Leita í fréttum mbl.is

Cough it up, pay the piper

Til að venja okkur við pressu og álagi þá höfum við farið að ráðleggingu þjálfara Gabriels. Núna spilum við sem sagt alltaf fyrir peninga. Það er alltaf eitthvað veðmál í gangi sem eykur spennustigið og pressuna.

Það er alveg ótrúleg breyting á hugafarinu við svona smá pening undir, maður er kannski að pútta 2 metra pútt fyrir 3€ sem hljómar lítið en hefur samt sömu áhrif og 300€. Kannski ekki alveg, en samt.

Það eru 2€ fyrir að vinna fyrri 9, 2€ fyrir seinni 9 og svo 3€ fyrir að vinna heildarskor á 18 holum. Svo er 1€ fyrir hvern fugl og 2€ fyrir örn. Svo þarf að borga 1€ fyrir tvöfaldan skolla og 2€ fyrir verra en það.

Þetta kemur skemmtilega út þar sem við fuglumst báðir til skiptis og svo ræðst hitt á ögurstundu við aukna pressu.

Hann vann síðast, en á morgun ætla ég að rýgja hann að skinni. Ef ekki þá verður hann allavegana húðflettur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gangi þér vel sonur sæll.  Þú átt að geta unnið hann....

Mamma Rósa (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 153093

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband