Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Sebastian

Jæja, þá er komið að því.

Þegar við látum litla í rúmið þá syngjum við lítið lag og bjóðum góða nótt. Svo tékkum við á honum á nokkra mínútna fresti þangað til hann sofnar.

Í kvöld þegar ég ætlaði að tékka á honum í 2.sinn þá var kallinn skyndilega standandi í rimlarúminu sínu. Sperrtur sem hani og stoltur sem....tja, hani. Skælbrosandi.

Hann var reyndar byrjaður að standa upp sjálfur en aldrei á crucial stundu eins og við svefntíma.

Hann er líka farinn að skríða aftur á bak, stundum áfram ef hann nennir.


Maríus

Ég var á range-inu í dag í leit að sveiflunni einu og sönnu. Hana fann ég ekki.

Ég fann hins vegar fullt af torfusneplum og pirring. Ég er í lægð. Á morgun er nýr dagur.

 

Við fórum í La Canada (verslunarmiðstöð dauðans) í dag til að gera eitthvað skemmtilegt. María keypti sér buxur í sinni stærð, hún er orðin svo slim að þær sem hún núþegar á eru of stórar. Hún labbaði inn í eina verslun og var komin ca 10 metra inn þegar ég kallaði á hana til að segja henni að ég ætlaði að bíða úti. Ég kallaði ,,María" og whooosh, 6 konur litu við.

Það heita náttúrulega allir hérna á Spáni María, meira að segja kallarnir líka. Fyrrverandi forsætisráðherrann heitir t.d. Jose Maria Aznar. Nafnið er svo algengt að það er yfirleitt alltaf skrifað sem skammstöfun (M. Gabriela Varón Espada), það vita allir fyrir hvað M stendur. (ekki magnús heldur María)

 


Skor

Ég er búinn að fara 5 18 holu hringi síðan ég kom hingað, með misjöfnum árangri.

Fyrsti hringurinn var á ameríku +4

2. hringur á ameríku var +5

3. hringur á ameríku var +8

4. hringur á evrópu var +5

5. hringur á evrópu var +13

Þetta er svona upp og niður, stundum er maður að reyna ýmsar breytingar í sveiflunni, sbr. 5.hringur og stundum gengur betur. Ég er búinn að komast að því að ég nota hendurnar allt of mikið og búkinn of lítið. Sökum þess er ég bara að slá ca 80% af þeirri vegalengd sem ég ætti að vera slá.

Það er frábært að hafa meðspilara eins og Gabriel sem kemur auga á galla í sveiflunni. Maður lærir margt af því.

Núna er ég á leiðinni á range-ið, því mig vantar að finna sveifluna sem skilar mér betri árangri. Englendingurinn sem ég spilaði með á 3. hring bað mig vinsamlegast að finna sveifluna hans líka þegar ég sagði honum að ég væri enn að leita að minni. Sjáum til hvort ég komi ekki auga á nokkrar sveiflur sem ekki eru í notkun.


Nýjar Myndir

Vek athygli á nýjum myndum

Á leið í vinnu

VinnanÞarna er ég á leiðinni á leynivippgrínið mitt í morgun. Ég heyrði kallað á mig, þegar ég leit við smellti María einni mynd af pilti.

Frekar vel heppnuð mynd. Það er eins og ég sé transformer. Á nóttunni er ég bíll (samanber hjólförin í dögginni á grasinu), og þegar sólin brýst út þá breytist ég í manneskju að nýju. Ég sé alveg trailerinn fyrir mér.


Ræktin

Ég fíla þessa rækt sem ég er í La Cala. Þetta eru ca 20 tæki með lóðum og tilheyrandi. Ég er eiginlega alltaf einn þarna inni. Þá fer hugmyndarflugið af stað og ég ímynda mér að ég sé milli í mínum eigin líkamsræktarsal. yeah.

Við hliðiná er skvass salur. Ekkert notaður. spurning um að rifja upp gamla takta.

Var að þurrka mér eftir sturtuna í búningsherberginu, þarna inni voru bara ég og gamall kall, sem var í hvarfi að klæða sig í fötin. Hann vissi greinilega ekki af mér því skyndilega heyrðist hávært prump. Þrumufleygur. ok. hann er gamall, þannig að maður býst við svona hátterni. Það versta við þetta var að þegar ég klára að þurrka mér og geng inní svæðið þar sem fataskáparnir eru sé ég mér til mikils ama að skarfurinn er staðsettur við hliðina á mínum fataskáp.

Það er ekki eins og það séu 100 skápar þarna. dem. Ég labba því inní skýið og veifa handklæðinu nett þannig að það komist hreyfing á loftið. Skiptir engu, baráttan er glötuð. ilmurinn var ekki lokkandi svo mikið er víst.


Fog

Það er rosa þoka hérna á víð og dreif. kemur og fer. Í morgun var ég einn að æfa vipp og sá ekkert í 50 metra fjarlægð. Reyndar soldið kósý.

María gaf mér bóndadagsgjöf fyrirfram, íþróttataska, sem var einmitt það sem mig vantaði í ræktina. Ég er að drepast úr strengjum, það er mjög erfitt að slá með svona strengi, en það er hollt. bara gaman af því.

Horfðum á Death at a funeral í gærkveldi þegar litli pungur sofnaði. Sú breska mynd er mjög góð. Mæli með klósettatriðinu.

María fór á markaðinn hérna í Cala de mijas sem er alltaf á miðvd. og laugard. þar er hægt að gera kjarakaup á ýmsu mögulegu. Eins og t.d. þessi íþróttartaska sem átti að kosta 16€ en María prúttaði hana niður í 10. Aldrei gæti ég prúttað svona við ókunnugt fólk. María er hins vegar snillingur í því.


Digital

Strax búin að borga sig þessi dvd/digitalafruglari. Er að horfa á Liverpool-Aston Villa í beinni. Staðan að sjálfsögðu 1-0 fyrir mínum mönnum. Olé, áfram ási.

Hetja

Mér finnst alltaf gaman að sjá svona hetju sögur.

http://www.youtube.com/watch?v=Ek1iIOTsiRo


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 153119

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband