Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bíórýni: The Avengers

Við fórum sem sagt í bíó í kvöld.

The Avengers

Hún er frábær

Fyrsta alvöru þrívíddar myndin sem ég sé. Þar meðtalin Avatar og allar þessar wannabe 3D myndir!

Þær hafa alltaf haft svona þrívíddar móment þar sem tæknin er sýnd sem nokkurs konar show off.

The Avengers.........ekkert svoleiðis. Bara alvöru þrívídd í gangi sem þjónaði tilgangi myndarinnar.

Ég mæli eindregið með þessari ræmu og það er skylda að fara á hana í bíó

Annars ertu bara að sjá helming myndarinnar

Good shit ræma

Fyrir hverja sekúndu sem þú lætur líða án þess að sjá þessa mynd í bíó deyr lítill rassálfur!

Þetta er á þinni samvisku.....mundu það!


The Avengers

Það skemmtilegasta við bíóferð er bílferðin heim

Eftir góða mynd....sérstaklega góða ofurhetjumynd þá er Captain Siggi Þór Stark ávallt í stealth mode

Ég ók um götur Reykham city með minn nýja ofurkraft að vopni

Skilvirkni!

Ég.....ER.....Efficiencyman!

Skynjun mín er ofurvirk og ég finn ávallt bestu leiðina að takmarkinu með því að nota sem minnsta orku

Merki góðrar myndar í bíó fyrir SIR er þessi áframhaldandi ímyndum að ég sé inn í myndinni. Að það vari lengur en bílferðin heim er klárlega merki 5 stjörnu myndar.

Við náðum í DK til tengdó. Ég fann í bílnum á leiðinni heim frá þeim að ofurkraftur minn fór dvínandi. Það var lítill Hulk í aftursætinu sem reyndist vera kryptónít á ofurkraft minn.

Það var klár fylgni á milli tíðni öskra Hulksins og dvínandi brynju ofurkrafta minna.

Hann kom mér aftur á jörðina


Peavey

aaaawwwwww yeah!

Peavey Classic 50 er sem hugur manns

Fór og vældi í gegnum kvikindið í kvöld.......hunang!

Keypti hann af Begga Morthens

GCD magnarinn mættur!

Sæll

Svo er volume pedallinn frá Greifunum

Gerist þetta harðara!


fannst þetta of gott

http://hahgay.com/

Silversun Pickups

Strímaði nýju Silversun Pickups plötunni.

Eftir eina hlustun þá fæ ég á tilfinninguna að syntha gaurinn í bandinu sé að fá of veigamikinn sess.

Smá vonbrigði en er samt pottþétt plata sem vinnur á.

Man að mér fannst singúllinn ekkert spes í fyrstu 2-3 skiptin

Núna er hann flottur

Þessi skífa verður samt pottþétt ekki á pari við fyrstu tvær frá þeim.

Vantar meira fuzz skotið hunangs sánd á hana til þess.

Vantar fleiri hardcore gítarriff

vantar fleiri clear cut húkka

En allavega......alltaf gaman að hlusta á þau því þau eru með svo distinctive þykkt og flott sánd.


HauBaus

Beta plataði mig í Bauhaus. Labbaði þaðan út með risa málverkamynd af Manhattan. Sáum krana sem við keyptum á 20þ um daginn á 10þ í bauhaus........svekkjandi

Boys II Men

Var spenntur fyrir opnun nýrrar búðar í Smáralindinni. Hún heitir Boys og er með strákadót

Fór þangað í leit að derhúfu og rauðum skóm.

Búðin stóð undir nafni og var sannarlega fyrir stráka. En kannski single, undir tvítugt stráka.

Ekki mig

Því miður

Sá reyndar ágætis rauða skó en þeir kostuðu 20þ

Vil bara eyða sirka 7þ í rauða skó

Svo finn ég bara ekki derhúfu sem mér finnst töff. Þær eru allar svipað óspennandi hérna á Íslandi. Ég vil svona Dennis Rodman húfu í trucker style með rosalegu glysi framan á.

Held áfram að leita


Gratis Sebas

Fórum pínu í Smáralindina þar sem ég og Sebs kíktum á skemmtigarðinn

Veit ekki hvað málið er en fríir leikir elta þennan dreng uppi

Ég borgaði ekki einn einasta leik!

Hann tók guitar hero og rústaði leiknum. Fór á skeljarnar og allt með gítarinn. Tók vídjó af því

Svo tók hann ókeypis ferð á gulu mótorhjólunum.

Svo voru þarna nokkrir körfuboltar sem hann henti.....áleiðis....í körfuna.

Fjör


Tregi

Keypti Peavey Classic 50 af Bergþóri Morthens í kvöld. Eða skipti reyndar á honum og Mesa/Boogie MKIII þar sem mun auðveldara er að róta Peavey og ég losa um 50þ krónur í leiðinni :)

Allavega...Sebas kom með mér

Í bílnum á leiðinni heim þá sagði ég honum frá því að Bubbi væri bróðir hans og leyfði honum að heyra uppáhalds lagið mitt með honum.

Svartur Hundur af sex skrefa plötunni

Þeir sem þekkja lagið vita að það er frekar sorglegt og fjallar um hve Bubbi saknar Brynju enda samið um það leyti sem þau skilja. Rosalega persónulegt.

Svo klárast lagið og Sebastian segir

,,pabbi, þetta er soldið sorglegt"

Ég var ekkert búinn að tala um lagið. Hann skynjaði tregann.

,,já, ég veit vinur...finnst þér það ekki bara fallegt?"

,,ég er kominn með tár"

Þá snéri ég mér við og sá að hann var alveg að fara að gráta

Þá útskýrði ég fyrir honum að stundum eru svona lög bara falleg og það er allt í lagi að verða sorgmæddur yfir því.

reyndar var komið kvöld og fram yfir háttatímann hans og minn orðinn sybbinn.

Ég breytti svo bara um umræðuefni og spurði hvaða hressa lag hann vildi fá núna.

,,ég vil aftur sorglega lagið"

Finn á mér að hann á eftir að verða dramatískur eins og ég. Enda hálfur spánverji.


fallegi lúserinn

Hátalarinn í gemsanum mínum er ónýtur og ég heyri ekkert í fólki. Þannig að þegar einhver hringir þá verð ég að láta viðkomandi á speaker til að heyra enda annar hátalari þá í gangi.

Þetta er algjört bögg

En bara útaf því að fólk heldur að ég sé þroskaheftur lúser

Ég meina, hver labbar um og talar við fólk í gemsa alltaf á speaker!

Athyglissjúkt fólk og lúserar

Bara að láta alla vita.....ég er kannski lúser en ekki útaf þessu!

Þetta er af íllri nauðsyn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 153706

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband