Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Örbylgjuofn

Okkur vantaði nokkra hluti í íbúðina þannig að ég var sendur á vettvang einn míns liðs um kvöldið rétt undir lokun búða.

á listanum mínum var m.a. örbylgjuofn, netkamera, snúrur og matur.

þar sem kvöldið var gengið í garð ákvað ég að fara í jakka því það er nú desember, í fyrsta sinn sem ég fer í alvöru hlýjann jakka á Spáni. Ég er því staddur í verslunarmiðstöðinni sem er pökkuð fólki rétt fyrir lokun í jakka og strax orðinn kófsveittur. Mistök númer 1.

Svo er ég náttúrulega svo gáfaður að ég rýk fyrst inní rafvöruverslunina og fjárfesti í örbylgjuofni. Þegar ég ráfa um miramar með flykkið í fanginu þá fatta ég að þarna hafði ég gert mistök númer 2, maður hefði auðvitað átt að kaupa þyngsta hlutinn síðast.

Þetta kvöldið máttu spánverjar þola það að sjá kófsveittann íslending í jakka rogast með örbylgjuofn í fanginu um hálfa verslunarmiðstöðina í leit af netkameru, snúrum og mat.

Smátt og smátt fann ég hlutina á listanum og þeir stöfluðust ofan á örbylgjuofninn því að sjálfsögðu var enginn kerra í sjónmáli. Þar sem ég vegaði salt með hlutina ofan á örbylgjuofninum rann það upp fyrir mér að ég átti aðeins eftir að kaupa einn hlut í viðbót, 5 lítra af vatni. damn.

Það var því þreyttur og sveittur víkingur í jakka sem keyrði í hlað þetta kvöldið með skottið fullt af dóti, það fékk að dúsa þar yfir nóttina þar sem minn maður vildi komast inní loftkældu íbúðina í snatri.


Flutt inn

Við erum flutt inn í 140 fermetra íbúð með 30 fermetra svölum sem snúa að hafinu og sól mestallann daginn. Grill, garðstólar og læti, eins og ég grilla nú mikið.

anyways....helduru að kallinn finni ekki nokkur þráðlaus net á vappi í loftinu hérna í íbúðinni....4 wi-fi og bara eitt lokað og læst.....þannig að ég er hér að stelast á einhverju neti sem ég veit ekki hver á, held jafnvel að þetta sé public net fyrir húsabyggðina hérna....kemst að því síðar þegar eigandinn kemur í heimsókn. Þ.e. eigandi íbúðarinnar, sem by the way heitir Jesús Gil, hvorki meira né minna (fyrir þá sem ekki vita þá hét Borgarstjóri Marbella því nafni áður en hann dó fyrir nokkrum árum) gæti verið eitthvað skyldmenni.

Sebastian er kominn með sitt eigið herbergi og í nótt er fyrsta nóttin sem mamma hans sefur ekki nálægt honum. Það tók langan tíma að sannfæra hana um að taka skrefið, og enn er hún frekar stressuð.

Allavegana þá er eitt herb. laust og ónotað þar sem fyrstur kemur fyrstur fær. Þeir sem hafa áhuga á au-pair stöðu, kaddý stöðu eða að vera baðvörður í sundlauginni hérna vinsamlega látið mig vita.

Var ég búinn að minnast á að ÞAÐ ER FREEKIN SUNDLAUG Í 5 METRA FJARLÆGÐ FRÁ ÚTIDYRAHURÐINNI MINNI.

 


Miramar

Fórum í miramar verslunarmiðstöðina sem er í Fuengirola. Ótrúlega flott og stór miðstöð með flestu sem við þörfnust. Þarna er golfbúð (sú fyrsta sem ég sé á spáni fyrir utan á velli) www.golfusa.es

Bókabúð með 90% bóka á ensku....yeahhhhh

huge íþróttabúð og fleira og fleira....svo ekki sé minnst á bíósalina sem þar eru, meira að segja sýndar á ensku líka.....kúl.

Við fáum lyklana á morgun að nýju íbúðinni og flytjum þar með út af tengdó, en leiðinlegt W00t

Það verður örugglega einhver tími þangað til að við fáum nettengingu þar þannig að færslur verða af skornum skammti. Maður einbeitir sér því mun meira að golfinu Tounge


Bíll og net

Næsta mál á dagskrá er bíll. Erum búin að skoða nokkra en enginn nógu góður.

Ætlum að skoða nokkra focusa í viðbót og einn C5.

Svo var verið að selja okkur hugmynd af neti og símalínu. Þeir bjóða 20mb nethraða og ókeypis símtöl í landlínu á 9,95€ tvo fyrstu mánuðina svo á 35€.....ekki slæmt það. heima er 8mb hraði á ca 5000 isk. (55€).....svo er frír router, mp4 spilari og flugferð báðar leiðir með www.aireuropa.com í kaupbæti.......þetta er kosturinn við heilbrigða samkeppni.      Þetta er ekki djók.

 

 

 


Komin með íbúð

Við vorum að skrifa undir leigusamning í morgun á nýju íbúðinni okkar sem er staðsett í mijas costa. Hægt er að skrifa Riviera del sol í google earth og þá sést hverfið vel (við erum í húsunum við hliðiná hringtorginu sem sést lengst til vinstri)

Velunnarar fjölskyldunnar geta sent jólakort á neðangreint heimilisfang:

Calle Viento del Sur 11

urbanización Las Violetas

Riviera del Sol 29649

Mijas Costa

Málaga

Spain

 

Pakkar einnig velþáðir.

Jólamyndin í ár

 


Ikea

Fórum í nýju Ikea verslunina sem er rétt hjá flugvellinum. Hún er nákvæmlega uppsett og heima nema hvað ca tvisvar sinnum stærri. Nánast sama verð. Við vorum svo heppin að sleppa inn 10mín eftir opnun því skömmu síðar var komin ca 200m röð útá bílaplan. Það var hleypt inn í hollum I kid u not. Að lappa um þarna var eins og að vera niðrí bæ um kvöldið á þollák, maður við mann. Það virðist einfaldlega vera kominn sá tími að spánverjar uppfæri húsgögn og innanstokksmuni, ég fagna því.

anyways, við keyptum extra hlýjar dúnsængur og almennilega kodda, almennilegt barnarúm fyrir Sebastian og margt fleira, mjög gaman.

Svo var náttúrulega engin hægðarleikur að komast út af bílastæðinu, allir fyrir öllum og standandi á flautinni og veifandi höndum.

Gott að vera kominn í siðmenninguna.Whistling.....ég elska Spán.


Öfugsnúið

Hérna á Spáni er margt sem er soldið öfugsnúið.

Þeirra fyrsti apríl er 28.des.

bláar myndir eru grænar myndir.

AIDS er SIDA.

NATO er OTAN

Þau taka upp gjafirnar 5.jan.

Kólumbus fann ameríku ekki Leifur.

Það skrýtnasta er kannski hitarfarið.....við þurfum að klæða Sebastian ÚR innifötum þegar við förum út og klæða hann Í útiföt þegar við komum inn í húsið. Þetta er vegna þess að húsið í Alhaurin er lítið kynnt að innan og fyrir vikið er frekar kalt hérna inni. Litli er því kappklæddur hérna inni og svo minna klæddur þegar við skreppum út.


Keyrslan til Costa del Golf

Við gistum á hóteli nálægt Alicante fyrstu nóttina og brunuðum svo niður eftir til Málaga kl 11.40.

Ég fór á Opel Zafira með bílinn fullann af töskum og mjása. María fór með Sebastian og fáar töskur á öðrum Zafira bíl.

Allt gekk vel og öllum leið vel í ferðinni nema mjása. Hann var ofur stressaður þrátt fyrir að við gáfum honum 1 róandi. Fyrir vikið varð hann sem fullur væri og mjálmaði með viskí rödd á þriggja sekúndu fresti alla bleedin leiðina. Ég hleypti honum út stundum og gat hann ráfað um bílin að vild, sem var ekkert voða skynsamlegt en maður reyndi allt til að láta honum líða betur. Hann var feginn að komast til Alhaurin de la Torre nokkrum tímum síðar þar sem hann er núna, og loks búinn að jafna sig eftir ferðalagið.


Komin til Spánar

Við flugum til Spánar þann 5.des með 150kg farangur og kött.

Sluppum billega því stelpan rukkaði okkur bara um 2 golfsett(2*2000) og mjása (7kg*950) og sleppti sem sagt allri yfirvigt sem hefði verið í kringum 60þ kall. hjúkkit

Flugferðin gékk eins og í sögu þar sem Sebastian heillaði nærstadda með þokka og geði. Það kom þó sá tímapunktur að ég og María héldum að við værum á leiðinni í hafið þegar flugstjórinn ávarpaði farþegana. Hann sagðist heita Ivan Ivanovits, og var rússi. Ekki skánaði það þegar kallinn sást ráfandi um á göngunum þar sem hann fór tvisvar á almenningsklósettið. pottþétt að staupa sig.

 Fengum strax allar töskurnar, mikill léttir.

meira um það síðar....sebastian orðinn pirraður.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 153139

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband