Leita í fréttum mbl.is

Casio sagan hingað til.....

Ég fékk hugmynd í sturtu um að hringja í Hjört einn daginn til að stofna rokkgrúppu. Hef þekkt Hjört í 20 ár eða svo og hann spilar á flest hljóðfæri.

Ég spurði hann á hvaða hljóðfæri hann vildi spila og hann valdi trommur.

Okkur vantaði þá annan gítarleikara, bassa og söngvara.

Við héldum því áheyrendaprufur og fundum Gussa sem smellpassaði inn í bandið á gítar.

Fundum svo stelpu sem heitir Saga á bassann og þá vantaði bara söngvarann

Það er erfitt að finna rétta söngvarann því fyrir venjulegt fólk sem hlustar á hljómsveit er hann um 80% af shówinu og lögum. Því þarf að vanda valið.

Við fundum einn gaur sem var efnilegur og tókum 2 gigg með honum. Að lokum var ljóst að hann myndi ekki henta bandinu. Því miður, enda mjög fínn að öðru leyti

Fengum annan gaur inn í spilið. Tókum 2 gigg. Að lokum var morgunljóst að hann myndi ekki henta heldur.

Núna erum við aftur orðin 4 og erum að svipast um eftir söngvara.

Á meðan þá vinnum við í nýjum efni og höfum gaman af

Markmiðið er að byggja upp góðan stafla af lögum og vera þétt sem Rosanne Barr á þeim öllum. Gigga út um allt. Taka upp nokkur lög, henda í spilun og verða heimsfræg

FIN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband