Leita í fréttum mbl.is

Þorlákshöfn

Fór hring þar í morgun með pabba. Þetta er minn fyrsti hringur þar í sumar og hann staðfestir það sem ég hef ávallt sagt.

Þetta er eini alvöru keppnisvöllur landsins. Hann skríður yfir 6km og brautirnar mjög þröngar og flottar.

Það er flotta hönnunin á vellinum sem laðar mig að honum. Langar brautir sumar hverjar og mjóar. Hann refsar íllilega ef maður er ekki á braut.

Þó margar brautirnar þarna séu mjög sandaðar þá er hann bara kúl.

Ég spilaði á +6 en fæ 4 högg þannig að þetta voru 34 punktar. Hitaði ekkert upp og fyrsti hringur eftir fyllerí þannig að ég er sáttur.

Pabbi var líka að gera ágætt mót. Reyndar fattaði hann ekki fyrr en á fjórtándu braut að skóreimarnar voru óhnýttar þannig að þetta fór að ganga eftir það......

Borga bara 1000kr fyrir hringin útaf vinavallasamningi við gkg. Lentum ekkert í rigningu en þó góðum vindi, eins og alltaf þarna.

Frábær völlur og sá besti á landinu. Ekki sá fallegasti né best hirti. Sá besti.


LU

Alveg síðan að Pedro átti bíl með númerinu LU eitthvað þá hef ég tekið sérstaklega eftir bílum í umferðinni með slíku númeri.

Þetta er eiginlega ótrúlegt, ég sé alltaf LU bíl, allavega einn, þegar ég er á ferðinni.

Er þetta eðlilegt?

Pétur heldur því fram að þar sem að ég sé með þetta í hausnum þá taki ég meira eftir þannig númerum. Kannski, en þetta er samt of mikið.

Kannski er bara einhver alltaf að elta mig og svo vill til að hann er á LU bíl.

Takið eftir þessu útí umferðinni. Sjáum hvort þið lendið líka í þessu.


stallone

Djöfull var þessi stallone pitsa greifans sem ég var að hakka í mig úber. Sporðrenndi henni sem áli í hlaupi.

Á enn eftir óopnað Nizza sem starir á mig. Mér áskotnaðist þetta Nizza bar á fyrsta kvöldinu á akureyri í 10-11 á vissum tímapunkti þar sem ég var að livin on the edge. I AM the law móment.

Er að pæla að fara aftur til AEY og skila því.


Æfing

Tók smá æfingu áðan og var bara útúrkú.

Finnst eins og ég þurfi nokkra daga til að tjúna mig niður eftir þessa ferð.

Ætla að sjá til hvernig ég er á morgun. Ef þetta er enn hálf slappt þá offa ég mótið á laugardaginn. Enda engin ástæða til að mæta ekki alveg 100% í það.


Combo

Er farinn að undirbúa komu Maríu og Sebas til landsins. Fór útí búð og keypti þvottaefni og ost.

Annars er ég alveg búinn að fatta af hverju ég var bara ekkert þunnur eftir þetta blekfest á akureyri. Þetta var að sjálfsögðu þetta Breezer og Malibu Leche combo sem ég notaði í upphitun og svo afréttara.

Enda er ég þessi combo karakter víst.

20% malibu, 80% nýmjólk slash breezer, helst watermelon.


Poppi

Poppi Pétursson er fæddur. Hann kom í heiminn aðfaranótt þann sautjánda júní. Öllum heilsast vel og er þetta annað barn Pedros og frú.

Ég óska þeim til hamingju og megi hann vera skírður Jón Sigurðsson Poppi Pétursson. Eða bara the son of KJ.


Þreyta

Skreið framúr og finn þreytu í líkamanum. Sennilega þó bara eftir það tímabil þegar Ósk vildi ekki fara neitt nema ég bæri hana. Smá strengir.

Tek sennilega bara æfingu eftir hádegi. Annað væri bara rugl.

Ég og Sverrir keyrðum tilbaka í gær og lentum sirka tólf í bænum. Komum við á greifanum fyrir brottför og höfðum með okkur eina 16 tommu Stallone. Á enn 2 sneiðar eftir sem er krúsjal.

Það var operation tvistur í varmahlíð. Þetta var eins og að opna Pandora´s box. Gaman að því.

Við enduðum ferðina á sexunni í botni.


Nýjar myndir

Setti inn nokkrar myndir af djammferðinni. Enginn skal láta þær ólitið. Þær eru á myndabloggi hér til vinstri í albúmi 20.

Ef einhver er ekki með lykilorðið þá bara sendið mér línu med det samme og ég dúndra því samstundis til ykkur. Ekkert mál.


kominn heim

Þetta var rosalegt. Eitt besta fyllerí ever. Ég veit eiginlega ekki hvar skal byrja. Og ætla bara að sleppa því.

highlights: Spaceman, kaffi amour, höllin, greifinn, road trippið og að hitta allt þetta fólk aftur.


Tölur

Fyrir þá sem eru að telja þá er ég kominn uppí þrennu af tvisti í dag. Og allt kvöldið eftir.

16.júní

Jæja þá er það aðaldjammið. Búinn að kaupa jakkaföt, skó og belti og ready to rumble. Ég átti náttúrulega ekki pantaðan miða á þetta thing, en þar sem ég var settur í forsvar fyrir keiluna þá var mér reddað aðgöngu á ballið í staðin. Aðrir búnir að panta...

ma

Allir hérna eru svo búnir á því eitthvað. Fólkið búið að vera að síðan á föstudaginn og komnir með upp í háls. Ekki ég og Sverrir. Við erum hressu gæjarnir núna. Ólmir í stuð og læti. Allir bara, je je been there, done that. Í gærkveldi var t.d. ekki...

brakandi

Í gær fékk ég nýtt herbergi og hitti á gamla húsvörðinn sem var yfir okkur í denn. Hann var í stuði og lét mig fá gamla herb. okkar egils. Þessi maður, sem heitir Simmi, var á sínu fyrsta ári sem vaktmaður á vistinni þegar við vorum hér. Blautur á bakvið...

Úrslit

Ég endaði í 22.sæti af 110 í mótinu sem er framar vonum. Topp 40 var markmiðið. Ánægðastur með að hafa unnið Póskar aftur. Hann í 24 og ég í 22. jeeeee Ég og svediton brunuðum á akureyri beint eftir hringinn og ég var ekki lengi að krakka upp breezerinn...

sæti

Er í sæti 32 af 110 manns og fer út á morgun kl 12:50 Nokkuð ánægður með það og kemur mér verulega á óvart miðað við svona lala frammistöðu. Fer svo beint eftir hringin til akureyrar með Sverri. Road Trip dauðans með sérsniðinni músíkk a la SIR mixalot....

SWC

Fór að ráði vinar og keypti diskinn með Sudden Weather Change. Hann heitir "Stop! Handgrenade in the name of Crib Death 'understand? Hann er að renna í gegn í þessum töluðu. Sennilega fyrsti diskurinn sem ég kaupi síðan ég keypti Jeff Who fyrir nokkrum...

Ströggl

Nokkrir topp menn eru að ströggla þarna úti í dag. Kemur mjög á óvart því veðrið er svo hrikalega gott. Bl-bl-bl-bl-BLANKA logn þegar ég spilaði og sól dauðans. Örn Ævar á +11, Björgvin GKG á +16, Einar Long +14, Einar Haukur +13, Sigurbjörn þorgeirs á...

1.hringur 2.stigamóts GSÍ

+6 í dag í ba-ba-ba-ba-BÓNGÓ blíðu. Inní þessu er einn dobbúl og einn tribble (fimm högg). Dobbúllinn á annari var útaf lélegu upphafshöggi með blendingnum. Það var ílla slegið og fór í vinstri sveig rétt út fyrir vallarmörk. Par á seinni boltan....

Dýr

Þessi ferð til Akranes var dýr. Eftir góðan hring og æfingu eftir á settist ég upp í bíl og fann ekki lyklana. Leitaði smá en mér til undrunar voru þeir í svissinum. Eitthvað sem ég hef ALDREI gert nokkurn tíman. Gleyma lyklunum í svissinum allan þennan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 153633

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband