Leita í fréttum mbl.is

Sigurmyndin

Ég og Brian sem er Kapteinn klúbbsinsReyndar léleg gæði, en það var þarna alvöru ljósmyndari og maður fær betri myndir. Þessi verður að duga þangað til.

Krýndur Meistari

Ég var krýndur Klúbbmeistari í dag við formlegt borðhald. Ég fékk tvo bikara, einn með mér heim og annan sem verður geymdur í klúbbnum. Sá bikar er alveg eins og the Claret Jug sem er bikar the British open, mjög fansí og ógéðslega töff.

Ásamt því að fá nafn mitt á þennan fræga bikar þá fæ ég nafn mitt skráð á vegg klúbbhússins og verð þar forever á meðal annara meistara. Það er náttúrulega aðalmálið, það er það sem allir óska mér til hamingju með. You got your name up on the wall.

Svo fékk ég vín og ókeypis session hjá David Leadbetter Akademíunni.

Ég þurfti að halda ræðu og allt. Ég var mjög stuttorður þar sem það er ekkert leiðinlegra en að hlusta á þakkir sigurvegara og misheppnaða brandara. Ég var hvort eð er síðastur upp þannig að það var búið að segja alla góðu brandarana. dem......

En......I GOT MY NAME UP ON THE WALL


kylfingur.is

Orðið er komið á götuna. www.kylfingur.is


Meistarinn í fréttum

Kallinn er á forsíðu www.lacala.com sem hinn nýji Meistari klúbbsins.

Svo er aftur talað um þetta í fréttablaði klúbbsins.

Neðangreind slóð skýtur þér beint á greinina

http://www.lacala.com/sub_index.php?contenido=aplicaciones/mulligan/index&IdNot=1412&idioma=_eng

 

Þó verð ég að segja að ég hefði nú viljað fá eitthvað aðeins ítarlegra um spennuna og dramað. Og kannski meira frá þessum súperhring mínum þrír undir pari. En svona er þetta, öllum er skítsama og lífið heldur áfram.


Nýjar myndir frá Volvo Masters

Þær eru að finna á myndabloggi hér til vinstri.


Play suspended

Fór í morgun á Volvo Masters í mikilli rigningu. Leik var svo frestað þegar ég var búinn að vera þarna í smá tíma. Náði að fylgjast með Rory Mcilroy nokkrar holur. Nennti ekki að bíða þannig að ég fór aftur heim. Enda erum við að fara að sýna húsið og taka við lyklum að nýju íbúðinni í Fuengirola.


Sergio og Ég

Fór á Volvo masters í dag. Valderrama er í 40 mín fjarlægð frá mér og bíltúrinn hressandi. Fyrsti gæjinn sem ég sá var Andres Romero. Svo fór ég og kíkti á Sergio og ætlaði að fylgja honum frá byrjun. Fylgdist með honum á púttgríninu og svo á reinginu. Labbaði með honum þrjár holur en nennti svo ekki meir. Á þriðju holunni sem er par 3 staðsettir ég mig við grínið og fylgdist með þeim slá í 177 metra fjarlægð. Ég sá ekki bolta Sergios en allt í einu var kallað "fore" og kúlan lenti 5 metrum fyrir aftan mig. Ég staðsetti mig því nálægt kúlunni og var svo heppinn að kaddí Sergios plasseraði sér beint fyrir framan mig. Þannig var ég um hálfum metra frá samræðum þeirra beggja um hvernig hann ætti að koma sér úr þessu klandri.

Ég smyglaði náttúrulega símanum mínum inn sem er stranglega bannað og tók myndir þvers og kruss og hægri vinstri. Kolólöglegur.

Ég smellti einni leynimynd af Sergio þar sem hann var að fá lausn frá einhverju drasli meter fyrir framan mig. talandi um að livin on the edge.

Tók allt í allt 18 myndir og fór létt með það.

Ég ráfaði eitthvað um í kjölfarið og endaði svo 7 tíma dag á að sitja fyrir aftan 17.grínið í sirka 2 tíma og fylgdist með lokahollunum koma inn. Sá engann fara í vatnið en Stenson og Jimenez hentu sínum kúlum útí vatnið eftir á, stenson til að vera kúl en Jimenez til að vera fyndinn.

Bara einn af þessum gæjum reyndu við grínið í tveim höggum. Hver annar en lengsti maður epga, nefnilega Alvaró Quiros. Línan var fullkomin og hann lenti vel á gríni en skildi eftir 5 metra uppímóti pútt. Auðveldur fugl og uppskar hann mjög mikil fagnaðarlæti.

Það var frekar kalt í dag og svo er spáð viðbjóði næstu daga. Ég verð bara undir regnhlífinni með múskík í eyrum og pinseeker laserinn minn til að mæla vegalengdirnar. ROCK ON


Klúbbmeistarinn talar

Ég endurtek, ÉG ER KLÚBBMEISTARI GOLFKLÚBBSINS LA CALA RESORT Á SPÁNI ÁRIÐ 2008.

Svo það sé bara á hreinu.

Frekari lýsingar á sigurhringnum eru hér að neðan.


Meistarar mótmæla

Ég firmaði undir þennan netlista og stend stoltur við það. Enda er ég líka meistari.
mbl.is Mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2. Hringur (sigurhringurinn)

1.hola:Par5: Erfið upphækkandi hola sem er hcp 1. Mjög testí svona sem fyrsta hola dagsins. Ég tók nervus dræv og var stuttur en samt á braut. Næsta högg var blendingur og mjög lélegt högg sem endaði nálægt trjám í 135 metra fjarlægð. Þriðja höggið var...

KLÚBBMEISTARI LA CALA RESORT 2008

Ég er klúbbmeistari La Cala Resort 2008. Ég vann þetta í dag með hring uppá þrír undir pari. Þetta var hörð barátta milli mín, svíans (þrefaldur meistari) og tékkans (eigandi Remax í tékklandi og slóvakslöndunum). Þetta réðist á átjánda gríninu þar sem...

hálsbólga

Sebas er með hálsbólgu dauðans. Þegar hann hóstar þá er eins og hann sé að æla, svo þurr er hálsinn orðinn á honum greyinu. Hann er oft mjög lítill í sér en tekur svo spretti þar sem hann er eins og á spýtti. Það er sennilega útaf mjólkurhunanginu sem...

Kuldaboli

Það er kuldabylgja hérna á Spáni. Hún kemur frá norðurogniðurpólnum og hálfur Spánn er með hvítri þekju yfir sér. I kid u not. Þetta er aðalfréttin í dag. Við fengum mjög kalt rok og kalda rigningu í dag. Soldið eins og Ísland. Ég fer út í síðasta...

Hringurinn +6

Varúð! Aðeins golfáhugafólk lesi áfram. Aðrir munu drepast úr leiðindum. 1.hola: Par 5 : Upphafshögg með ás púllað aðeins til vinstri sem var í lagi því það er seiftí svæðið. Var samt bakvið tré og þurfti að leggja upp með W. Þriðja högg aftur með W en...

Rok og rigning

Fyrri dagur meistarmóts La Cala fór fram í dag. Við slóum fyrstu upphafshöggin okkar og svo skall á mikil rigning og mikið rok. Maður datt soldið úr gír við það en náði svo að koma til baka. skolli-par-dobbúl-skolli-fugl-par-par-par-fugl=+2...

Zoolander quotes

Oh, Snap! What's the dealio, yo? Derek Zoolander : Well I guess it all started the first time I went through the second grade. I caught my reflection in a spoon while I was eating my cereal, and I remember thinking "wow, you're ridiculously good looking,...

Drinks are on meeeeee

Komst að því í dag að ef þú ferð holu í höggi þarftu að bjóða öllum uppá drykk í klúbbnum. Í dag var ég í 100 manna móti og það hefði verið dágóður skildingur. Allavega nóg til að setja íslending á hausinn á þessum síðustu og verstu. Mér finnst þetta...

...and so it begins

Fyrsti dagur í meistaravikunni hérna í La Cala var í dag. Við spiluðum fjögurra manna Texas Scramble og fengum 7 fugla og einn skolla. Fengum 7.7 í fgj. og nettó þá á 57.3 sem skilaði okkur í fimmta sætið og fengum belti í verðlaun...jeiiiii Það munaði...

Mót

Spilaði í móti í morgun á Lauro Golf og fékk 35 punkta sem er gráa svæði forgjafar. Hvorki hækkun né lækkun. Það tók mig dágóðan tíma að finna sveifluna, sérstaklega með járnunum. Því þeir opna ekki reingið hjá sér fyrr en seint og síðar meir....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband