Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Stóra Phil Collins málið

Upp hefur komið mikill ágreiningur á heimilinu.

Þannig er mál með vexti að itunes stöffið og öll músíkin okkar er í tölvunni hennar Betu. Þannig þarf ég alltaf að plögga í hennar tölvu til að uppfæra Ipoddinn minn.

Nú var sá tími kominn að ég þurfti að hrista aðeins upp í Phil Collins safninu mínu. Var bara með 4 lög þarna inni og niðurhlóð Best of disknum og ætlaði að bæta honum við.

Ekki að ræða það.

Beta hatar Phil Collins og hans syntha from hell tónlist.

Hún setti algjört bann við að setja Phil Collins inn á tölvuna hennar. Jafnvel aðeins til að flytja það yfir á ipoddinn minn og eyða því svo út.

Þetta er búið að standa í nokkra daga. Þangað til í morgun þegar ég vaknaði á undan henni og læddi herra Collins inn undir dulnefni. Ég vakti hana svo með ljúfum tónum syntha meistarans mikla og hún varð ekki ánægð.

Ég meina....hver fílar ekki Easy lover, A groovy kind of love og in the air tonight á full blasti á fallegum degi sem þessum?

Ég veit um eina.

ps. Ef þið rekist á Finn Kolviðs í tölvunni hennar Betu einhvern tíman þá er það ekki Phil Collins. Wink wink.


Ofurhetjan

Það eru ekki allir jafn heppnir og hún Beta mín. Hún vaknar stundum við hliðiná ofurhetju.

Eftir að ég fór í klippingu þá á ég nefnilega í erfiðleikum með að hemja hárið. Oftar en ekki þá stendur það allt upp í loftið.

Sérstaklega ef ég hef verið með efni í hárinu daginn áður og bylti mér svo hressilega í rúminu um nóttina og klessi það upp.

Þá vakna ég með hárið allt beint upp.

Það er komið nafn á þetta.

FLAMEBOY!!!!!!


Nýjar myndir á Facebook af hringferðinni

Henti inn myndum af hringferðinni sem við fórum 11-12.ágúst inn á Facebook. Nennti ekki að henda þeim hingað inn þar sem það er flóknara ferli.

Þarna eru nokkrar góðar myndir, og nokkrar svæsnar. Ein þar sem ég er algjörlega ber að neðan til dæmis. Myndir af Flameboy og Pétri Pan.


WHO KNEW

Djöfull hef ég góða tilfinningu fyrir þessum gæjum. Hef trú á að þeir eigi eftir að verða stórir. Þ.e.a.s ef rétt er staðið að málunum og þessi íslenski ,,þetta reddast" hugsunarháttur fái ekki að njóta sín. Eins og svo oft áður.

Núna vil ég sjá þá halda fullt af tónleikum sem nær svo hápunkti um jólin. Þá verður allt vitlaust á Íslandi, Who knew æði, ekki ósvipað og Dikta æðið.


Vinur

Árið 1924 fékk prófessor í landbúnaðarfræði í Tokyo sér hund sem gæludýr. Hundinn skírði hann Hachikó.

Milli þeirra skapaðist samstundis mikill vinskapur og urðu þeir óaðskiljanlegir.

Þeir voru alltaf með sömu rútínuna, Hachikó fylgdi eiganda sínum út um dyrnar á morgnanna þegar prófessorinn fór til vinnu. Svo var hann mættur í lok dags á brautarpallinn þar sem prófessorinn snéri til baka úr vinnunni.

Þetta gekk svona fram til maí 1925 þegar einn dag að prófessorinn lét ekki sjá sig á brautarpallinum.

Hann hafði hnigið niður og dáið úr heilablóðfalli í háskólanum og snéri því aldrei aftur til vinar síns sem beið og beið.

Eftir andlát prófessorsins fékk Hachikó nýjan eiganda og nýtt umhverfi. Það stoppaði hann samt ekki í því að bíða eftir vini sínum því á hverjum degi flúði Hachikó á brautarpallinn en sneri því miður alltaf tómhentur aftur heim.

Fólk hafði vanist komu prófessorsins og hundsins á lestarstöðina og tók því eftir því þegar Hachikó hélt áfram að koma á brautarpallinn í von um að eigandi sinn myndi láta sjá sig.

Þetta gerði hann á hverjum degi samfleytt næstu níu árin!!!

Hachikó var af Akita tegund sem á þessum tíma var orðin mjög sjaldgæf í heiminum.

Svo vildi til að sérfræðingur í þessari hundategund sá Hachikó þarna á brautarpallinum eitt árið, bíðandi eftir eiganda sínum, og elti hann í lok dags til síns nýja eiganda.

Þar fékk hann að heyra sögu Hachikó.

Þessi sérfræðingur var svo heillaður af þessari tryggð að hann birti greinar um hann í blöðum í Tókyo. Hundurinn varð frægur og fólk byrjaði að heimsækja hann á brautarpallinn.

Tryggð Hachikó við eiganda sinn hafði víðtæk áhrif á japönsku þjóðina og í kjölfarið óx vegur Akita tegundarinnar.

Það voru gerðar myndir um hann, þættir, bækur og útvarpsþættir. Jafnvel tölvuleikir!

Árið 1934 var stytta reist á brautarpallinum, hundinum til heiðurs.

Hachikó sjálfan má svo sjá enn þann dag í dag, bíðandi eftir eiganda sínum, uppstoppaðan í tíma og rúmi, á safni í Tókyo því hann lést árið 1935.


Þunnur að eilífu?

Nú er blóðið í mér orðið þunnt. Hvað þýðir það? Verð ég rólegri í tíðinni eða umburðarlyndari? Líður yfir mig ef ég fæ standpínu?

Nei.

Eini munurinn er að ég ætti að forðast að blæða. Það er víst ansi mikill böggur ef það byrjar af einhverju viti.

Ég vissi ekki að það yrði eins mikið issjú og raun bar vitni fyrr en hjúkkan sem tók blóðprufuna í morgun spurði mig hvort ég hefði rakað mig í morgun. Ég jánkaði því og hún hvítnaði í framan!

Ég sagði mig umsvifalaust úr Fight club hópnum mínum.

Ég held ég safni bara í hýjung þessa 6 mánuði svo ég sé ekki að gambla með lífið svona fyrir framan spegilinn á morgnanna. Ég ætti að geta safnað kannski svona þrem millimetrum eða svo. Enda ekki frægur fyrir mikin skeggvöxt. Sem er að sjálfsögðu vel þar sem það þýðir að ég sé lengra kominn frá apanum en aðrir.

Maður fer að pæla í því hvað ber að varast. Mér dettur ekkert í hug nema rakstur og slagsmál. Djöfull er ég macho. Rakstur og slagsmál. Eða þangað til að ég fattaði að einnig ber að forðast að kreista bólur. Ekki svo macho.

Þannig að næst þegar þig eigið leið í kringluna eða einhvern annan umhverfisvænan og öruggan stað og sjáið einhvern bólugrafinn gæja með skegghýjung, ráfandi um drulluþunnan. Þá er það líklega ég.


Retro myndbönd

Myndböndin hér að neðan fann ég á einhverri síðu. Fullt af allskonar gömlum og nýjum íslenskum vídeóum. Pottþétt gæji sem vinnur á stöð tvö og hefur aðgang að þessu.

Alltaf gaman að fá svona nostalgíu tripp við og við.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband