17.6.2012 | 23:32
Smashing Pumpkins - Oceania: Gagnrýni
1.Quasar. Fullkomið fyrsta lag. Brjáluð byrjun. Dúndrandi trommur og mikið að gerast. Minnir rosalega mikið á Cherub Rock, sem er ekki slæmt. Ekki mikill húkkur og hefði ekki verið jafn sterkt nema bara sem fyrsta lag. Þykkt og flott gítarsánd eins og Billy er einum lagið. Frábær byrjun. 8 af 10
2.Panopticon. Rosalegar trommur og þykkur gítar. Flottur húkkur og laglína. Alvöru lag sem gæti staðið hvar sem er á plötunni. 8.5 af 10
3.The Celestials. Frábært múv hjá Billy að koma með þetta sem þriða lag þar sem það róar keyrsluna aðeins niður. Flott uppbygging. Fínn húkkur. Killer miðjupartur. Gítarsándið dropdead georgous sem endranær. Elska líka þegar gítarinn fylgir röddinni eins og í síðasta partinum. 8.5 af 10
4.Violet Rays. Besta lag plötunnar! Hands down. Kúl intró. faraway spúkí strömm gítar. Í raun killer lag í alla staði. Uppáhaldslagið mitt í dag. Aftur er trommarinn að koma sterkur inn og náttúrulega Billy bara sjálfur með 0.0% veikan punkt. Elska svo þennan miðjupart 2:58 þegar hann heldur tóninum og dettur inn í miðjupartinn sem komplementar laginu svo all rosalega. 11 af 10
5.My love is Winter. Í fyrstu frekar mundane lag. En svo allt í einu stend ég sjálfan mig að því að humma þetta goddem viðlag. Engin geimvísindi hér en samt bara allt í lagi. 7 af 10
6.One diamond, one heart. Fíla þetta Baba O'Riley dæmi. Samt næst mest mundane lag plötunar. Ekkert að gerast gítarlega séð. 4 af 10
7.Pinwheels. Aftur pínu Baba fílíngur. Gítarinn tjúnaður í opin hljóm. Gefur þessu spes fílíng. Nokkurskonar Thank You Led Zeppelin væb. Ótrúlega flott gítarlína sem kikkar svo inn á 1:28 og ógéðslega flott þegar kórusinn kikkar inn á 2:56. Töff lag. 8 af 10
8.Oceania. Titillag plötunar. Þetta lag er í þrem pörtum og er yfir 9 mín. Heilt yfir þá fittar það vel inn í þessari skífu. En ekki eitt og sér. Hver partur hefur sinn sjarma. Þetta er alveg lag sem ég nenni að hlusta á. Skippa ekki yfir það. Hápunktur er sennilega gítarsólóið í lokin. Géðveikt flott sánd og skemmtileg pæling. 6 af 10
9.Pale Horse. Mjög mundane lag. Óspennandi á allan hátt. Gef því 3 fyrir þennan da da da da da dum part sem er töff. En 10 sekúndna bútur er ekki nóg til að halda uppi heilu lagi. 3 af 10
10.The Chimera. Djöfull er þetta flott gítarsánd. Djöfull er þetta flott gítarriff. Lagið ágætt. Hefði geta verið meira spennandi en samt allt í lagi. Sagan segir að Billy hafi verið að dútla sér með gítarinn á meðan það var 10 mín pása og Mike trymbill hafi tekið eftir einhverju riffi. Billy bara ,,í alvöru...ok...skal semja lag útfrá því". Skilaði því svo inn eftir viku. Hefði átt að gefa sér viku í viðbót og gera það aðeins betra að mínu mati. Útaf því að þetta riff og sánd er killer. 6 af 10
11.Glissandra. Frábærar gítarpælingar. Skemmtileg rennibrauta pæling hjá Billy. Þetta upp og niður sánd hjá honum segir hann að sé sitt uppáhalds hljóð á plötunni. Lagið er ágætt. Basic. 7 af 10
12.Inkless. Svo, svo mikið Siamese dream lag. Frábært í alla staði. Géðveikur gítar. Kúl riff. Elska svona pælingar. Octave pælingar og gítar syngur með rödd. Allt minn tebolli. Besta sóló plötunnar á mín 1:26. Svo, svo, svo svalt. Er endalaust með það á rípít. 10 af 10
13.Wildflower. Rólegt dáner lag um dauðan vin hans Billy. Ekkert spes. Leiðinlegur endir. Samt rosalegt sóló á mín 3:15. Delay/reverb feedback himnaríki dauðans. Elska það....lagið?......ekki svo mikið. 3 af 10
Heilt yfir þá elska ég þetta gítarsánd sem hann vefar yfir plötuna. Þykkt og fallegt eins og í gamla daga. Flottir húkkar inn á milli. Killer riff. Fín plata. Heildarskor 90 af 130 eða tæplega 7 í einkun.
Eftir stendur......ánægður með comeback gamla gítarsándsins og ánægður með trommarann. Líka ánægður með að hann dömpar soldið þessari kassagítarspælingu sem hefur einkennt soldið hljóminn í lögunum hans síðast liðin nokkur ár.
Bíð spenntur eftir næstu plötu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2012 | 22:03
áhorf
Us Wide Open er að ná spennuhámarki
http://www.stream2watch.me/golf/us-open-golf-2012-live-stream
fín slóð á mótið
Vona að Westwood taki þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2012 | 19:23
Ný könnun
Ný könnun hér á hægri hönd
Kjóstu
ef ekki þá mun eitthvað koma fyrir
Pottþétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2012 | 13:40
Toppleðja
Fór á Botnleðju í gærkvöldi. Það var góð skemmtun. Bara verst hve ég var þreyttur. Ég mætti tímanlega eins og miðinn sagði....kl 21.......Botnleðja steig á svið litlum 3 tímum seinna!
En fyrst, kl 23 byrjuðu Nolo að hita upp. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir eru svo mikil krútt. Soldið svona Mgmt meets ekki neitt. Þeir fengu ekkert sérstaklega góðar viðtökur. Fólk vissi ekkert hvað þessir tveir gaurar voru að gera þarna og öskruðu og kölluðu á Botnleðju. Sem mér fannst hámóta dónalegt.
Botnleðja spilaði svo í rúma 2 tíma
Djöfull eiga þeir mikið af stöffi. Og það góðu.
Raggi er sennilega svalasti bassaleikari sem Ísland hefur átt
Heiðar maður fólksins og Halli trommari böggandi douchebag
Þeir enduðu giggið á fyrsta laginu sem þeir sömdu.....mamma,mamma,mamma,mamma,mamma.....það var geðveikt
Ég er ennþá örþreyttur og með fáránlega mikla tíðni í eyrunum á mér. Stöðugt bözz í hausnum sem fer ekki. Svona er að sitja svona nálægt hátalaranum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2012 | 09:15
Golfskálinn
Opið í skálanum í dag frá kl 11-16
Ég og Carrigo með Smashing Pumpkins í botni í allan dag
Hell yeah!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2012 | 09:07
US wide Open
Það er unun að horfa á US Open
Loksins golfmót með velli sem er við hæfi fyrir þessa atvinnumenn
Ekkert gaman að sjá þá fugla sig í gegnum alla velli og mót og vinna 20 undir pari!
Völlur á að vera settur upp þannig að vinningsskor sé rétt undir pari að mínu mati
Þá er hann sanngjarn
Gaman að sjá þessa gaura taka svipuð högg og maður sjálfur. Þá meina ég að kúlan endar oft álíka langt frá pinna og þegar maður sjálfur spilar völl hérna heima
Hef alltaf verið pró refsingar og pró erfiðir vellir. Sérstaklega fyrir gaura sem hafa atvinnu af þessu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 23:28
Oceania
Hlustaði á nýju Smashing Pumpkins skífuna áðan
Hún á að koma út 19.júní
Vil ekki byggja upp of miklar væntingar fyrir fólk þannig að það eina sem ég vil segja er að ég grét af gleði
.....og kannski ,,til hamingju tónlist með að byrja aftur að vera til"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2012 | 20:09
silt
Botnleðjutónleikar á laugardaginn.....djöfull verður það sterkur leikur
Verður gaman að sjá 3 piece band vera þétt. Alltaf soldið trikki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2012 | 19:14
his-und-los
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2012 | 21:29
Hringur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2012 | 21:47
fugl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 17:28
Flúddagolf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 17:27
moggagolf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 06:33
vinni vinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2012 | 23:12
Bubbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2012 | 02:06
Casa Fatso
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2012 | 02:04
flaut og ekki flaut
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar