Leita í fréttum mbl.is

Golf

Mér var skutlað upp eftir og skilinn eftir í vinnunni. María og Seb fóru til Málaga að skemmta sér. Tók smá reing, smá chipp og fór svo 18 á Ameríka. Reyndi að nota ráðin sem ég fékk í kennslunni sem ég fékk í gær. Það gékk ágætlega.

Var að einblína á að lyfta hægri hælnum minna upp og setja þungann meira í hælana í framsveiflunni. Einnig er ég að halda úlnliðinum lengur beygðum rétt fyrir impact, sem gefur þá tilfinningu að ég sé að punch-a boltann. Með þetta allt að vopni ásamt ráðunum sem ég hef komið í leik síðan úr síðustu kennslu er ég bara ótrúlega ástfanginn að sveiflunni minni. Mér finnst hún vera nálægt fullkomnun. Núna er bara að reyna að festa hana svona með því að slá milljón bolta til að geta slegið konsistant sama höggið aftur og aftur.

Það var hæg traffík á Ameríku í dag. Ég var svo heppinn að það var enginn á eftir mér og nýtti ég mér það og sló 6 boltum til að þurfa ekki að bíða mikið eftir hollinu fyrir framan. Var meira að æfa heldur en að spila uppá skor. Skiptir sköpum að geta æft svona útá velli í staðinn fyrir á reinginu. María lét aðeins bíða eftir sér þannig að þegar ég kláraði 18 þá bakkaði ég bara og fór 17. og 18. aftur með 6 boltum. Málið dautt.

Þegar við komum heim þá skellti ég mér í laugina í tilefni þess að dagurinn var heitur og góður. Sundlauginn var óbærilega köld og það var bara farin ein ferð og svo beint í heita sturtu. Eftir klukkan 16 þá dettur laugin inní skugga og mæli ég ekki með því að nota hana eftir þann tíma. Besti tíminn er sennilega frá hádegi til 15.

Í öðrum fréttum er það helst að ég er að fara í mót á laugardaginn á La Reserva. Menn segja að sá völlur sé næst besti völlurinn á eftir Valderama þarna niðurfrá. Bíð spenntur eftir því. Mótið er partur af Fischer Open golf circuit mótaröðinni, haldin eru 12 mót yfir seasonið og þetta er það fyrsta í ár. Ég missi af tveim næstu en kíki sennilega í næstu mót þar á eftir. Maður fær nýjan Mercedes fyrir að fara holu í höggi, jeeee, svo eru verðlaunin ýmis háttar, eins og að fá Mercedes yfir helgina.

Það kostar 150€ þar sem innifalið eru 18 holur og buggy. Morgunmatur, veitingar á vellinum, teiggjöf og verðlaunaafhending. Venjulegt verð fyrir að spila völlinn er 196€ þannig að þetta er ágætur díll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 153120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband