Færsluflokkur: Bloggar
29.5.2009 | 14:31
xið
Missti trúna á x-ið 977 á leiðinni út eftir. Stillti frekar á fm því xið var að dæla út greddu handboltarokki sem á engan vegin samleið með fagurfræði tónlistarsmekks undirritaðs. Taðs.
Var svekktur. Enda búinn að hlakka mikið til að komast í normal útvarpshlustun eftir þetta helvíti á jörðu sem spænskt útvarp er.
Gaf þessu svo aftur séns á heimleiðinni. Sé ekki eftir því. Talandi um kombakk aldarinnar.
Um leið og ég kveikti þá heyrði ég fyrsta tóninn í Party girl með U2. Ég snéri takkann úr hálsliðinum og hækkaði í botn.
"I know a girl, a girl called party, party girl"
...."I know a boy, a boy called trampoline, you know what I mean"
Svo kom Placebo, sæmó.
Svo kom Guns and fuskin Roses með eitt besta lag sem samið hefur verið. Civil war.
"What´s so civil about war anyway"
Svo kom Pantera með cowboys from hell. Soldið þungt en akkurat sem ég þurfti á tíma sem slíkum. Var á svo miklu ánægju high að ég flösuþeytti allt lagið.
Þátturinn var á enda og stjórnandinn gróf upp alla mestu lame útvarpsfrasa sem fyrir finnast. Og allt á nokkrum sekúndum.
"já, og næst eru það krakkarnir í Guns N Roses"......krakkarnir!
"þátturinn er á enda, farið varlega þarna úti".....LAME
Eitt samt svalt.
"Þetta var samkynhneigður maður að spila lag eftir annan samkynhneigðan mann"
Þá var hann að tala um placebo sem tók lag eftir Morrisey.
Hann endaði þetta svo með
"Síðasta lagið er rólegt og fallegt, svona típískt vangalag. Ef þú ert á sýru"
Og úr viðtækinu kom Ace of spades með Motorhead.
Ég skipti ekki aftur yfir á aðra stöð. Það er á hreinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 14:16
strategía
Fyrir það fyrsta þá skal maður vera óhræddur við að taka ormaskelfis högg. Tía neðarlega og bara draga hann inn til vinstri mjög neðarlega. Ekkert vit í að taka normal högg. Það fýkur bara afturábak.
Svo skal nota 8 í innáhögg. 10-100mtr innáhögg í mótvindi þ.e.a.s.
Svo vippar maður ekki með 60° né 54° né pw. Bara rúlla þessu með 6 járni eða pútta þar sem maður getur.
Í púttum er svo mikilvægt að standa eins gleiður og þú getur án þess að lúkka of gay. Ná stöðuleika og minimæsa alla eksess hreyfingu.
Svo í meðvindi þá er bara nóg að senda kúlunni íllt augnaráð til að hún fari af stað. Rétt að tappa í hana og málið dautt.
Eitt líka sem ég komst að. Ekki láta vindinn trufla þig í púttunum. Það var stundum sem ég var að pútta langt pútt fyrir fugli í mótvindi og maður tók einhvernvegin of mikið á því. Ósjálfrátt tekur maður fastar á því, sem er óþarfi.
Annars er bara mikilvægt að hafa gaman að þessu og vera hugmyndaríkur. Teikna kúluna í fallega bananaboga og vera óhræddur við að miða útí sjó ef vindurinn er þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 14:06
hvað er að frétta!
Fór útí kef og var eini maðurinn á svæðinu. Það var svo mikill vindur að þetta var hlægilegt. Roskni maðurinn í afgreiðslunni spurði mig hvort ég vildi ekki bara bíða í nokkra klst og sjá hvort ekki lægði smá.
Ó nei my friend. Ekki ég. Hér er ég kominn til að berjast.
Fór því á fyrsta teig og komst að ýmsu. Kerran mín er skyndilega bremsulaus sem er frábært í svona roki. Það er nánast óþarfi að tía upp með ásnum því maður tekur bara ormaskelfa högg (mjög lá högg) í svona mótvindi. Buxurnar mínar eru með gati í klofinu......og svo margt annað er líða tók á hringinn.
Sökum bremsuleysis kerrunar þá þurfti ég að leggja settið bara á hliðina á milli högg hjá mér. Annars hefði hún bara fokið útí sjó. Priceless.
Ég er nú hræddur um að nokkrir vinir mínir hefðu ekki komist lífs af í svona golfveðri. Ég nefni engin nöfn en mig langar bara til að nota tækifærið og senda kveðju á pedro og gabriel.
Komst líka að því að ég er betri en ég hélt í mótvindi. Bara taka þetta mjög neðarlega og draga flesta bolta til vinstri þá gengur þetta vel.
Það tók mig nokkrar holur að komast að því hvernig best væri að tækla þetta.
Fékk dobbúl á fyrstu sem er par 5 í mótvindi. Upphafshöggið fór bara sirka 170 metra því ég var ekki enn búinn að mastera þetta. Svo kom skolli á annari, nokkuð fair, bara óheppinn.
Svo kom Bergvíkin. Ég spilaði hana um daginn í mótvindi og tók járn þrist. Núna var GALE FORCE meðvindur. Okay, ég byrjaði að reikna. Taka tvö járn af og þá er ég kominn í engan vind. Tek svo tvö járn af til viðbótar sökum meðvinds. Okay, tek þá sjöuna. Hvað er að frétta! Yfirskaut grínið svaðalega.
Tók þá áttuna, yfirskaut grínið, tók þá níuna og stoppaði í enda grínsins og pinninn fremst. Tók þá PW og rétt náði inn.
Niðurstaða: 185mtr par 3.....easy nía.
Þess má geta að ég fékk easy par á boltan með níunni.
Dobbúl á næstu útaf tveim lélegum höggum.
Svo kom fimmta maður. Shit. Pjúra mótvindur frá helvíti. Ég átti perfect upphafshögg. Frábæran tré þrist. Flott lágt 8 járn á 60mtr færi og var að pútta fyrir fugli! Snilldin ein að mínum mati. Kalt mat.
Easy par á einni af erfiðustu holu vallarins.......að ég hélt. Kom á daginn að þetta er fokkin 400mtr par 4. SÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆLLLLL. Parið varð að skolla.
Á þessum tímapunkti var ég orðinn reynslunni ríkari, bæði í innáhöggum og með högg á móti vindi. Rétt missti fugl á næstu. Easy par á sjöundu. Fallegt par á áttundu sem er 140mtr par þrír og ég tók tré þrist í mótvindinum!!!!!!!!
Púttaði svo fyrir fugli á níundu. Lét þetta svo gott heita enda voru þessar níu holur líkt og 27 holur á venjulegum degi. Svo erfitt var að labba þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 08:46
æfing
Nú er það síðasti æfingardagurinn fyrir fyrsta mótið. Ég tek hinn official æfingarhring núna kl 11. Tók annan fyrir nokkrum dögum með nokkrum boltum en núna ætla ég að prófa leikjaplanið og leika einum bolta.
Svona til að sjá hvernig þetta spilast.
Annars er ég bara ferskur, nýbúinn að taka honeynut seríós á stút og á leiðinni út í góðra veðrið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 23:28
vbí
fór á leik með kötu. Fjölnir-ÍBV í grafarvoginum. þetta var fínn leikur. Eyjamenn unnu leikinn 3-1 og það var mikið öskrað. Aðallega maðurinn beint hægra megin við hægra eyrað mitt. Í sirka 2 metra fjarlægð.
Dómarinn var slakur. Þessi Garðar sem gerði allt vitlaust í fyrra. Hann er greinilega bara ekkert svakalega góður í að dæma. Ég meina, ég er mjög dipló maður og sé hlutina frá báðum hliðum. Þetta var bara fáránleg dómgæsla. Hlægilegt.
Enda voru eyjamenn brjálaðir í stúkinni. Sem var náttúrulega mjög fyndið.
Fullorðnir karlmenn að æpa eins og sambland af stelpu og kríu.
Ég þakka bara guði og lukku að það voru engir finnar þarna nálægt. þá hefði þetta orðið óbærilegt.
Ég held með Val (ólíkt sumum sem skipta bara að vild [skrifar sigursteinn og bölvar pedro í sand og ösku]) og var í raun slétt sama um úrslitin. Þangað til að leikurinn byrjaði.
Þar sem Albert (maður Kötu) er í markinu þá studdi maður nú íbv. Þeir unnu svo sinn fyrsta sigur í deildinni í ár og allt mér að þakka. Ég er happa.
Ég heyrði talað um að vestmannaeyjar ætluðu bara að sponsa mig í framhaldinu með því skilyrði að ég mætti á alla leikina.
Hvar skrifa ég undir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2009 | 16:02
netmyndavélar
Ég æfi soldið í hraunkotinu og þar er hægt að fylgjast með keppanum æfa í gegnum þessar netmyndavélar. Við erum að tala um púttgrínið og svo held ég að það sé þessi efsta.
Hér að neðan er slóð á þetta.
http://keilir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=39&Itemid=48
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 11:40
lúns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 11:03
Sá Jæll
Vaknaði í morgun. Skvetti köldu vatni framan í mig og fékk svo kalda vatnsgusu framan í mig 10 mín seinna.
Tvennt ólíkt að fá hana af eigin hendi og svo frá öðrum. En gera báðar sama gagn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 17:47
skuggi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2009 | 17:44
dasgelbe
Var ég búinn að minnast á bílinn minn?
Ég fékk brúnan volvo lánaðan frá Bjarna mági mínum. Þetta er 94 módelið, keyrður 250þ kmtr en í topp standi. Bíll með reynslu eins og auglýsingin myndi segja.
Fyrir utan nokkur ljós í mælaborðinu sem einhverra hluta blikka stöðugt þó ég gefi þeim íllt auga.
Það er ekki spilari í bílnum en ég hlusta bara á x-ið sem er ferskur andvari í tilveruna miðað við útvarpsrásirnar á spáni. Þar geturu valið á milli crap eða crap-it-í-crap.
Bíllinn er algjör sleði. Rennireið dauðans. Ég var búinn að keyra í hálftíma út í keflavík þegar það byrjaði að stíga þessi myndarlegi reykur upp úr húddinu. Ég gaf þá bara í til að fá smá vindkælingu á þetta. Kannski að reykurinn hafi eitthvað með þessi blikkandi ljós að gera. I guess we´ll never know.
Svo þarf maður að plana það vel fyrirfram ef maður ætlar að bremsa. Það hökktir allt og hristist nefnilega og maður fær hálfpartinn á tilfinninguna að bíllinn sé uþb að stökkbreytast í transformer kall við hverja bremsingu.
Ég myndi ekki vilja skipta á bíl fyri fimmaura. Ég fíla mig á honum. Soldið amerikanó, soldið white trash, sem passar fínt við derhúfurnar mínar og mitt almenna attitjúd.
ps reyndar ætlar bjarni kannsi að láta mig fá mercedes í staðin. Sjáum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 153653
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar