Leita í fréttum mbl.is

gamalt

Þar sem ég var að skoða gamlar færslur á sir.blog.is rakst ég á þennan gullmola.

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=5806

Nokkuð sterkt. Þetta sýnir tækni til að dreifa prumpi. Þessir kínverjar mar...ótrúlegir.


Good ol times

Var að grafa upp gömlu færsluna um Celeb mótið sem ég tók þátt í á Finca Cortesín. Færslan er á neðangreindri slóð.

http://sir.blog.is/blog/sir/entry/495662/

Þar kom m.a. fram að þessar gömlu stjörnur sem ég spilaði með voru Chris Waddle, Glenn Hoddle, David Speedie, Mark Draper, Des Walker og svo mætti Peter Reid í partíið.

Good times.

Gaman að kíkja á svona gamlar færslur og rifja upp þessa góðu tíma.

Maður var á allt öðru leveli þá en nú. Mun síðri kylfingur.


update

vek athygli á kommentum á færslu um Svaðilfarir Estebans Oliviera þrem færslum neðar.

Þar koma viðbótar upplýsingar fram um fleiri samlíkingar rasista Japanans, í þetta sinn varð Zordiak skotspónn athyglinnar.

Ekki missa af því í kommentakerfinu.


Finca

Ég spilaði á þessum velli í Celeb Pro am móti sem gestur Landsbankans í Lux. Mikið djöfull var það skemmtileg reynsla.

Ég var sem sagt í liði með gæjum í lansanum í lux og við spiluðum við fullt af ríkum stórjöxlum.

Í þessu móti voru gamlar fótbolta stjörnur og spilaði ég við Des Walker t.d. sem var enn fullur þarna um morguninn eftir bissí kvöld að sögn. Var með honum í bíl og djöfull angaði hann af rommi.

Við spiluðum í þrjá daga á þrem mism völlum. Finca Cortesín, San Roque og Almenara.

Ég spilaði best á Finca Cortesín, ekki man ég skorið en ég man að þessir ríku voru að segja mér hvernig best væri að staðsetja upphafshöggin og slíkt, og ég gerði alltaf nákvæmlega eins og þeir sögðu. Þeir bentu t.d. á eitthvað tré og sögðu mér að miða á það og beygja kúluna aðeins til vinstri. BEM ég gerði það. Þeir voru líka gáttaðir. Og að staupa sig í leiðinni.

Anyways...þessi völlur er fáránlega fallegur og mjög extreme landslag. 100% í anda Cabell B Robinson sem er þekktur fyrir slíkt. Hann t.d. felur aldrei glompur heldur reynir að gera þær mjög sýnilegar og ógnvekjandi.

Það var komið fram við mann sem kóng þegar maður mætti. Mætti ávallt fyrstur, til að hita upp og slíkt. Maður parkeraði Focusnum og steig út. Þá var umsvifalaust þjónn kominn að bílnum og bannaði mér að taka nokkuð með mér. Því hann vildi bera allt. Hann sagði mér bara að fara inní skálann og hafa mig til. Svo labbaði ég bara út úr húsinu að range-inu og þar var allt dótið, tilbúið með ótakmörkuðum kúlum til að hita upp. Ásamt complimentari vatni.

Svo voru on course veitingar, fríar að sjálfsögðu, þar sem keyrt var á milli holla. Svo var fáránlega fansí matur og bara allur pakkinn.

Árið áður og mörg þar á undan hafði Paul Gasgoine verið fastagestur í þessu móti. Synd að hafa ekki séð hann.


Finca Cortesín

Er að fylgjast með Volvo World Match Play Championship sem kom í staðin fyrir Volvo Masters á Valderrama.

Þetta mót fer fram á Finca Cortesín, velli sem er rétt hjá þar sem ég bjó.

Ég spilaði þenna völl og ég get sagt ykkur að hann er Fáránlega fallegur.

Brutally langur frá svörtu teigunum, 6800mtr og með yfir 100 bönkera. Cabell B Robinson er gæjinn sem hannaði völlinn, sá hinn sami og hannaði La Cala þar sem ég er klúbbmeistari.

Það er svipaður bragur á þessum tveim verkefnum hans. Þó Finca Cortesín sé mun þróaðri og betur heppnaður heldur en La Cala. Það er útaf því að La Cala var fyrsta verkefnið hans og hann gerði nokkur mistök, sem er normalt.

Í þessu móti keppa 16 topp spilarar í holukeppni. Fyrst í riðlum, svo útsláttarfrom. Mjög spennandi.

http://www.justin.tv/vip_boxing_4/popout

Á ofangreindum link er hægt að fylgjast með þessu.


Svaðilfarir Estebans Oliviera

Það var einu sinni sem félagar mínir voru á ferðalagi í austrinu. Þeir voru í Japan að leika sér. Sögur segja að ferðin hafi verið mjög skemmtileg og mikið djúsað.

Eitt sinn voru þeir að blanda geði við innfædda, hvort sem það var við borðhald eða bara á skemmtistað skal liggja á milli hluta.

Allavega þá voru þetta m.a. félagi sem við skulum kalla Zordiak og annar sem við getum nefnt Esteban Oliviera. Þeir voru sem sagt að spjalla við Japani þegar einn slíkur vindur sér að Esteban og segir á bjagaðri ensku, með svona stereótípu hreim;

,,juuu rook rike aaa Kevin Bacon" (you look like Kevin Bacon).

Þess má geta að hann lítur alls ekkert út eins og ofangreindur leikari. Ætli það sé ekki bara þannig að Japönum finnist við öll líta eins út.

anyhú...eins fljótur og Esteban er að hugsa öllu jöfnu þá varð engin breyting þar á.

Hann svarar að bragði;

,,juuu rook rike aaa jackie chan"

Sönn saga. Og spurning um að Esteban tjái sig ennfremur um þetta atvik ef það er einhverju við að bæta.


Neutrallinn

Það er svo fyndið að hugsa tilbaka eftir þessa neðangreindu uppgötvun. Maður sér svo klárlega hvernig maður hrinti frá sér fólki með því að vera, að manni fannst, bara í venjulegu skapi. Menn og konur bókstaflega skelkuð við mann sökum ógnandi nærveru.

Í raun merkilegt hve ég náði að hösstla mikið á mínum yngri árum miðað við þetta!

Segi sona. Ég minni á að lesa textann um höfundinn hér á vinstri hönd. Það er bara þannig.


Neutral Face

Ég er að vinna soldið í neutral fésinu á mér. Fyrir þá sem ekki vita þá gef ég frá mér fýlda nærveru þegar ég er bara venjulegur í framan. Án þess að vilja það, I might add. Undanfarna daga hef ég verið að þrjóskast við að halda brosi. Við það þá fer...

Sorg

Móði, Þormóður, var strákur sem var með okkur í MA og pínu á vistinni. Hann dó í dag. Hann fékk heilablóðfall eða eitthvað álíka og mér skilst að þetta hafi tekið mjög fljótt af, nokkra daga. Þetta slær mann soldið útaf laginu. Ekki það að þetta hafi...

Rockson

Ég verð að koma aðeins inná þessi nöfn sem Pétur hefur komið með í gegnum tíðina. Hann er die hard aðdáandi Everton og notar nafnið Neverton t.d. í fantasy leiknum. Soldið skrítið því Neverton finnst mér vera soldið neikvætt gagnvart Everton. Sérstaklega...

Fifa10

Það er FIFA 10 íslandsmeistaramót í gangi. Pétur og Guðni eru með lið í keppninni og þeirra riðill var að keppa í gærkveldi. Tvö efstu liðin myndu komast áfram í úrslitakvöldið. Ég mætti snemma til þeirra til að hita þá upp og æfa. Enda titlaður þjálfari...

Hugsjón Civilian Sigga

Ég sé þetta starf hjá Eymundsson sem eitthvað rómantískt hugsjónarstarf. Idealmente myndi ég vera þar á annari hæð, bakvið borð, ráðleggjandi þenkjandi fólki hvað það ætti að lesa. ,,hmmmm, brennandi áhugi á Tolkien en fílar ekki alveg svona mikið af...

Eymundsson

Man ekki hvort ég var búinn að segja frá því en ég fílaði mig engan vegin á Hilton. Tók bara tvær vaktir þar og ákvað svo að þetta gæti ég ekki verið að gera í einhverja mánuði þannig að það var betra að hætta strax heldur en að bíða í smá tíma og hætta...

bobbanum

Djöfull fíla ég steinda auglýsingarnar þar sem bobbinn kemur við sögu. Hann er frekar fyndinn þessi steindi, eða hvað sem hann heitir nú. Bobbinn fékk sér candyfloss Eftirpartí hjá bobbanum, bobbanum, bobbanum.

Pumpa í byssurnar

Fór í labbitúr til að fá smá hreint loft eftir massa inniveru sökum slappleika. Labbaði með gripmasterinn á fullu og er ánægður með þennan grip. Labbaði með sigurrós í eyrunum sem er celestial í kyrrðinni í vesturbænum. Labbaði inní 1011 og keypti 3 eins...

rangt

Það heimskulegasta sem ég veit um eru íþróttakeppnir barna þar sem allir fá gullverðlaun. Þrátt fyrir að liðið þitt tapi kannski 5 leikjum ílla, þá færðu gullpening. Bíddu, vill maður ekki ala barnið sitt upp með að leiðarljósi að því meira sem þú leggur...

Hines

Hata ég Hines eða hata ég Hines. Leikmaður West Ham sem ég er með í byrjunarliðinu mínu í fantasy leiknum. Hann kostaði mig 10 stig í þessari umferð. Ef hann hefði ekki álpast til að láta skipta sér inná þegar um 20 mín voru eftir þá hefði ég fengið Hunt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband