Leita í fréttum mbl.is

Takk Simmi

Samkvæmt venju og plani reiknaði ég með morgunæfingu í morgun. Þar sem maður hafði ekki fengið fréttir af neinu öðru.

Ég fór því, aldrei þessu vant, snemma að sofa og kominn upp í rúm kl 22:30 til að geta vaknað ferskur kl 5:20

Það tókst. Hef aldrei verið jafn ferskur. Rauk upp. Klæddi mig. Fékk mér morgunmat. Tók fram settið. Fór í útifötin. Greip lyklana en ákvað á síðustu sekúndunni að kíkja á meilið mitt rétt áður en ég færi.

Þar var meil frá Simma, sent kl 23 um kvöldið.

,,bara að minna á að það verður engin morgunæfing á morgun"

Í fyrsta lagi.........minna á! Þarf ekki fyrst að láta VITA svo hægt sé að minna á!

Í öðru lagi...........kl 23 um kvöldið! Skv samningi þá er uppsagnarfrestur á morgunæfingum 12 tímar. Standard procedure.

Ég vissi ekkert hvað ég ætti að mér að gera í kjölfarið. Reyndi að sofna aftur en það voru mistök. Mig dreymdi ekkert annað en hesta sem ég var að kasta snjó í úr bíl og svo mig að stela sonic youth geisladiskum upp úr skurði við hótel Loftleiðir. Þetta var of súrt fyrir mig þannig að ég hætti við að sofa lengur.

Það er of kalt til að fara í golf og lappirnar í lamasessi eftir 10km í gær og ræktin því ekki option.

Ég neyðist kannski bara til að vaska upp eða þrífa húsið. Takk Simmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá...takk Simmi

ragna.is (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 09:34

2 identicon

Er Drogba pabbi þinn?

Agnar Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 15:01

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

þetta drogba komment er of djúpt fyrir mig.

please elaborate

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 30.3.2010 kl. 15:57

4 identicon

Ef Drogba er ekki pabbi þinn, þá ættir þú að hætta þessu væli! U folla, Drogba er vælukjói. Like father, like son!

Agnar Ragnar (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 17:06

5 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

hahah er búinn að vera pæla í hver þessi nýji meðlimur ragnars fjölskyldunar væri. Velkominn petler.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 30.3.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband