Leita í fréttum mbl.is

Fyrri dagur 1.stigamóts

Par,tribble,skolli,par,skolli,skolli,par,par,fugl = +5

par,par,par,par,par,skolli,par,par,par = +1

Plús 6 í dag og þetta bara ágæt byrjun á sumarinu.

Rétt missti fugl á fyrstu. Svo kom fínt upphafshögg á annari með 19° og skildi eftir 140 metra í flagg. Þeir sem þekkja þessa holu vita að innáhöggið er mjög erfitt. Það var hliðarmeðvindur þannig að það var annað hvort að fade-a 8 uppí hlíðina eða taka 9 og ride the wind. Ég tók níuna en lenti um 5 metrum of ofarlega í hlíðinni og fór í stein og boltinn týndist. Mjög leiðinlegt því þetta var fullkomlega framkvæmt högg. Bara af því að þetta var blint högg og ég þekki ekki völlinn nógu mikið, var miðið of langt uppí.

Þurfti því að endurtaka höggið. Nákvæmlega eins perfect högg en núna 5 metrum neðar og kúlan sleikti stöngina var mér sagt. Niðrí móti pútt, soldið langt sem ég ætlaði að hamra í fyrir skolla. Fór of langt framhjá og átti erfitt pútt tilbaka.

Svo kom bergvíkin. Sá að strákarnir sem ég spilaði með tóku fyrst 5 járn og var of langur. Næsti tók 6 járn og var of langur. Ég tók 7 járn og sló feitt í jörðina. Djöfull var ég viss um að kúlan færi í víkina. Rétt slapp en varð að sætta mig við skolla.

Fullkomið teighögg á fjórðu. Innáhöggið aðeins of stutt og endaði í vinstri bönker. Erfitt högg uppvið brúnina en ég smurði kúlunni uppað pinna og paraði.

Rétt missti parið á fimmtu. Skömm. Yfirskaut svo grínið á sjöttu og lenti í killer röffi. Mjög flott röff. Þurfti að taka 60° og taka í raun glompuhögg uppúr röffinu því það var svo hátt og þykkt. Planið var að hitta eina kúluna hjá strákunum en ég sleikti hana. Óheppinn. Náði svo ekki púttinu oní. Skolli.

Á sjöundu fór ég bara beint á pinna. Vinstra megin við glompurnar. Það var mótvindur og ég átti 150 mtr eftir í röffi. Þeir sem þekkja þetta grín vita að það er vangefið. Pinninn var uppi hægra megin. Ég tók því blending (af 150mtr!) og tók högg dagsins. Þurfti að fara beint yfir vinstri glompuna, og lenda á efsta pallinum vinstra megin á gríninu til að geta nálgast pinnan hægra megin. Heppnaðist fullkomlega og kúlan lak svo niður efstu brekkuna og stoppaði rétt fyrir ofan pinnan. Rétt missti fuglapúttið.

149mtr á par 3 áttundu tók ég 4 járn í mótvindi. Hitti grínið og auðvelt par.

Miðaði á klúbbhúsið á níundu í hliðarvindi dauðans. Dró hann fallega inn til vinstri og var í brekkunni. Lét kúluna skoppa niður brekkuna með PW og endaði um meter frá. Auðveldur fugl.

Síðan á þrettándu, par 3 yfir vatnið, var pinninn í 196 mtr fjarlægð í hliðarvindi. Högg dagsins númer 2. Miðaði blending sirka 20 metra hægra megin við grinið og dró hann inn til vinstri. Pin high 2 metrar frá holu á þessari erfiðu holu. Missti fuglapúttið því ég var með vindinn í bakið og búkurinn skynjaði (ranglega) að ég þurfti bara rétt að tappa í kúluna og vindurinn myndi feykja henni í holuna. Ekki svo. Skildi það eftir stutt. Auðvelt par. Svipað og þegar maður púttar í mótvindi og tekur of mikið á því.

Á fimmtándu heppnaðist innáhöggið ekki nógu vel og endaði í glompu. Náði ekki sand save í þetta sinn. Eini skollinn á síðari níu.

Annað var ekki markvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband