Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

að nema heiminn

Í kjölfar lífsreynslu Sebastians í gær renndi ég yfir í höfðinu þessum hlutum sem maður rak sig á í æsku. Þetta klassíska.

Sleikja frost og festa tungu. Tjékk

Pissa á rafmagnsgirðingu(viljandi reyndar). Tjékk

Pota óvart hníf í brauðrist og slá rafmagni út. Tjékk

Snerta straujárn. Á dagskrá

Míga upp í vindinn. Tjékk

Borða of mikið deig eftir jólabakstur mömmu og fá íllt í magann. Tjékk

Pissa bakvið hurð(sbr lagið um það sem er bannað). Á dagskrá

Rúlla niður brekku og fá garnaflækju(það var nú meiri lýgin). Tjékk

Gretta sig nógu lengi þannig að andlitið festist í grettunni[skrifar Sigursteinn og lítur í spegil]. Tjékk

Pota í innstungur. Tjékk (bara að láta ykkur vita þá gerist ekki fokkin neitt)

Man ekki meira


Straujárn

Klukkutíma eftir tungu atriðið brenndi hann sig á straujárni!

Hann er búinn að læra ýmislegt í dag. Í munninn látum við bara mat og drykki, sleikjum ekki hluti, ekki snerta straujárn, það geta ekki allir verið gordjöss og að allir eru að fá sér.

Annars var þetta snilldar dagur og hann var að fara upp í rúm alsæll og glaður.


Tunga á staur í frosti

Við vorum í stuði í bílnum. Fyrst sungum við Gordjöss með Palla, svo allir eru að fá sér með Blaz roca. Reyndar hélt Sebas að við værum að syngja um að allir væru að fá sér mat. Sem var eiginlega bara fínt.

Komum heim og beint út á svalir að hengja upp jólaseríuna. Vorum öll þrjú að hjálpast að og sirka hálfnuð þegar heyrist angistaróp!

,,JE E FADDUUUU!"

Sebas búinn að festa tunguna á staur í frostinu!

Áður en ég gat eitthvað gert þá rikkti hann í burt og skildi eftir vænan slurk af tungu. Það var allt flæðandi í blóði.

Sebas varð hræddur en við héldum ró okkar og það smitaðist. Við skoluðum tunguna vel, settum fötin(sem voru öll útötuð í blóði) í þvott og kíktum á youtube klippu af dumb dumber þegar hann festi tunguna í stólalyftunni.

Erum núna að horfa á The Grinch með Jim Carrey og allir sáttir. Ég tók mynd af tungunni á staurnum, set hana inn við tækifæri. Lítur út eins og broskall.

Eitthvað grunar mig að þetta hafi verið í fyrsta og SÍÐASTA skiptið sem hann sleikir málm í frosti.


Númeraplötukeppnin

Ég og Beta höldum áfram að kíkja eftir númeraplötum. Hún með UN og ég LU.

Það er keppni í gangi.

Reglurnar eru að það þurfa báðir aðilar að vera í bílnum og talningin núllast yfir nóttina.

Stundum höfum við Hebreska daga þar sem Beta kíkir þá eftir NU og ég UL númerum.

Ef við sjáum löggubíl með númerinu gildir hann þrefalt. Það sama gildir um sjúkrabíla og leigubíla.

Það nýjasta er að ef við sjáum bíl sem lendir í slysi, eins og um daginn, með réttu númeri þá gildir hann líka þrefalt.

Einu sinni sá ég LU bíl með LU kex auglýsingu. Fyrirtækjabíll. Needless to say þá gilti hann 11 þúsund falt.


My Chemical Romance

Er að fíla þetta lag. Betu finnst þetta vera of mikið menntaskólarokk. Nokkurn vegin sammála henni. Samt eitthvað við lagið. Eitthvað svona epic. Ekki ósvipað epic fílíngnum í black parade. Elska þegar gítarinn kikkar inn 2:55


Ég og biðraðir

Við fórum sem sagt á Harry Potter. Í hléinu fór ég á röltið til að teygja aðeins á bakinu(og horfa á fólk). Beta kallaði í mig og bað mig um að kaupa eitthvað að drekka fyrir sig ef röðin væri ekki of löng.

Ekkert mál.

Eða hvað. TA TA TA DAMMM!

Ég og biðraðir eigum ekki saman. Það voru sirka 10 kassar opnir. Sirka 15 manns í biðröð í öllum röðum.

,,Ok Biðraðaguð, sirka jafnt í öllum biðröðum. Nú er þetta bara slembi, úllen dúllen doff."

ég valdi miðjuröðina. Svitinn perlaði á enninu á mér er ég steig inn í hana og hugsaði með mér:

,,Ó þú miskunasami Biðraðaguð, nú getur þú ekki refsað mér því ég tók úllen-inn á þetta. Engin frekja í gangi hér"

Viti menn, biðraðir tæmdust í kringum mig! Sem ég væri sjálfur Harry Potter

,,Expextum Petróleum Biðraðríum!"

Púff. Allar aðrar biðraðir hurfu. Nema mín.

Þá laumaði einn gæji sér úr minni röð til að joina aðra röð, enda okkar orðin langlengst. Þetta var 45 ára gæji með son. Ég varð svo hlessa að ég sór þess eið að falla ekki í þá grifju. Grifjuna sem ég lendi yfirleitt alltaf í. Nefnilega, að skipta um röð og festast bara þar í staðin og horfa upp á gömlu röðina hreyfast.

Ég er, eftir allt saman, biðraða cursed.

Þannig að ég þraukaði og þraukaði. Þangað til að myndin var byrjuð og fólk var actually farið að fara úr röðum. Þá loksins opnuðust mér leiðir og á endanum stóð ég þarna ásamt einhverjum 7 manneskjum sem eftir voru. 5 af þeim afgreiðslufólk.

Skipti mig engu máli. Ég ætlaði að klára þessa fokkin biðröð og storka örlögunum. Bjóða Biðraðaguðinum birginn.

Ég missti af sirka 5-7 mínútum af seinni hálfleik.

En Beta fékk Fantað sitt.


Harry Potter í Gilzeneggerhöllinni

Fórum á Harry Potter. Fórum í Egilshöll sal 1. Mun ekki fara í önnur bíó á Íslandi eftir þetta. Risastórt tjald, risa salur og loksins er fólk búið að læra að hafa salinn brattann þannig að aldrei skapist vesen með að sjá.

Frekar brattur salur og það besta kannski að sætin eru aðskilin þannig að ef einhver clueless gæji byrjar að hreyfa sig of mikið þá verður maður ekkert var við það. Brill.

Ég og biðraðir eigum ekki saman þannig að við ætluðum að vera tímanlega. Klukkutíma áður en við fórum gúlpaði ég í mig tæplega tveggja daga gömlum fiski. Drekkti honum bara í osti og málið dautt. Eða, að ég hélt.

Klukkan orðin korter í sýningu og ég enn á klóstinu að skila fiskinum. Við erum að tala um erfitt tafl í þetta sinn. Alltaf þegar ég hélt að ég væri alveg að fara að máta páfann þá birtist bara nýr páfi og taflið byrjaði upp á nýtt (hmmm note to self, finna betri leið til að lýsa einhverju án þess að vekja ugg hjá fólki).

Við mættum 5 mín yfir og er við stóðum í biðröð til að ná í miðana sáum við á skjánum að það var uppselt á sýninguna. Jei.

Við komumst loksins inn í salinn. Pakkað, fyrir utan nokkur sæti á fremsta bekk. Við erum að tala um að það er ekki hægt að sitja þar. Maður mundi þurfa að snúa hausnum í sirka 45 gráður til vinstri og svo rikkja tilbaka í 90 gráður til að geta séð allt tjaldið.

Ekki á minni vakt.

Við klifruðum bara efst og settumst í tröppurnar. Fólk bara ,,whaaa!"
Mig munaði ekkert um að sitja þar. Var vel til í það.

En þá gerðist eitthvað ótrúlegt. Einhver stelpa pikkaði í mig og tjáði mér að það væru tvö sæti laus í þeirra röð. Ég bara ,,whaaa! Miskunasami samverjinn mættur bara." Við röltum því þar inn og fengum bestu sætin í húsinu. BEM!

Myndin var sæmó.


slys

Tók eina bílferð áðan og sá 8 löggubíla og tvo árekstra. Fyrri áreksturinn tafði mig um 15 mín en sá seinni um sirka 25 mín. Rosaleg strífla sem myndaðist í þeim síðari.
Æðislegt því þetta var í fyrsta sinn sem ég skildi iPoddinn með itrippinu mínu vísvitandi eftir heima því þetta átti að vera bara smá skutlferð.
Rétt náði að bjarga mér með geisladisk, piff, geisladisk...hlustar einhver ennþá á það úrelta format!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband