12.3.2009 | 21:48
Deginum ljósara
Það er eitt sem er deginum ljósara. Ég hafði rétt fyrir mér með þetta plan mitt. Ég gaf mér 4 ár til að verða svipað góður og topp 10-20 gæjarnir á íslandi og það er ekki fjarri lagi.
Mig vantar sirka tvö ár í viðbót til að ná í rassinn á þeim. Núna er ég búinn að æfa í ár og tvo mánuði, sem greinilega er ekki nóg, eins og þetta mót sýnir.
Hefði haldið að topp 40 á svona móti væri topp 10 á íslandi. Ég er að reyna að ná sæti 60-70 á morgun þannig að við erum að tala um soldin spotta í viðbót sem mig vantar. tja, segjum 2 ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2009 | 21:07
C.S.I.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 21:00
kött
ég er á +23 og köttið verður sirka 20-24 yfir par. Ég þarf sem sagt að leika á pari ef ég á að eiga möguleika. Yeah, that´s gonna happen.
Ég mun ekkert reyna sérstaklega við þannig spilamennsku. Mun bara spila mitt golf.
Ég var maður númer 88 í forgjafalistanum af 106 í mótinu. Þannig að það var alltaf á brattan að sækja. Eftir dag eitt hafði ég hoppað uppí sæti 59 og köttið er 50 manns. Eftir daginn í dag er ég í kringum 75-80.
Verð sáttur við sæti 60-70.
besta skor sem komið hefur í mótinu er -3. Fyrsta daginn voru 9 á pari eða betri. Líderinn er á -4 eftir tvo daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 20:54
Slátur
Jæja, loksins kominn heim og búinn í sturtu. Hringurinn tók BARA 6 tíma í dag en munurinn var að það blés mikið. Rosa rok og almennt mun erfiðara að spila golf í dag.
Í dag gékk ekki vel. plús sextán. Já, það er rétt. plús sextán.
Ég byrjaði mun betur í dag og var -1 eftir fjórar. Svo byrjaði ballið. Hey, ég ætla ekkert að vera afsaka mig. Ég spilaði ílla, á því leikur enginn vafi.
En fyrir þá sem finnst gaman af golf útskýringum. here we go.
Þetta byrjaði á fimmtu þar sem ég átti 4 metra pútt fyrir pari. Merkið hjá einum var nálægt línunni minni en þar sem ég var heitur og að spila vel þá einhvern vegin fannst mér það ekki skipta máli. Merkið hans var svona spilapeningur, eins og í póker. Þykkur og stór. Ég púttaði í merkið og kúlan breytti um stefnu sirka 30 gráður. Skildi eftir vont pútt fyrir skolla sem ég klikkaði á.
par,fugl,par,par,dobbúl,dobbúl,fjórbúl,skolli,par = +8
dobbúl,skolli,skolli,par,dobbúl,par,par,skolli,skolli = +8
Sjötta brautin er svo par 5 sem er á móti vindi og menn rétt ná inn á braut og yfir skurð. Ég fór í skurðinn og endaði á dobbúl. Lélegt dræv sem sagt.
Sjöunda var fjórbúl þar sem mistökin felast í því að halda sig ekki við leikplanið. Kominn með tvo dobbla í röð þá vildi ég bara dúndra ásnum eins langt og ég gat í staðin fyrir að taka 3 járn og leggja upp. Týndi boltanum. Svo í innhögginu sem var blint fór kúlan yfir grínið og ég sá hana aldrei meir. Fokkin meðspilararnir þóttust ekki sjá höggið. Mjög ósennilegt. Tveir týndir boltar.
Á þessum tímapunkti var ég ekki að hugsa um sömu hluti og þegar ég spila vel. Ef ég á að reyna að benda á eitthvað eitt og finna hvað fór úrskeiðis þá er það þetta. Ekki með sömu hugsanir yfir boltanum, ætli þetta heiti ekki bara einbeiting. Eða öllu heldur að missa einbeitingu.
Hinir dobblarnir voru dræf ob og svo á par 3 fór ég í vatnið.
Eitt athyglisvert. Ég var að pútta frekar ílla í dag, alveg öfugt við gærdaginn. Mér leið ílla yfir þeim, eitthvað ekki eins og það átti að vera. Eitt pútt sem var sérstaklega asnalegt, ég skildi ekkert í þessu. skyndilega er mér litið á púttershausinn og sé sökudólginn.
Þá hafði segull losnað af coverinu af pútternum og legið fastur á baki púttershausins. Þessi segull er ekkert léttur. Hann gerði tvennt fyrir mig. Balansinn var ekki sá sami (truflar tötsið í að pútta réttar lengdir) og svo lá púttershausinn þ.a.l. ekki skver á jörðinni útaf þessum skemmtilega segli frá helvíti. ó by the way, ég uppgötvaði þetta á friggin 12.holu. Thanx
Ég týndi fjórum boltum í dag sem er óvenjulegt. Fann reyndar þrjá prov í staðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 20:19
Já sæll
Hringurinn tók næstum 7 klst!!!!!!!!!!!!!!!!
6:40 er official tíminn sem tók að leika bleedin 18 golfholur.
Við rétt náðum fyrir myrkur.
Ég spilaði þokkalega í dag. Kom inn á +7 sem skilar mér í sirka miðju hópsins. Veit það reyndar ekki enn.
par,fugl,par,skolli,dobbúl,skolli,skolli,par,par = +4
par,par,skolli,par,skolli,par,par,skolli,par = +3
Byrjaði eins og óð fluga og komst í -1 eftir þrjár. Einpúttaði fyrstu fjórar holurnar. Svo kom ljótur miðjukafli, restin svona lala.
Tölfræðin er ekkert sérstök þar sem ég var í mikilli baráttu allan hringinn. Eins og ég sagði, spilaði bara þokkalega. Samt nokkuð sáttur við að hafa náð að fá ekki krampa á þessum tæpum 7 klst. Síðustu 5 holurnar eða svo voru frekar erfiðar.
64,2% hittar brautir (9/14), 50% hitt grín (9/18) og 33 pútt.
Spilaði með þrem spanjólum sem blótuðu svo mikið að eyrun á mér blæða. Einn var áminntur fyrir það af dómara, sem ég var sáttur við.
Á aftur teig kl 12:20 á morgun og ég býst við sama maraþoni eins og í dag.
Það verður köttað eftir þriðja daginn. Býst við því í kringum +20.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009 | 22:31
Nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 22:01
Jarðaför
Ég fór á jarðaför í kvöld. Ég settist fyrir framan skjáinn kl 20:45 og sá Liverpool jarða Real Madrid í 93 mínútur. Þvílík niðurlæging. Þrátt fyrir að spánverjinn hafi verið pirraður útí dómarann þá viðukenndu þeir að Real hafi verið yfirspilað. Gjörsamlega yfirspilað.
Pungurinn farinn að sofa þannig að ég skiptist á að vera blár og rauður í framan í 93 mín sökum þess að reyna halda öskrunum og gleðinni inni í mér.
JARÐAFÖR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2009 | 19:26
Teigur kl 12:20
Á morgun er teigur kl 12:20 sem er 11:20 hjá ykkur. Hringurinn tekur sirka 5 til 5 og hálfan tíma að spilast. Mikill vindur og gæjar að vanda sig mikið.
Skorið kemur því á bloggið sirka kl 18:30 til 19:00 að íslenskum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2009 | 19:23
Heathland
Fór æfingarhring í dag á Heathland links vellinum í Alcaidesa nálægt Gibraltar.
Þessi völlur er par 72 og sirka 6400 metrar að lengd. Hann spilast í miklum vindi því það blæs ávallt þarna niðurfrá líkt og um Hellu væri að ræða.
Ef að Hella og Vestmannaeyjar myndu eignast barn þá væri það Heathland.
Ég fæ fjögur högg á þessum velli.
Mér finnst þetta skemmtilegur völlur. Þarna eru langar par 3 holur þar sem ég tók m.a. ás á 200 metra uppímóti á móti vindi par 3. Yfirskaut reyndar grínið en þetta er ekta high fade með ás. Svo er þarna mjög kúl par 3 yfir vatn þar sem maður tekur 4 járn og lætur kúluna drifta til vinstri með vindinum.
Svo eru nokkrar holur á móti vindi sem spilast erfiðar. Sú sautjánda er par 4 þar sem félagi minn tók ás-ás-pútt-pútt. Easy.
Ein par 5 sem maður rétt drífur inná braut útaf vindi.
Hann er MJÖG erfiður að labba. Upp hæðir, niður holtir og aftur upp HEILT FJALL. Þetta er ekki djók. Það er þarna bil á milli 12. og 13. held ég sem er fáránlegt klifur. Upp á fjallinu sér maður yfir til Afríku. Aftur, ekki djók. Tær Snilld. Verð að taka mynd af þessu.
Ég lenti með þrem gæjum frá Mallorca og þeir voru hressir. Við vorum 6 tíma að mæla völlinn. Er MJÖG þreyttur.
Þetta er nýr völlur, opnaði 2007 og það sést á grínunum. Þau eru frekar hæg og soldið gróf.
Endaði þetta vel. Shittí ormaskelfis upphafshögg á par 5 á móti vindi sem fór alveg jafn langt og súper dræf hjá hinum. Lykillinn að árangri. Halda kúlunni niðri. Ætlaði svo bara að leggja upp með tré þrist þar sem þetta var á móti vindi par 5. Heyrðu, kallinn smellhittir kvikindið og lendir 3 metrum frá holu. Þar sem ég tek kúlurnar bara upp og byrja að pútta ýmis breik á gríninu þá bíður það betri dags að fá örn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 07:39
Draumar
í nótt dreymdi mig alsherjar veislu í félagsheimili Blönduósar. Ég var með Bjarna Magnúsi og einhverjum öðrum og ég hafði gleymt veskinu mínu. Bjarni splæsti í drykk fyrir mig með bros á vör (tók sérstaklega eftir því). Það tók klst að fá drykkinn því hann var hengdur upp og beðið eftir að vermútinn í honum myndi skilja við vodkann?
Draumur nr 2 var betri. Mig dreymdi hús Tiger woods þar sem ég var gestur á hans heimili. Hann var með púttvöll í kringum eina sundlaugina, risabað inná litlu klósetti og svo var andyrið lítil búð.
Draumurinn gékk útá að fjölskylda hans ásamt honum voru að réttlæta viðveru allra fjölskyldumeðlima. Jú, jú, systir hans vinnur í búðinni og sér þannig fyrir sér, pabbinn gerir hitt og mamman þetta.
Er núna á leiðinni útá Heathland völlinn til að taka þar æfingarhring. Er yfir mig spenntur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 17:54
haggis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 07:11
Villaitana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2009 | 19:46
Sebas í golfi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 14:30
Sól og bruni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 21:51
Af hverju eru kettir svona fyndnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 21:33
Prodigy
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2009 | 21:01
Bilbao
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 20:24
ÁS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 17:52
Mót-vindur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 16:20
Hló upphátt af þessari, ekki oft sem það gerist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar