A liðs og B liðs. Það færi eftir árangri á þessari síðustu æfingu.

Sjaldan eða aldrei hefur lítill Sigursteinn hlaupið meira eða gefið af sér af öllum lífssálarkrafti. Í þeirri von um að vinna mig inn í A liðið.

Ég bar hjartað á erminni og þeyttist um sem kvíga á vorin með sinnep í rassinum.

Fór í allar tæklingar. Upp í alla skallbolta. Gaf boltann. Hljóp og hljóp og hljóp.
.
.
.
.
.
.
Ég hef líklega aldrei orðið jafn sár og niðurlútur þegar Auðunn tilkynnti að engar breytingar yrðu gerðar á liðunum

Ég gekk heim með skottið á milli lappana.

Þvílík skömm

Þvílík niðurlæging

Dagar liðu og senn kom þetta godemn pollamót

Ég endaði á því að rúla B-liðinu. Skoraði beint úr hornspyrnu og fleira.

Big fish in a little pond

Það er stundum gott.

En skömmin yfir því að hafa verið í B-liði Hvatar á Blönduósi ber ég enn í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 153707

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband