Leita í fréttum mbl.is

Sagan hingað til

Það er ekki úr vegi á þessum dýrðardegi að rifja upp hvað skóp drenginn og hvert hans leið liggur.

....ég fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Fór í Menntaskólann á Akureyri og kláraði Tungumálabrautina á tilsettum tíma. Eftir það fórum Sverrir og ég í smá ævintýraleit. Fyrst til Danmörku,svo til Spánar. Á spáni kynntist ég Maríu og ákvað strax að ég ætlaði að verja lífinu með henni mér við hlið.

Eins og sannur víkingur rændi ég henni til Íslands og bjuggum við þar í rúmlega 7 ár. Á þeim tíma fór ég í Viðskiptafræði í HÍ og kláraði á tilsettum tíma ásamt því að ráða mig til Glitnis.

Á þeim tíma sem ég vann hjá Glitni surgaði ávallt í undirmeðvitundinni sá draumur um að helga mig golfinu. Það var því með miklum hug og staðfestu sem ég sagði starfi mínu lausu seint á árinu 2007 og flutti út til Spánar í þeim tilgangi að gerast atvinnumaður í golfi.

Að gerast atvinnumaður í golfi er enginn hægðarleikur þar sem margar hindranir eru á veginum. Maður þarf að setja sér viss markmið og vinna að þeim. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki er nóg að standa bara á æfingarsvæðinu daginn inn og út.

Ég setti mér neðangreind markmið.

1.Æfa skipulega og mikið. (Markmið staðist)
2.Taka þátt í mótum og lækka forgjöfina. (markmið staðist)
3.Verða Klúbbmeistari La Cala. (markmið staðist)
4.Láta að mér kveða á mótaröðinni á Íslandi (óklárað)
5.Komast í núll í forgjöf. (óklárað)
6.Komast á þann stall að verða samkeppnishæfur í úrtökumótum. (óklárað)
7.Komast á mótaröð og geta þannig séð fyrir fjölskyldunni (óklárað)

Hér erum við fjölskyldan því á Spáni að basla okkur áfram í þessum draumi. Við erum gott lið, ég, María, Sebas og Mjási. Án þeirra væri ég ekki hér.

Markmið 1-3 eru veruleiki. Hin markmiðin eiga að klárast í framtíðinni, hve lengi þetta tekur, veit ég ekki, en ég ætla svo sannarlega að reyna. Ef þetta tekst ekki þá er það allt í lagi. Maður hefur allavega reynt að láta draum sinn verða að veruleika og það getur ekki verið svo slæmt.

Þessi tími hér hefur verið brjálæðislega skemmtilegur og við sjáum ekki fyrir endann á þessu. Góður vinur minn sagði við mig fyrir stuttu, það er einskis virði að komast á áfangastaðinn ef þú nýtur ekki ferðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að sjá að þið eruð komin vel áleiðis í þessum fersli.  Gleðjumst m eð ykkur.  Hlökkum svo til að fá ykkur í heimsókn um jólin.......

kveðja Mamma og pabbi

Rósa Margrét (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 153111

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband