Leita í fréttum mbl.is

Sergio og Ég

Fór á Volvo masters í dag. Valderrama er í 40 mín fjarlægð frá mér og bíltúrinn hressandi. Fyrsti gæjinn sem ég sá var Andres Romero. Svo fór ég og kíkti á Sergio og ætlaði að fylgja honum frá byrjun. Fylgdist með honum á púttgríninu og svo á reinginu. Labbaði með honum þrjár holur en nennti svo ekki meir. Á þriðju holunni sem er par 3 staðsettir ég mig við grínið og fylgdist með þeim slá í 177 metra fjarlægð. Ég sá ekki bolta Sergios en allt í einu var kallað "fore" og kúlan lenti 5 metrum fyrir aftan mig. Ég staðsetti mig því nálægt kúlunni og var svo heppinn að kaddí Sergios plasseraði sér beint fyrir framan mig. Þannig var ég um hálfum metra frá samræðum þeirra beggja um hvernig hann ætti að koma sér úr þessu klandri.

Ég smyglaði náttúrulega símanum mínum inn sem er stranglega bannað og tók myndir þvers og kruss og hægri vinstri. Kolólöglegur.

Ég smellti einni leynimynd af Sergio þar sem hann var að fá lausn frá einhverju drasli meter fyrir framan mig. talandi um að livin on the edge.

Tók allt í allt 18 myndir og fór létt með það.

Ég ráfaði eitthvað um í kjölfarið og endaði svo 7 tíma dag á að sitja fyrir aftan 17.grínið í sirka 2 tíma og fylgdist með lokahollunum koma inn. Sá engann fara í vatnið en Stenson og Jimenez hentu sínum kúlum útí vatnið eftir á, stenson til að vera kúl en Jimenez til að vera fyndinn.

Bara einn af þessum gæjum reyndu við grínið í tveim höggum. Hver annar en lengsti maður epga, nefnilega Alvaró Quiros. Línan var fullkomin og hann lenti vel á gríni en skildi eftir 5 metra uppímóti pútt. Auðveldur fugl og uppskar hann mjög mikil fagnaðarlæti.

Það var frekar kalt í dag og svo er spáð viðbjóði næstu daga. Ég verð bara undir regnhlífinni með múskík í eyrum og pinseeker laserinn minn til að mæla vegalengdirnar. ROCK ON


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband