Færsluflokkur: Bloggar
19.8.2009 | 21:10
glaður
LP vann 4-0 rétt í þessu. Manure tapaði 0-1 núna rétt í þessu. Ég átti frábæran golfdag í dag. Það var killer veður í dag. María keypti sér fallega úlpu og lítur út eins og súpermódel. Og pungurinn er hress og glaður sem aldrei fyrr.
Dagurinn í dag var bara helvíti góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 16:36
sís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 16:31
hægur
Fór 18 í leirdalnum í dag og gékk bara vel aldrei þessu vant. Það eina sem ég gerði öðruvísi núna var að labba vísvitandi mun hægar. Án djóks.
Virkaði sem svín.
Sem svín I tell yee.
Þá er maður ósjálfrátt rólegri, afslappaðari, einbeittari og meira í mómentinu.
Skoraði +1 en fæ 5 högg frá hvítum þannig að þetta var vel undir fgj.
Það er búið að draga í rástíma fyrir mótið og ég fer út kl 09:40 á laugardeginum. Svo fer maður út á sunnudeginum eftir skori.
Fór mjög/pirrandi nálægt því að fá holu í höggi á níundu. Tók áttu á 153mtr færi og sló hann aðeins of þykkan. Hann driftaði því aðeins til hægri, uþb 3mtr til hægri við pinna en fékk svona líka heimaskopp og tók um 120° vinkil hopp til vinstri og stefndi beint í holu. Um stund hélt ég að loksins væri komið að þessu. En hann daðraði við holubarminn og ákvað að skilja eftir tap-in fugl í staðin. jeiiiiii.
skolli,par,fugl,par,par,skolli,skolli,par,fugl = +1
par,par,par,par,par,skolli,par,fugl,par = E
Fer á æfingu núna kl 17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 11:00
Göng óttans
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 10:50
íbúðir
erum að hringja í fólk útaf íbúðum. Mjög mikið stuð.
Fórum og skoðuðum útá nesi og leist ágætlega á hana.
Það er svo leiðinlegt að fara inn í íbúðir og skoða. Maður bara...já...humm...þetta er fallegt...reynir að labba eins hægt og maður getur, spyr bjánalegra spurninga. Samt tekur þetta bara um 2 mínútur.
Fínt að hafa Sebas með í för. Hann dregur að sér athygli. Á meðan get ég verið að tékka á hinu og þessu. Sturta niður klóstinu til að tékka á vatnsflæði, skrúfa frá sturtunni til að tékká gæðunum.
Þessi útá nesi er 75fm2 í kjallara á 95þ kell. Þurfum að kaupa basic stöff eins og ískáp og rúm. Ekki alveg það sem við reiknuðum með. Ætla að bjóða bara 85þ í hana og ef ekki þá bara so be it.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2009 | 10:45
Svalasti kennari ever?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 08:21
vill fá'ann NÚNA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 20:58
dey by dey
Tók 9 tíma session á þetta í dag.
Hraunkot frá 10 til 12
18 í leirdalnum í gale force vindi frá 12:15 til 16:15
Smá upphitun á æfingu frá 16:15 til 17:15
Æfing með strákunum frá 17:15 til 19:15 þar sem við spiluðum mýrina.
Gale force vindur í dag sem var mjög skemmtilegt. En erfitt.
Sló lengra með PW en 3 járni. Í gagnstæða átt reyndar. Sló 160mtr með pw í meðvindi en bara 155mtr með 3 járni í mótara.
Sló 145 með sand wedge. 302mtr upphafshögg á tólftu. Bara stuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 20:49
Dauðlegur
Var vakinn af pungnum kl 8 í morgun. Náði samt að plata hann til að vekja Maríu og bögga hana í staðinn. Þannig náði ég í klukkutíma í viðbót undir sæng.
Var næstum dauður tvisvar á einni mínútu þar sem ég keyrði í hraunkotið. Kom að gulu ljósi og var sirka síðasti bíll til að ná yfir. Var að beygja til hægri á ljósunum en viti menn....það kom askvaðandi pallbíll af akreininni á móti og ætlaði að beygja inná sömu götu og ég (til vinstri frá honum séð).
Ég átti réttinn klárlega og hann átti að bíða að sjálfsögðu. Nei nei....hann bara hamrar stálið og ætlar bara inn í mig. Djöfull er fólk heimskt. Hvað...ætlaði hann bara að drepa mig eða....ógó pirraður yfir svona þroskaheftu fólki.
Ég snarstoppaði bara og þurfti meira að segja að bakka til baka því það var komið rautt ljós þegar svínið köttaði á mig.
Svo kom grænt ljós og ég bruna af stað. Eftir um 200 metra þá þarf ég að beygja upp til vinstri og stoppa umferð fyrir aftan mig. Ég gaf stefnuljósið tímanlega þar sem þetta er ekki það besta í gatnakerfinu.
Tek svo eftir bíl í baksýnisspeglinum sem er gjörsamlega að rippa upp malbikið og stefnir á mig á ljóshraða. Pikköpp bíll með kerru í eftirdragi. Hann var kominn á sirka 80 á bara um 200 metrum.
Hann tók ekki eftir að ég var stopp að bíða eftir að bílarnir á móti fari framhjá svo ég gæti beygt upp til vinstri. Finn svo bara vindhviðuna nánast þegar hann sikk sakkar framhjá mér. Á milli bílanna sem komu á akreininni á móti og mér. Hann þræddi nálaraugað og ég sá kerruna hendast til og frá.
Hálfviti. Við hefðum steindrepist.
En whatever.....allir sluppu og lífið hélt áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 22:25
vúps, ekki segja Maríu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 153653
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar