Færsluflokkur: Bloggar
14.8.2009 | 22:46
högg
Tók fallegt högg í gær.
Var staddur á fjórtándu á gkg, 201mtr frá stöng og pinninn aftarlega vinstra megin á flöt. Annað höggið á þessari par 5 og ég vippaði upp blendingnum og sagði við strákana, "þetta verður högg dagsins, blendingur með 10% dragi, klíndur við pinna"
Ég miðaði hægra megin á flötina og fékk mitt 10% drag í fallegum vinstri sveig. Lenti fremst á gríni og endaði akkurat bakvið holuna sirka 20 cm frá barminum.
Tap-in örn sem var mikilvægur í þessari vicious holukeppni milli mín og Guðjóns Inga, sem tapaði holunni þrátt fyrir að fá tap-in fugl.
Var eina holu undir nánast allan tíman en jafnaði á sautjándu. Vann svo átjándu með eins og hálfs meters pútti, uppí móti með vinstri til hægri sveigju.
Það var ljúft.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 15:45
fmylife.com
mæli með síðunni www.fmylife.com
Þar eru örsögur um óheppilega og skondna atburði sem fólk lendir í. Farið beint í Top FML listan, þar eru flottustu sögurnar.
Önnur síða er www.overheardinnewyork.com
hún er fín líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 15:10
Rónaprump
Fórum niðrí miðbæ á röltið. Sáum ýmislegt markvert þar.
Byrjuðum á þrem pulsum með öllu nema hráum á bæjarins bestu. Sáum róna prumpa sem var viðbjóðslegt. Keyptum TC & KK í eftirrétt í 1011. Röltum svo aðeins meira og sáum fullt af strætóum þar sem við sátum inní biðskýlinu sem Sebas finnst mjög spennandi.
Sebas hrasaði og datt. Haltraði soldið þangað til að ég gerði grín að honum þá hætti hann því.
Breyttum lögheimilinu.
Náðum í pinnúmer.
Komnir heim og Sebas þráast við að lúlla. Hann vill alltaf fá mig með til að rífa í hárið á mér eins og honum finnst róandi. Ég neita og segi honum bara að þegar hann vilji lúlla þá bíði rúmið eftir honum.
Hann er núna á síðustu og þykist ekki vera þreyttur. Litli pungsinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 12:07
solo
Er með punginn í dag. Síðasti dagur Maríu hjá Karen Millen í dag. Samt getur hún alltaf haft það sem aukavinnu að sögn. Dag hér og þar. En aðalvinnan hennar verður Vesturborg.
Þannig að.....við erum bara að dúlla okkur.
Ætlum kannski að kíkja á Sordiack(sverri) og fara í leiðangur.
Í öðrum fréttum er það helst að ég skráði mig í mót á morgun. Opna Kreditkort mótið á gkg. Fín upphitun fyrir stigamótið á gkg helgina eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 18:18
hreint
Það er komið á hreint að við ætlum að vera áfram á Íslandi í stað þess að fara aftur til Spánar.
María fékk vinnu eftir 20 mín (án djóks) og svo annað atvinnutilboð sem hún tók svo á endanum og byrjar 2.sept.
Ég er kominn í afrekshóp gkg og æfi undir leiðsögn þjálfara.
Þetta og fleira stuðlar að því að maður verði bara hér á landi. Kannski skýst ég eitthvað út í nokkrar vikur til að spila golf og halda mér við.
Ætla bara að finna mér pínu vinnu. Eitthvað einfalt og rólegt. Nenni ekki að fara aftur í bankavinnu. Eitthvað sem hentar vel með golfinu. Myndi vilja æfa sirka 3 tíma á dag þannig að eftirfarandi væri ideal.
boot camp 6:30-8:00
Vinna frá 9:00-15:00
Golf frá 16:00-19:00
Hugmyndir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 18:10
Gott veður
Hvaðan kom allt þetta góða veður í sumar? Dagurinn í dag var fáránlega góður.
Maður bara brýst út í söng nánast.
Hvað er annars málið með þetta Icesave......nei segi svona....hverjum er ekki drullusama. Ég horfi ekki einu sinni á fréttir. Nenni því ekki. Nenni ekki að vera áhyggjufullur og pæla eitthvað í peningum og slíku.
Er bara með fjölskyldunni og spila golf þess á milli. Eða var það öfugt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 17:22
golf
sáttur við að geta æft golf að vild að nýju. Tók 18 með Ginga (Guðjón Ingi) og vann keppann með lokapúttinu.
Tók svo stutta spilið í hraunkoti og skilaði 7 tíma golfdegi í hús.
Smá downtime núna og svo grill hjá Perlu þar sem öll stórfjölskyldan mætir.
Ég vænti þess að sjá borða fyrir utan húsið þar sem mér er fagnað sem íslandsmeistara. Svo gangi ég inn á rauðum dregli og loks leystur út með gjöfum.
Eitthvað minna væri skandall.
Reyndar er þetta hús svo vant því að hýsa íslandsmeistara að þau eru öllu vön. Bara í dansi ekki í golfi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 18:58
Sveibla
Fékk loksins golfdag í dag. María var með punginn og ég fór fyrst 18 með Ginga svo tveggja tíma sláttur undir leiðsögn Derrick Moore.
Þetta verður svipað á morgun nema ég fer sennilega í Hraunkotið eftir hringinn enda sæmilegir boltar þar í staðin fyrir hnullungana útí GKG.
Get ekki beðið með að byrja í Boot Camp. Kominn tími til að hlaða í byssurnar. Þarf samt að bíða þangað til í sept, eða þegar tímabilið klárast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 23:36
stundum er það bara þannig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar